Þröng á þingi á Eyjaflugvelli

Það var þröng á þingi á Vestmannaeyjaflugvelli um helgina.
Það var þröng á þingi á Vestmannaeyjaflugvelli um helgina. mbl.is/Sigurgeir

Það var mikið að gera á flugvellinum í Vestmannaeyjum um helgina enda var mikill gestagangur í Eyjum vegna Shellmóts, golfmóta og skemmtiferðaskipa.  Um tíma voru samtímis á flugvellinum 5 stórar flugvélar, 1 Daz og 4 fokker 50, auk flugvéla frá Flugfélagi Vestmannaeyja og Örnum.

Mun þetta hafa verið í fyrsta sinn sem fimm svo stórar vélar eru samtímis á vellinum.

Fólksflutningar í flugi og með Herjólfi gengu hins vegar samkvæmt áætlun. Herjólfur fór allnokkrar aukaferðir, svokallaðar næturferðir, og flug gekk sérlega vel. Til dæmis flutti Flugfélag Vestmannaeyja tæplega 300 manns á laugardaginn, mest til lands eftir Shellmótið. Flugfélag Íslands flutti  tæplega 400 manns sama dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert