Handbært fé ríkissjóðs minnkar um 72,4 milljarða

Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs á fyrstu fimm mánuðum ársins var neikvætt um 37 milljarða króna, sem er 72,4 milljörðum lakari útkoma en á sama tímabili í fyrra. Tekjur reyndust um 22,3 milljörðum króna lægri en í fyrra á meðan að gjöldin hækka um 50 milljarða króna.

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fimm mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir.

Innheimtar tekjur ríkissjóðs á tímabilinu voru rúmlega 172 milljarðar króna sem er um 22 milljörðum lakara en á sama tíma árið 2008. Áætlun fjárlaga gerði ráð fyrir að innheimtar tekjur yrðu rúmlega 184 milljarðar og er frávikið því 12 milljarðar króna. Munar þar mest um lægri skatta á vöru og þjónustu en gert var ráð fyrir í áætluninni. Skatttekjur og tryggingagjöld námu rúmlega 149 milljörðum sem endurspeglar 16,6% samdrátt að nafnvirði eða 29,6% að raunvirði miðað við hækkun almenns verðlags (VNV án húsnæðis).

Skattar á tekjur og hagnað námu rúmlega 71 milljarði króna og drógust saman um 4,1% að nafnvirði samanborið við fyrstu fimm mánuði ársins 2008. Þar af nam tekjuskattur einstaklinga rúmum 36 milljörðum sem er 6,0% samdráttur að nafnvirði. Tekjuskattur lögaðila var tæplega 7 milljarðar og dróst saman um 31,5% að nafnvirði en fjármagnstekjuskattur nam um 28 milljörðum sem er 9,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Innheimta eignarskatta var um 2,1 milljarður sem er samdráttur um 41,8% frá fyrra ári, þar af voru stimpilgjöld 1,3 milljarðar og drógust þau saman um 54,7%.

Innheimta almennra veltuskatta nam rúmlega 57 milljarðar á tímabilinu og dróst saman um 28,2% að nafnvirði á milli ára eða 39,4% að raunvirði. Virðisaukaskattur nam tæplega 39 milljörðum á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um 18 milljarða frá sama tíma 2008. Samdrátturinn nemur 31,8% að nafnvirði eða sem samsvarar 42,4% að raunvirði. Hvað aðra helstu liði veltutengdra skatta varðar er samdrátturinn milli ára mestur í vörugjöldum af ökutækjum eða yfir 90%. Tekjur af tollum og aðflutningsgjöldum námu tæpum 2 milljörðum króna og tekjur af tryggingagjöldum voru rúmlega 15 milljarðar sem er samdráttur um annars vegar 32,0% og hins vegar 10,4% á milli ára.

Greidd gjöld nema 209,1 milljarði króna og hækka um 50,0 milljarða frá fyrra ári, eða um 31,5%. Milli ára hækka útgjöld mest til almennrar opinberrar þjónustu um 18,5 milljarða, þar sem vaxtagreiðslur ríkissjóðs skýra 15,9 milljarða. Þá hækka útgjöld til almannatrygginga og velferðarmála  um 15,4 milljarða sem skýrist að mestu með 9,6 milljarða króna hækkun útgjalda atvinnuleysistryggingasjóðs á milli ára, 2,2 milljarðar vegna útgjalda lífeyristrygginga sem hækka um 12,4% og barnabótum sem hækka um 963 milljónir króna milli ára.  Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 7,4 milljarða króna milli ára þar sem útgjöld til sjúkratrygginga skýra 4,8 milljarða króna og útgjöld til Landspítala aukast um 1,3 milljarða. Útgjöld til efnahags- og atvinnumála aukast um 4,6 milljarða króna og skýra framkvæmdir Vegagerðarinnar um 1,4 milljarða króna aukningu milli ára og Hafnarbótasjóður 728 milljónir króna. Útgjöld til menntamála aukast um 1,8 milljarða króna þar sem útgjöld til Háskóla Íslands aukast um 788 milljónir króna og útgjöld til Lánasjóðs íslenskra námsmanna aukast um tæpar 500 milljónir milli ára.

Lánsfjárjöfnuður ríkissjóðs er neikvæður um 32,9 milljarða króna í maí á móti jákvæðum lánsfjárjöfnuði 9,5 milljörðum á sama tíma í fyrra. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 31,6 milljarða króna og lækkar um 59,1 milljarða milli ára sem skýrist með lækkun á handbæru fé frá rekstri. Frá áramótum hefur ríkissjóður selt ríkisbréf fyrir um 88,4 milljarða og lækkað stofn ríkisvíxla um 13,6 milljarða. Þá tók ríkissjóður lán frá Færeyjum í mars að fjárhæð 300 milljónir danskra króna, jafnvirði 6,4 milljarða íslenskra króna. Á móti námu afborganir 1,3 milljarði króna sem skiptist jafnt á milli spariskírteina og annarra lána ríkissjóðs.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar-maí 2009

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...