Höfðingjar golfa í Eyjum

Hermann Hreiðarsson ásamt ungum aðdáanda við komuna til Eyja
Hermann Hreiðarsson ásamt ungum aðdáanda við komuna til Eyja ljósmynd/Sigurgeir

Gólfmótið Herminatior Invitational hefst í Vestmannaeyjum í dag en þar kemur saman fjöldinn allur af íslenskum og erlendum golfurum í þágu góðgerðamála. Þyrla með Eiði Smára Guðjohnsen, Hermanni Hreiðarssyni, Sol Campbell og Ólafi Stefánssyni innanborðs lenti á golfvellinum í morgun í miklu blíðviðri. 

Hermann Hreiðarsson, fótboltakappi, stendur að mótinu en hann er UNICEF-sendiherra. Skipulagning hefur staðið yfir lengi og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta og búist við miklu stuði í dag.

„Við erum hér í frábæru golfveðri, eins gott og á verður kosið,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja, en hann hefur staðið að skipulagningu ásamt Hermanni. „Það eru 80 keppendur og m.a. Sol Campbell sem spilar með Hermanni í Portsmouth, Eiður Smári Guðjohnsen, Ólafur Stefánsson, Eyjólfur Kristjánsson, Birkir Kristinsson og fleiri höfðingjar,“ segir Bjarni.

Í lok mótsins verður boðið upp á sjávarréttarborð að hætti Eyjamanna en öll vinna við mótið er í sjálfboðavinnu og verður haldið uppboð á búningum og ýmsu öðru um kvöldið.

Ólafur Stefánsson ásamt Sol Campbell í Eyjum
Ólafur Stefánsson ásamt Sol Campbell í Eyjum ljósmynd/Sigurgeir
Eiður Smári Guðjohnsen mættur til leiks.
Eiður Smári Guðjohnsen mættur til leiks. ljósmynd/Sigurgeir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert