Flugslysið rannsakað

Frá Vopnafirði
Frá Vopnafirði mats.is

Fulltrúar Rannsóknarnefndar flugslysa eru að störfum þar sem lítil einkaflugvél, af Cessna gerð, brotlenti skammt frá Selá í Vopnafirði síðdegis. Tveir menn voru um borð í vélinni. Frekar upplýsingar er ekki að hafa um slysið ennþá. 

Vélin er fjögurra sæta. Hún lenti á Vopnafjarðarflugvelli laust eftir klukkan tvö í dag, fór aftur í loftið um klukkan fjögur og áætlað var að hún lenti á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ klukkan sex. Fljótlega eftir að flugvélin fór í loftið frá Vopnafirði bárust flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík þær upplýsingar frá Neyðarlínunni að vélin hefði brotlent.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu en fór ekki í loftið. Sjúkraflugvél var hins vegar send frá Akureyri til Vopnafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert