Húsleitir í máli Hannesar lögmætar

Hannes Smárason
Hannes Smárason mbl.is/Golli

Húsleitir efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og haldlagning á gögnum í tengslum við rannsókn á meintum hegningarlagabrotum Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, var lögmæt, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur en Hannes Smárason kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra framkvæmdi húsleit 3. júní sl. á grundvelli úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur 2. júní 2009 í húsnæði lögmannsstofunnar Logos og í tveimur fasteignum í eigu Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, að Fjölnisvegi 9 og Fjölnisvegi 11 og lagði hald á ýmis gögn.

Leitin var gerð í því skyni að finna og haldleggja skjalleg sönnunargögn sem og rafræn gögn sem aðgengileg eru á leitarstöðum hvar svo sem þau kunna að vera varðveitt, og haldleggja muni sem þar kunna að finnast og tengjast rannsókn á meintum brotum Hannesar Smárasonar.

Um er að ræða meint auðgunarbrot vegna viðskipta FL Group hf., (nú Stoða hf.) tengd flugfélaginu Sterling Airlines A/S og meint brot gegn hlutafélagalögum. Umrædd brot séu talin hafa átt sér stað á árinu 2005. Auk þess hefur efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra til frekari rannsóknar meint skattalagabrot, sem kærð voru til embættisins þann 11. maí 2009 af skattrannsóknarstjóra ríkisins. Kæruna má rekja til rannsóknar skattrannsóknarstjóra ríkisins á félaginu FL Group hf.

Hannes Smárason kærði húsleitina og krafðist viðurkenningar á því að húsleitirnar hefðu verið ólögmætar. Þá krafðist hann þess að efnahagsbrotadeildinni yrði gert að skila tafarlaust öllum gögnum sem hald hafði verið lagt á í áðurnefndum húsleitum, að efnahagsbrotadeildinni væri óheimilt að kynna sér þau og yrði gert að eyða öllum afritum af þeim sem kynnu að hafa verið vistuð á tölvum efnahagsbrotadeildar.

Hannes Smárason byggði í kæru sinni einnig á því að hald hefði verið lagt á gögn í húsnæði Logos sem vörðuðu aðra viðskiptamenn stofunnar en Hannes sjálfan og fyrirtæki hans.

Héraðsdómur taldi húsleitirnar og haldlagningu gagna lögmæta og kærði Hannes úrskurðinn til Hæstaréttar.

Í niðurstöðu dóms Hæstaréttar segir að fyrir hafi legið að Hannes væri grunaður um refsiverða háttsemi. Skilyrði fyrir því að leggja hald á gögn hjá Hannesi og lögmanni hans 3. júní 2009 hefðu því verið uppfyllt. Þá hefði Hannes ekki við meðferð málsins gert sérstakar kröfur sem beint hefði verið að tilteknum gögnum sem hald var lagt á 3. júní 2009 umfram það sem hann teldi að hefði verið heimilað með dómsúrskurðinum 2. júní 2009, heldur látið við það sitja að beina kröfum sínum að öllum hinum haldlögðu gögnum. Það væri ekki hlutverk dómstóla að laga kröfur hans að málatilbúnaði hans að þessu leyti. Þá var talið að Hannes Smárason gæti ekki átt aðild að kröfu um skil og meðferð á gögnum sem snertu viðskipti lögmanns hans við aðra viðskiptavini en Hannes sjálfan.

Í yfirlýsingu sem Hannes Smárason sendi frá sér í lok júní, segist hann hafa lagt sig fram um að fylgja þeim lögum og reglum, sem viðskiptalífinu hafi verið sett. Segist Hannes sannfærður um, að niðurstaða á rannsókn á gerðum hans verði sú að engin lög eða reglur hafi verið brotin.

Dómur Hæstaréttar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lítið um blóð í bankanum

14:45 Blóðbankinn leitar blóðgjafa í öllum blóðflokkum til þess að anna mikilli eftirspurn. „Við þurfum að minna blóðgjafa á okkur núna,“ segir Jórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen, forstöðumaður blóðsöfnunar hjá Blóðbankanum. Mikil notkun blóðs veldur því að blóð vantar í alla flokka. Meira »

Sæbjúgnaveiðar bannaðar í Faxaflóa

14:43 Sjávarútvegsráðuneytið hefur gert allar veiðar á sæbjúgum óheimilar frá og með deginum í dag, á tilteknu svæði á Faxaflóa. Þetta kemur fram í reglugerð ráðuneytisins, sem sögð er falla úr gildi 31. ágúst næstkomandi. Meira »

Gleðiljómanum kippt undan honum

14:21 Aðstandendur hins 17 ára gamla Héðins Mána Sigurðssonar, sem greindist með krabbameinsæxli á þriðja stigi í höfði fyrr á árinu, hafa sett af stað söfnun fyrir hann. Héðinn býr í Vogum á Vatnsleysuströnd og þarf að fara nánast daglega á Barnaspítala Hringsins í lyfja- og geislameðferðir. Meira »

