Tíu sóttu um starf Þjóðleikhússtjóra

Tinna Gunnlaugsdóttir, núverandi leikhússtjóri Þjóðleikhússins
Tinna Gunnlaugsdóttir, núverandi leikhússtjóri Þjóðleikhússins Kristinn Ingvarsson

Tíu umsóknir bárust menntamálaráðuneytinu um stöðu Þjóðleikhússtjóra. Ein þeirra var dregin til baka en frestur til að skila umsókn var til 26. júní. Sagt er frá þessu á vef ráðuneytisins í dag.

Tinna Gunnlaugsdóttir, sitjandi þjóðleikhússtjóri, sækir um embættið en aðrir umsækjendur eru Ari Matthíasson, leikari; Hilmar Jónsson, leikstjóri; Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri og rithöfundur; Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrum umhverfisráðherra; Magnús Ragnarsson, framleiðandi; Páll Baldvin Baldvinsson, fulltrúi ritstjóra;  Sigurður Kaiser, framkvæmdastjóri og leikhúshönnuður; og Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og fyrrum leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Ekki kemur fram hver dró umsókn sína til baka.

Menntamálaráðherra skipar í stöðuna til fimm ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert