Vilja forgangsraða aftur

Við Suðurlandsveg
Við Suðurlandsveg mbl.is

Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru ósáttir við að samgönguframkvæmdir á Suðurlandsvegi séu ekki fremst í forgangsröð stjórnvalda.

Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, segist hissa á því að einkaframkvæmdir við Vaðlaheiðargöng og við samgöngumiðstöð í Vatnsmýri verði á undan framkvæmdum við Suðurlandsveg í forgangsröðinni. „Á fundi 25. mars boðaði [Kristján Möller] samgönguráðherra okkur sveitarstjóra hér á Suðurlandi á fund og kynnti þá 2+2 veg frá Rauðavatni og upp að Litlu kaffistofunni og þaðan 2+1 veg í Hveragerði. Þetta átti að bjóða út í júní eða júlí. Þetta var einmitt hægt vegna þess að skipulagsvinnan var komin það langt, og búin að mestu leyti. Mér finnst óréttlætanlegt að taka önnur samgöngumannvirki fram yfir umbætur á Suðurlandsvegi, einmitt vegna þess að nú er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að ráðist verði í þessar framkvæmdir.“

Forgangsröðun framkvæmda hjá ríkinu hefur í gegnum tíðina verið mikið þrætuepli. Ekki síst á það við þegar kreppir að líkt og nú, þó efnahagskreppan sem Ísland gengur í gegnum, eftir hrun bankakerfisins í október sl., sé fordæmalaus.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert