HS Orka getur ekki selt raforku án leyfis

Sólarlag við Hitaveitu Suðurnesja, við Svartsengi.
Sólarlag við Hitaveitu Suðurnesja, við Svartsengi. mbl.is/GRG

Tæknilegir erfiðleikar og uppákomur urðu þess valdandi að jarðvarmavirkjun HS Orku í Svartsengi tók meiri orku upp úr jörðinni á síðasta ári en gert var ráð fyrir samkvæmt forsendum starfsleyfis. Þetta varð hins vegar ekki til þess að orkuverið skilaði frá sér meira rafmagni en leyfið gerði ráð fyrir. Þetta segir Jón Júlíusson, forstjóri HS Orku. Ekki hafi því verið um að ræða orkusölu í leyfisleysi.

Fyrirtækið hefur fengið frest til 15. júlí til að svara Orkustofnun (OS) um ástæður þess að orkunotkunin jókst miklu meira en áætlanir gerðu ráð fyrir, eftir stækkun orkuversins um 30 megavött í byrjun síðasta árs. Samkvæmt skýrslu Vatnaskila fyrir árið 2008, sem OS vísaði til í bréfi sínu, var ráðgert að uppdæling orku myndi aukast um 3-7% við stækkun virkjunarinnar. Hins vegar jókst hún um 26% árið 2008, eða fimmtungi meira en gert var ráð fyrir.

„Þetta er umfram þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar leyfinu,“ segir Jón. „Við lentum í ákveðnum vandamálum með jarðsjó og svo hefur gufupúðinn ekki staðist alveg. Þetta er sambland af ýmsum þáttum,“ bætir hann við. Hann segir að fyrrnefnd aukning sé svokölluð hrávarmataka, það magn af gufu og jarðsjó sem dælt sé upp úr jörðinni. Sá massi hafi aukist umfram áætlanir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert