Bíltæknirannsóknir verði á Selfossi

Þau skrifuðu undir samninginn, frá vinstri: Karl Ragnars, Kristján L. ...
Þau skrifuðu undir samninginn, frá vinstri: Karl Ragnars, Kristján L. Möller, Ragna Árnadóttir og Oddur Árnason.

Samningur um fjármögnun á búnaði til bíltæknirannsókna vegna umferðaslysa undirritaður. Aðsetur rannsóknanna verður hjá lögreglunni á Selfossi.

Samgönguráðherra og Umferðarstofa annars vegar og dómsmálaráðherra og lögreglustjórinn á Selfossi hins vegar skrifuðu í dag undir samning um fjármögnun á búnaði til bíltæknirannsókna vegna umferðarslysa.

Kemur þetta fram á vef samgönguráðuneytisins.

Kaupin á búnaðinum eru fjármögnuð með eingreiðslu Umferðarstofu að upphæð allt að 6 milljónir króna. Kristján L. Möller samgönguráðherra og Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu, skrifuðu annars vegar undir samninginn og hins vegar Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Selfossi. Öll lýstu þau sérstakri ánægju með að rannsóknaraðstaðan skuli nú komast í gagnið enda sé slík aðstaða mjög mikilvæg við rannsókn á bílum eftir umferðarslys sem bæði lögregla og Rannsóknarnefnd umferðarslysa sinna. Gert er ráð fyrir að önnur lögregluembætti geti einnig nýtt sér aðstöðuna á Selfossi.

Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, gerði síðan grein fyrir þýðingu þess að geta fengið enn betri niðurstöður við rannsóknir á orsökum alvarlegra umferðarslysa enda sé á grundvelli þeirra unnt að vinna að viðeigandi forvörnum.

Við rannsókn og greiningu á orsökum umferðarslyss eru kannaðir þrír þættir sem bæði samverkandi og einir sér geta valdið slysum. Þar má fyrst nefna ástand ökumanns og möguleg mistök hans, ástand og umhverfi vega og síðast en ekki síst ástand ökutækisins, en sú rannsókn getur ekki aðeins varpað ljósi á mögulega bilun eða galla ökutækisins heldur jafnframt sýnt fram á líklega áhættuhegðun ökumannsins. Ástand ökutækis eftir slys er oft mikilvægasti vitnisburðurinn um það hvað olli slysinu. Mælingar á afmyndun ökutækja eftir árekstur gefa vísbendingu um þá krafta sem losnuðu úr læðingi við áreksturinn en það eru m.a. upplýsingar sem notaðar eru til að reikna út hraða í slysum.

Ábendingar byggjast á bíltæknirannsóknum

Margar ábendingar Rannsóknarnefndar umferðarslysa byggjast á bíltæknirannsóknum. Þessum ábendingum og tillögum í öryggisátt hefur nefndin vísað til samgönguráðuneytisins, Umferðarstofu eða annarra viðeigandi aðila. Sem dæmi má nefna að árið 2006 rannsakaði RNU banaslys, harða framanákeyrslu, þar sem bíltæknirannsókn leiddi í ljós að ryðskemmdir og haldlitlar viðgerðir höfðu valdið styrkleikamissi í bifreið og átti það veigamikinn þátt í láti ökumanns. Hafði ökutækið fengið aðalskoðun í þessu bágborna ástandi og gerði nefndin sérstaka athugasemd vegna málsins.

Með þessum samningi er lagður grunnur að kaupum á sérhæfðum tækjabúnaði til bíltæknirannsókna en slíkan búnað og aðstöðu hefur skort hér á landi. Lögreglustjórinn á Selfossi leggur til húsnæðið og mun embættið starfrækja rannsóknarsetur bíltæknirannsókna á Selfossi.

Rannsóknasetrinu er heimilt að taka við búnaði sem einstaklingar, fyrirtæki eða félög óska eftir að leggja rannsóknarsetrinu til í þágu umferðaröryggis, enda séu slík framlög kvaðalaus af hálfu gefanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Fasteignasalar ganga Laugaveginn

13:44 Um helgina koma til landsins 85 fasteignarsalar frá Kanada. Hópurinn ætlar að ganga Laugaveginn til styrktar kvennaathvörfum. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »

Kona slasaðist á Bláhnjúk

13:23 Björgunarsveitarmenn á hálendisvakt í Landsmannalaugum eru að aðstoða konu sem hrasaði við göngu við Bláhnjúk. Hún getur ekki gengið að sjálfsdáðum. Meira »
Hreinsa þakrennur/ryðbletta þök
Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Vatnsheld Einangrun
FinnFoam XPS. 585X1235:100. s:822-5950...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...