Ég verð ekki fíkill

Styrktarsjóður Susie Rutar stendur nú fyrir auglýsingaherferð gegn fíkniefnanotkun. Markmiðið er að má út staðalmyndir fíkniefnaneytandans og breyta þeim hugsunarhætti sem lýsir sér í því að allir hugsa: Ég verð ekki fíkill.

Styrktarsjóður Susie Rutar var stofnaður nokkrum dögum eftir andlát Susie Rutar fyrir rúmum tveimur árum. Sjóðurinn var stofnaður að frumkvæði föður Susie og er skipaður vinum hennar úr ýmsum áttum.

Nú hefur styrktarsjóðurinn ákveðið ráðast í stærsta verkefni sitt til þessa það er gerð forvarnarauglýsinga í samstarfi við Filmus. Auglýsingarnar voru frumsýndar í upplýsingamiðstöð Hins Hússins í dag.

Fíkn gerir ekki mannamun

Í fréttatilkynningu frá sjóðunum segir að ástæðan fyrir því að sjóðurinn réðstí gerð auglýsinga er sú að sjóðstjórnin vildi vekja fólk til umhugsunar um að fíkn gerir ekki mannamun, það skiptir ekki máli hver þú ert eða hvaðan þú kemur, hver sem er getur orðið fíkn að bráð.

Fjölskyldur fólks sem hefur látist af völdum fíknar lagði sjóðnum lið við gerð forvarnarauglýsinga og leyfa í auglýsingunum áhorfendum að kynnast látnum ástvinum sínum. 

Að mati sjóðsins er viðhorf til fíkniefna alltof léttvægt meðal ungs fólks, mikið af ungu fólki sem notar fíkniefni telur það vera skaðlausa skemmtun og að það sé sérstakt og ónæmt fyrir því að verða fíklar. Aðstandendur sjóðsins vonast til að þess að hreyfa við fólki með þessum auglýsingum og sýna fram á að fíkniefnaneytendur eru ósköp venjulegar manneskjur.

Eitt af markmiðum sjóðsins er að má út ákveðna staðalmynd af fíkniefnaneytendum en sú hugmynd er algeng í samfélaginu að ákveðnar týpur verði fíklar. Að fíklar komi úr slæmum fjölskyldum, hafi vegnað illa í lífinu áður en það fór að neyta efna og að fíkn stafi af almennri vanlíðan.

Þá segir að fólk noti oft ekki fíkniefni af vanlíðan einni saman, margir byrji bara í ‚góðu‘ partýi sem svo hættir að vera gott og tekur engan enda. Hugsunin þetta kemur ekki fyrir mig, ég verð ekki fíkill, sé skaðleg og hafi oft áhrif á það að fólk ákveður að prófa að nota fíkniefni.

Með auglýsingnum vill sjóðurinn koma því á framfæri að enginn velur að vera fíkill og enginn á að hugsa „ég verð ekki fíkill“.


Margir aðilar komu að þessu verkefni: Felix Bergson tók viðtölin við aðstandendur, Benni Hemm Hemm gaf tónlistina og Filmus vann þær mikið til í sjálfboðavinnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert