Líf þarf að komast í fasteignamarkaðinn

mbl.is/Friðrik

„Eitt af því sem verður að gera, til þess að efla fjárfestingu í landinu, er að koma meira lífi í fasteignamarkaðinn,“ segir Þorbergur Karlsson, stjórnarformaður VSÓ-ráðgjafar.

Hann segir vandamálin á fasteignamarkaðnum vera mikil, eftir offjárfestingu víða. Hins vegar sé nauðsynlegt að grípa til aðgerða sem líklegar eru til þess að efla tiltrú þeirra sem eiga viðskipti á fasteignamarkaði.

„Ég tel eina áhrifaríkustu leiðina til þess að efla efnahag landsins vera að útfæra nákvæmlega leiðir til þess að efla fjárfestingu á fasteignamarkaði. Bein störf er tengjast þeim markaði skipta þúsundum en það eru ekki síst óbeinu áhrifin sem horfa þarf til. Til framtíðar litið getur það verið mjög alvarlegt mál, fyrir næstum alla verslun í landinu, iðnað og sérfræðistörf, ef fasteignamarkaðurinn lifnar ekki við. Hann er svo gott sem frosinn í augnablikinu og erfitt að sjá að það breytist í bráð,“ segir Þorbergur.

Allt frá því í október, þegar bankakerfið hrundi, hafa atvinnuhorfur ýmissa stétta er tengjast sérfræði- og iðngreinum versnað til muna, eins og sést á tölunum hér að ofan. Sérstaklega hafa stéttir sem tengjast fasteignamarkaðnum farið illa út úr því. Arkitektar hvað verst, en í heild voru um 180 arkitektar atvinnulausir í lok maí samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert