Bíltæknirannsóknir verði á Selfossi

Þau skrifuðu undir samninginn, frá vinstri: Karl Ragnars, Kristján L. ...
Þau skrifuðu undir samninginn, frá vinstri: Karl Ragnars, Kristján L. Möller, Ragna Árnadóttir og Oddur Árnason.

Samningur um fjármögnun á búnaði til bíltæknirannsókna vegna umferðaslysa undirritaður. Aðsetur rannsóknanna verður hjá lögreglunni á Selfossi.

Samgönguráðherra og Umferðarstofa annars vegar og dómsmálaráðherra og lögreglustjórinn á Selfossi hins vegar skrifuðu í dag undir samning um fjármögnun á búnaði til bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa.

Kemur þetta fram á vef samgönguráðuneytisins.

Kaupin á búnaðinum eru fjármögnuð með eingreiðslu Umferðarstofu að upphæð allt að 6 milljónir króna. Kristján L. Möller samgönguráðherra og Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, skrifuðu annars vegar undir samninginn og hins vegar Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi. Öll lýstu þau sérstakri ánægju með að rannsóknaraðstaðan skuli nú komast í gagnið enda sé slík aðstaða mjög mikilvæg við rannsókn á bílum eftir umferðarslys sem bæði lögregla og Rannsóknarnefnd umferðarslysa sinna. Gert er ráð fyrir að önnur lögregluembætti geti einnig nýtt sér aðstöðuna á Selfossi.

Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, gerði síðan grein fyrir þýðingu þess að geta fengið enn betri niðurstöður við rannsóknir á orsökum alvarlegra umferðarslysa enda sé á grundvelli þeirra unnt að vinna að viðeigandi forvörnum.

Við rannsókn og greiningu á orsökum umferðarslyss eru kannaðir þrír þættir sem bæði samverkandi og einir sér geta valdið slysum. Þar má fyrst nefna ástand ökumanns og möguleg mistök hans, ástand og umhverfi vega og síðast en ekki síst ástand ökutækisins, en sú rannsókn getur ekki aðeins varpað ljósi á mögulega bilun eða galla ökutækisins heldur jafnframt sýnt fram á líklega áhættuhegðun ökumannsins. Ástand ökutækis eftir slys er oft mikilvægasti vitnisburðurinn um það hvað olli slysinu. Mælingar á afmyndun ökutækja eftir árekstur gefa vísbendingu um þá krafta sem losnuðu úr læðingi við áreksturinn en það eru m.a. upplýsingar sem notaðar eru til að reikna út hraða í slysum.

Ábendingar byggjast á bíltæknirannsóknum

Margar ábendingar Rannsóknarnefndar umferðarslysa byggjast á bíltæknirannsóknum. Þessum ábendingum og tillögum í öryggisátt hefur nefndin vísað til samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu eða annarra viðeigandi aðila. Sem dæmi má nefna að árið 2006 rannsakaði RNU banaslys, harða framanákeyrslu, þar sem bíltæknirannsókn leiddi í ljós að ryðskemmdir og haldlitlar viðgerðir höfðu valdið styrkleikamissi í bifreið og átti það veigamikinn þátt í láti ökumanns. Hafði ökutækið fengið aðalskoðun í þessu bágborna ástandi og gerði nefndin sérstaka athugasemd vegna málsins.

Með þessum samningi er lagður grunnur að kaupum á sérhæfðum tækjabúnaði til bíltæknirannsókna en slíkan búnað og aðstöðu hefur skort hér á landi. Lögreglustjórinn á Selfossi leggur til húsnæðið og mun embættið starfrækja rannsóknarsetur bíltæknirannsókna á Selfossi.

Rannsóknasetrinu er heimilt að taka við búnaði sem einstaklingar, fyrirtæki eða félög óska eftir að leggja rannsóknarsetrinu til í þágu umferðaröryggis, enda séu slík framlög kvaðalaus af hálfu gefanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kólnar með útsynningi, skúrum eða éljum

06:44 Búast má við talsverðri og sums staðar mikilli rigningu á sunnanverðu landinu seinni partinn og í kvöld. Hlýnað hefur hratt á landinu í nótt og því víða hláka í dag og hætt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Meira »

Fíkniefnasali handtekinn á Laugavegi

06:31 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fíkniefnasala á Laugaveginum um miðnætti í nótt en hann reyndist sjálfur vera undir áhrifum fíkniefna undir stýri. Annar ökumaður gistir einnig fangageymslu þar sem hann var í svo annarlegu ástandi við aksturinn að ekki var hægt að ræða við hann. Meira »

Enn ósamið við flugvirkja

05:40 Magnús Jónsson, aðstoðarríkissáttasemjari, sleit fundi samninganefnda í kjaradeilu flugvirkja og Icelandair um fjögurleytið í nótt, án þess að nokkur niðurstaða fengist. Þetta kemur fram á vef RÚV. Forsætisráðherra segir lagasetningu ekki koma til greina. Meira »

4,4 milljarða bréf í Vatnsmýrinni

05:30 Borgarráð hefur orðið við beiðni Valsmanna hf. um að fá að þinglýsa 4,4 milljarða tryggingabréfi vegna uppbyggingar við Hlíðarenda. Meira »

Opin og traust samskipti eru mikilvæg

05:30 „Það er ekki til nein altæk lýsing á þeim sem gerast uppvísir að svona hegðun, eða þeim fyrirtækjum þar sem áreitni og ofbeldi viðgangast.“ Meira »

Jarðstrengjasvigrúm notað við flugvöllinn

05:30 Skipulagsstofnun telur sérstaka ástæðu til að nýta möguleika sem eru fyrir hendi til að leggja þá kafla Kröflulínu 3 í jörð þar sem mestra neikvæðra áhrifa er að vænta á landslag, ferðaþjónustu og útivist og fugla. Meira »

Grunnskóli Borgarness stækkar mjög

05:30 Til stendur að bjóða út framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskóla Borgarness fljótlega eftir áramót. Er þetta fjárfrekasta verkefni Borgarbyggðar næstu árin. Meira »

Flestir eldri en þeir segjast vera

05:30 Umsækjendur um vernd hér á landi fyrstu ellefu mánuði ársins voru orðnir 1.033. Í þessum hópi kváðust 24 vera fylgdarlaus ungmenni. Meira »

Framkvæmdir á döfinni

05:30 Gert er ráð fyrir tæplega 30 milljóna króna afgangi fyrir fjármagnsliði af rekstri Grundarfjarðarbæjar á næsta ári, en heildartekjur sveitarfélagsins verða skv. fjárhagsáætlun 1.034 m. kr. Meira »

Riðuveiki í Svarfaðardalnum

05:30 Riðuveiki hefur greinst í sýni úr kind frá bænum Urðum í Svarfaðardal, sem fór til slátrunar í haust.   Meira »

Óskum er ekki mætt

05:30 Alls 300 milljónir króna vantar á næsta ári til rekstrar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSu) og óskum um aukna fjármuni til rekstrarins er ekki svarað í fjárlagafrumvarpi. Meira »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/...
YRSA mekkanískt gullhúðað vasaúr
...í jólapakkann, verð 19.500,-. Mikið úrval af YRSU og PL armbandsúrum. GÞ Ban...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...