Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. mbl.is/Eggert

Franek Rosvadovsky, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins, að samningar Íslendinga, Breta og Hollendinga um Icesave-skuldbindingarnar muni ekki setja íslenska þjóðarbúið á hliðina.

Hann sagðist þó ekki geta fullyrt þetta séu bestu fáanlegu samningarnir sem fáist.

Rosvadovsky sagði, að frágangur samningsins um Icesave skuldbindingarnar sé ekki skilyrði fyrir því að hægt sé að ljúka fyrstu endurskoðun áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Íslands. Hann viti ekki hvaða áhrif það hefði á samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn samþykki alþingi ekki samninginn enda sé óvíst hvernig nágrannaþjóðir, sem hyggist lána Íslandi, muni bregðast við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert