Veggur frá landnámsöld við Tjarnarbíó

Fundist hefur veggur frá landnámsöld við Tjarnarbíó í Reykjavík en þar hefur staðið yfir fornleifarannsókn vegna endurgerðar hússins.

Veggurinn, sem kom í ljós fyrr í þessari viku, er með landnámsgjósku sem gefur vísbendingar um aldur hans. Hann liggur frá norðri til suðurs, ofarlega á lóðinni. Engir gripir hafa enn fundist né gólf.

Unnið hefur verið að því síðustu vikur að fjarlægja grunn Brunnhúss sem reist var á lóðinni árið 1837.

Grunnur Brunnshús fannst í portinu norðan við húsið en brunnurinn sjálfur fannst síðastliðið sumar inn í Tjarnarbíói sjálfu.

Með þessu má sjá að alltaf er að bætast við myndina af elsta bæjarstæði Reykjavíkur og minjarnar eru að ná yfir stærra svæði. Syðstu minjar sem áður voru þekktar frá þessu tímabili voru grafnar á lóðinni Suðurgötu 7, árið 1985, um 50m frá þessum stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert