Ósvífin og ódýr afgreiðsla á eigin ábyrgð

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Árni Sæberg

„Ég hef aldrei séð ódýrari eða ósvífnari afgreiðslu á eigin aðild að máli heldur en hjá Davíð í þessu viðtali,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra um viðtal Morgunblaðsins við Davíð Oddsson fyrrverandi Seðlabankastjóra í dag.

„Við höfum ekkert sagt hér sem ekki var margsagt áður og ekki bara sagt heldur undirritað af ráðherrum í fráfarandi ríkisstjórn,“ segir Steingrímur um þær fullyrðingar Davíðs í Morgunblaðinu í dag að yfirlýsingar Steingríms og Jóhönnu Sigurðardóttur um Icesave hafi stórskaðað málstað Íslendinga.

„Davíð Oddson, einhver valda- og áhrifamesti maður á Íslandi í hartnær tvo áratugi, kemur nú fram að því er virðist að eigin áliti þannig að hann beri enga ábyrgð á einu eða neinu sem úrskeiðis hafi farið og það sé allt einhverjum öðrum að kenna og jafnvel sérstaklega þeim sem eru að reyna að bjarga hlutunum eftir hans valdatíð,“ segir Steingrímur.

Svart á hvítu með undirskrift Davíðs

Davíð sé það mikill þátttakandi í atburðarásinni sjálfur að það sé umhugsunarefni að hann kjósi að blanda sér í umræðuna með þessum hætti. „Það er fyrst og fremst með vísan til þess í hvaða farveg málið var sett af hálfu fyrrverandi ríkisstjórnar með bréfum frá íslenskum ráðaneytum, með yfirlýsingu fyrrverandi forsætisráðherra, með undirritun minnisblaða og samstarfyfirlýsinga. Og þar á meðal er samstarfyfirlýsing við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 sem Davíð Oddsson seðlabankastjóri undirritar sem annar af tveimur fulltrúum íslenskra stjórnvalda.“

Þar standi svart á hvítu að Ísland undirgangist ábyrgð sína á innistæðutryggingunum að fullu. Steingrímur segir ennfremur að Davíð virðist í viðtalinu rugla saman skýrslum og af hverjum þær hafi verið unnar sem bendi til að hann hafi mjög lauslega kynnt sér málin. Sérstaklega sé ævintýralegt hvernig hann reyni að snúa málinu þannig á haus að það sé allt saman á ábyrgð núverandi ríkisstjórnar. „Ég hef aldrei nokkurn tíma séð einn mann reyna að komast undan sjálfum sér með þessum hætti, þetta er með því ævintýralegasta sem ég hef séð.“

Vonaði að þætti Davíðs væri lokið

„Ætlar hann með þessu að hjálpa þeim sem eru teknir við keflinu? Er þetta aðgerð af hans hálfu svipuð heimsókn hans á landsfund Sjálfstæðisflokksins í vetur? Er það Davíð Oddsson eða framtíð Íslands sem skiptir máli hér? Ég verð að játa að ég átta mig ekki alveg á því hvað að baki liggur.“

Þannig segir Steingrímur ekkert efnislegt í viðtalinu sem standist eða skipti neinu máli. „Ég hélt nú satt best að segja að þessum kafla í íslenskri stjórnmála- og fjölmiðlasögu væri lokið að allt færi af hjörunum þegar heyrist í Davíð Oddssyni. Ég var farinn að vona að hann væri sáttur við sitt hlutskipti, hættur í stjórnmálum og kæmist vel af en menn ætla seint að komast út úr þessari meðvirkni.“

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja bregðast við áskorun þingkvenna

12:27 13 karlar úr röðum þingmanna úr öllum flokkum hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir fullum vilja til að „ að bregðast við áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum sem birtist í gær undir yfirskriftinni „Í skugga valdsins“. Meira »

Snjóflóðahætta á Vestfjörðum

12:00 Búið er að lýsa yfir óvissustigi vegna snjóðflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum og þá hefur Veðurstofan uppfært veðurviðvörunina fyrir svæðið upp í appelsínugult. „Það snjóar áfram og er leiðinda hvassviðri og ófærð og svo bætir snjóflóðahættan ekki úr skák,“ segir veðurfræðingur. Meira »

Sértækur byggðakvóti eykst um 12%

11:07 Sértækur byggðakvóti Byggðastofnunar eykst um 701 tonn frá fyrra fiskveiðiári og er 6.335 tonn fiskveiðiárið 2017/2018. Þetta segir í fréttatilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu og ennfremur að stefna stjórnvalda undanfarin ár hafi verið að auka vægi sértæks byggðakvóta enda hafi hann almennt reynst vel sem byggðafestuaðgerð. Meira »