Nýtt hótel rís hjá Geysi

13:15 Ný hótelbygging við Geysi í Haukadal er vel á veg komin en u.þ.b. ár er þar til að hótelið verður opnað. Herbergin í nýju byggingunni verða 77 talsins og lagt er upp með að þau verði rýmri en gengur og gerist. Meira »

Ingvar og Anna fyrst í Rangárþingi Ultra

13:07 Fjallahjólakeppnin Rangárþing Ultra var haldin í fyrsta skipti laugardaginn 22. júlí. Keppnin gekk vel og um 80 keppendur hjóluðu. Þrátt fyrir örlítinn mótvind á síðari hluta leiðarinnar skiluðu sér allir í mark. Meira »

Skipstjóri sleit rafstreng á veiðum

12:57 Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir almannahættubrot og stórfelld eignaspjöll með því að hafa togað með toghlerum og rækjutrolli þvert yfir rafstreng sem lá neðansjávar við innanverðan Arnarfjörð. Maðurinn var skipstjóri á dragnótabáti. Meira »

Sól og 25 stig í vikunni

12:11 Sól og hiti verður á landinu í dag og á morgun, og gera má ráð fyrir allt að 25 stiga hita þar sem best lætur. Verður það á Norðausturlandi, þar sem hiti var kominn í 23 stig klukkan 11 í morgun. Á höfuðborgarsvæðinu er hiti kominn í 17 gráður. Meira »

„Svæðið er allt að fara í rúst“

12:39 Formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir ekki hafa annað komið til greina en að hefja gjaldtöku við fossinn svo unnt sé að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu og öryggisgæslu. Honum er ekki kunnugt um annað en að viðbrögð gesta vegna gjaldtökunnar hafa verið góð. Meira »

John Snorri er kominn í þriðju búðir

11:59 John Snorri Sigurjónsson sem reynir nú að klífa fjallið K2 er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. Meira »

Strætó mun bregðast við álaginu

11:46 „Við munum vinna þetta í samvinnu og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi Strætó, en fyrirtækið mun á næstu dögum bregðast við auknu álagi vegna fjölda erlendra skáta sem komnir eru hingað til lands á alþjóðlegt skátamót. Meira »

Endurnýjun flotans vekur athygli

11:20 Yfirstandandi endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans hefur ekki farið fram hjá erlendum fyrirtækjum. Áhugi þeirra á þátttöku í Íslensku sjávarútvegssýningunni hefur stóraukist miðað við síðustu ár, að sögn Marianne Rasmussen-Coulling, stjórnanda sýningarinnar. Meira »

Reyndu að lokka drengi upp í bíl

11:00 Tveir menn á appelsínugulum bíl reyndu að lokka þrjá drengi inn í bíl til sín í Grafarholtinu á laugardaginn. Frá þessu greindi áhyggjufullt foreldri inni á Facebook-síðu sem kallast „Ég er íbúi í Grafarholti“. Meira »

Glæfraakstur í umferðarþunga helgarinnar

10:47 Lögreglan á Norðurlandi vestra sektaði 69 manns fyrir of hraðan akstur um helgina. Sá sem ók hraðast mældist á 147 km/klst. Þung umferð var um helgina fyrir norðan enda veðrið með eindæmum gott þar. Meira »

Gefur kost á sér til formennsku SUS

10:15 Ingvar Smári Birgisson gefur kost á sér til formennsku Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á 44. þingi sambandsins sem fer fram á Eskifirði dagana 8. til 10. september næstkomandi. Meira »

Gjaldheimtan „tímabundin aðgerð“

09:37 „Í raun og veru lítum við á þetta sem tímabundna aðgerð og auðvitað helgast framhaldið svolítið af því hvað ríkisvaldið gerir í þessum efnum og við höfum náttúrlega lengi verið að bíða eftir því,“ segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings, í samtali við mbl.is. Meira »

Bjó til torfærubraut á Egilsstöðum

10:45 Mikill undirbúningur hefur staðið yfir í sumar fyrir Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Meðal annars hefur verið útbúin torfærubraut í Selskógi, en keppt verður í fjallahjólreiðum á mótinu. Meira »

Annar drengjanna enn á spítala

10:13 Tveir 16 ára dreng­ir voru flutt­ir á bráðadeild­ina í Foss­vogi eft­ir fjór­hjóla­slys á gatna­mótum Haga­lækj­ar og Laxa­lækj­ar á Sel­fossi í gærkvöldi. Annar þeirra hefur verið útskrifaður en hinn liggur enn á spítala og er alvarlega slasaður. Meira »

Kenna krökkum klifur á Grænlandi

08:40 Íslenskir fjallaleiðsögumenn standa fyrir verkefninu East Greenland Rock Climbing Project (EGRP) þar sem markmiðið er að setja upp klifurleiðir og kenna grænlenskum börnum að klifra. Meira »
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
BÍLAKERRUR NÝ SENDING TIL AFGREIÐSLU
Vorum að fá sendingu af vinsælu HULCO fjölnotakerrunum, sjá fjölda mynda bæði á ...
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...