Óvissa með laun starfsmanna

Starfsmenn SPRON héldu fund í dag til þess að fara yfir stöðu mála varðandi ógreidd laun í uppsagnarfresti. Fram kom að slitastjórn SPRON mun ekki greiða laun til starfsmanna nema að lögum verði breytt.  

Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hún telji að ekki þurfi lagabreytingu til að slitastjórn Spron sé heimilt að greiða fyrrverandi starfsmönnum laun í uppsagnarfresti. „Ég sé ekki betur en að slitastjórnin hafi fullar heimildir til að greiða launin og sé það skylt, svo fremi að eignir séu til fyrir greiðslu launa og annarra forgangskrafna í þrotabúi Spron,“ sagði Álfheiður við blaðamann mbl.is fyrr í dag.

Starfsmenn telja hins vegar að réttarstaða þeirra sé í algjörri óvissu og þeir geti hvorki sótt um atvinnuleysisbætur né laun í ábyrgðarsjóð launa á meðan þessi staða er uppi.  „Ljóst er af yfirlýsingum stjórnvalda að tilgangur lagabreytinga sem samþykkt voru þann 29. maí síðastliðinn var að tryggja starfsmönnum fjármálafyrirtækja, þar með talið, starfsmanna SPRON laun í uppsagnarfresti," að því er segir í tilkynningu frá starfsmönnum SPRON.

Starfsmenn skora því á stjórnvöld að leysa úr málinu eins fljótt og auðið er og grípa til aðgerða til þess að unnt verði að greiða út laun sem allra fyrst.
 
viðskiptanefnd Alþingis að leysa málið hið fyrsta.
 
„Til: Viðskiptanefndar Alþingis
 
Berist til: Álfheiðar Ingadóttur, formanns viðskiptanefndar.
 
 
Í dag var haldinn starfsmannafundur hjá starfsmönnum SPRON við húsakynni félagsins í Lágmúla. Nokkrir fulltrúar starfsmanna ásamt fulltrúa frá SSF (samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja) höfðu fengið fund með slitastjórn SPRON varðandi launakröfur skömmu áður.
 
Á fundi með slitastjórn kom fram að slitastjórnin hafði fundað með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudaginn 1. júlí til að ræða stöðu starfsmanna SPRON. Samkvæmt slitastjórn SPRON var sameiginleg niðurstaða þess fundar að vísa málinu til viðskiptanefndar Alþingis.
 
Það er ljóst eftir fund með slitastjórn fyrr í dag að hún muni ekki beita sér frekar í málinu nema lagabreyting komi til. Túlkun þeirra á lögum 61/2009 er sú að það skorti lagaheimild til að greiða laun til starfsmanna í uppsagnarfresti hjá slitastjórn þar sem SPRON fór aldrei í greiðslustöðvun.
 
Niðurstaða starfsmannafundarins var að senda formlegt bréf til viðskiptanefndar Alþingis þar sem okkar stöðu er lýst.
 
Það er krafa okkar að viðskiptanefnd Alþingis beiti sér fyrir því í einu og öllu að þessa augljósa mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum," að því er segir í bréfi starfsmanna SPRON.

mbl.is

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Aflagrandi 40 við byrjum daginn á opnu
Félagsstarf
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...