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

11:00 Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Meira »

Vinnuveitendur sýni þolendum stuðning

10:55 Samtök launafólks kalla eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Það er ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Meira »

Sex bjóða sig fram til varaformanns KÍ

10:54 Sex bjóða sig fram til varaformanns Kennarasambands Íslands en framboðsfrestur rann út á miðnætti í gær, þriðjudaginn 21. nóvember. Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram dagana 7. til 13. desember 2017. Nýr varaformaður KÍ tekur við embætti á 7. þingi Kennarasambands Íslands sem fram fer í apríl á næsta ári. Meira »

„Mynd segir meira en þúsund orð“

10:39 „Mynd segir meira en þúsund orð. Stundum duga orðin ekki til, maður fær einhverja tilfinningu,“ segir Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri, inntur eftir því hvað hann meinti nákvæmlega þegar hann gagnrýndi prófílmynd Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, vara­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins. Meira »

Frestuðu Öræfajökulsfundi vegna veðurs

10:51 Íbúafundur sem lögreglustjórinn á Suðurlandi og almannavarnarnefnd Hornafjarðar ætluðu að halda í gærkvöldi vegna Öræfajökuls var frestað vegna veðurs. Meira »

Staðan á íbúðamarkaði aðkallandi á Vesturlandi

10:29 Staðan á íbúðamarkaði er sá þáttur sem er hvað mest aðkallandi varðandi búsetuskilyrði á Vesturlandi að mati íbúa í landshlutanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Íbúakönnun á Vesturlandi: Staða og mikilvægi búsetuskilyrða, sem nýlega kom út. Meira »

Þurfti að fjölga sætum í dómsalnum

10:27 Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í Mosfellsdal hinn 7. júní í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar, mætti í dómsal rétt í þessu í fylgt lögreglumanna, en aðalmeðferð málsins er hafin. Aðstandendur beggja fylltu dómsalinn og þurfti að fjölga sætum í salnum. Meira »

Neyðarrýmingaráætlun gefin út í dag

10:11 Neyðarrýmingaráætlun verður að öllum líkindum gefin út í dag vegna Öræfajökulssvæðisins.  Meira »

Formennirnir funda áfram í dag

10:09 Fundað er áfram í dag í viðræðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um fyrirhugað ríkisstjórnarsamstarf flokkanna. Fundurinn hófst klukkan 10 í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Meira »

Þrír sendifulltrúar til Bangladess

10:01 Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi eru komnir til Cox‘s Bazar í Bangladess til að hefja störf á tjaldsjúkrahúsi sem komið hefur verið upp fyrir flóttafólk frá Rakhine-héraði í Búrma. Meira »

Opna Vínbúðina í Kauptúni

09:00 Vínbúð verður opnuð í Kauptúni í Garðabæ á morgun, fimmtudag, kl. 11, en frá því er greint á heimasíðu ÁTVR. Á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var bæjarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn ÁTVR um starfsemi sérverslunar í miðbæ Garðabæjar. Meira »

Nýtt framboð fyrrverandi Framsóknaroddvita

08:45 Ómar Stefánsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, er einn þeirra sem koma að stofnun nýs bæjarmálafélags í bænum sem hyggst bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar næstkomandi vor. Hann segir framboðið ekki tengjast neinni tiltekinni stjórnmálastefnu. Meira »

Yfirheyrð áfram í tengslum við vændi

09:11 Ákveðið verður þegar líður á morguninn hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum og konunni sem voru handtekin í gær vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Mjög illa farinn í andliti eftir árás

08:47 Maðurinn sem varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í Melgerði skömmu fyrir miðnætti í gærkvöldi er mjög illa farinn í andliti eftir barsmíðar. Meðan annars brotnuðu í honum tennur. Meira »

Vara við 35 m hviðum við Svínafell

08:27 Lokað er um Fróðárheiði og á kafla vestan við Búðir að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Veðurfræðingur varar þá við því að við Svínafell í Öræfum sé reiknað með hviðum um 35 m/s frá því um kl. 14-15 og undir kvöld hvassara, og sviptivindar verði á fleiri stöðum á milli Lómagnúps og Hafnar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Crystal clean spray
Crystal clean spray, silver spray og multimedia hreinsispray komið. Slovak Krist...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
 
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...