Óvissa með laun starfsmanna

Starfsmenn SPRON héldu fund í dag til þess að fara yfir stöðu mála varðandi ógreidd laun í uppsagnarfresti. Fram kom að slitastjórn SPRON mun ekki greiða laun til starfsmanna nema að lögum verði breytt.  

Álfheiður Ingadóttir, formaður Viðskiptanefndar Alþingis, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að hún telji að ekki þurfi lagabreytingu til að slitastjórn Spron sé heimilt að greiða fyrrverandi starfsmönnum laun í uppsagnarfresti. „Ég sé ekki betur en að slitastjórnin hafi fullar heimildir til að greiða launin og sé það skylt, svo fremi að eignir séu til fyrir greiðslu launa og annarra forgangskrafna í þrotabúi Spron,“ sagði Álfheiður við blaðamann mbl.is fyrr í dag.

Starfsmenn telja hins vegar að réttarstaða þeirra sé í algjörri óvissu og þeir geti hvorki sótt um atvinnuleysisbætur né laun í ábyrgðarsjóð launa á meðan þessi staða er uppi.  „Ljóst er af yfirlýsingum stjórnvalda að tilgangur lagabreytinga sem samþykkt voru þann 29. maí síðastliðinn var að tryggja starfsmönnum fjármálafyrirtækja, þar með talið, starfsmanna SPRON laun í uppsagnarfresti," að því er segir í tilkynningu frá starfsmönnum SPRON.

Starfsmenn skora því á stjórnvöld að leysa úr málinu eins fljótt og auðið er og grípa til aðgerða til þess að unnt verði að greiða út laun sem allra fyrst.
 
viðskiptanefnd Alþingis að leysa málið hið fyrsta.
 
„Til: Viðskiptanefndar Alþingis
 
Berist til: Álfheiðar Ingadóttur, formanns viðskiptanefndar.
 
 
Í dag var haldinn starfsmannafundur hjá starfsmönnum SPRON við húsakynni félagsins í Lágmúla. Nokkrir fulltrúar starfsmanna ásamt fulltrúa frá SSF (samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja) höfðu fengið fund með slitastjórn SPRON varðandi launakröfur skömmu áður.
 
Á fundi með slitastjórn kom fram að slitastjórnin hafði fundað með fulltrúum viðskiptaráðuneytis á föstudaginn 1. júlí til að ræða stöðu starfsmanna SPRON. Samkvæmt slitastjórn SPRON var sameiginleg niðurstaða þess fundar að vísa málinu til viðskiptanefndar Alþingis.
 
Það er ljóst eftir fund með slitastjórn fyrr í dag að hún muni ekki beita sér frekar í málinu nema lagabreyting komi til. Túlkun þeirra á lögum 61/2009 er sú að það skorti lagaheimild til að greiða laun til starfsmanna í uppsagnarfresti hjá slitastjórn þar sem SPRON fór aldrei í greiðslustöðvun.
 
Niðurstaða starfsmannafundarins var að senda formlegt bréf til viðskiptanefndar Alþingis þar sem okkar stöðu er lýst.
 
Það er krafa okkar að viðskiptanefnd Alþingis beiti sér fyrir því í einu og öllu að þessa augljósa mismunun gagnvart 130 starfsmönnum og fjölskyldum þeirra sé leiðrétt, hvort sem það er með lagabreytingu eða öðrum úrræðum," að því er segir í bréfi starfsmanna SPRON.

mbl.is

Innlent »

Stóð á miðjum vegi er ekið var á hann

11:52 Ferðamaðurinn, sem lést er á hann var ekið á þjóðvegi 1 á Sólheimasandi í september í fyrra stóð á miðjum veginum og sneri baki í bílinn sem ekið var vestur Suðurlandsveg. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að maðurinn hafi ekki gætt að sér og verið dökkklæddur og án endurskinsmerkja. Meira »

Hótaði sjómönnum ekki lagasetningu

10:49 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi hvort rétt væri að hún hefði hótað að setja lög á sjómannaverkfallið aðfaranótt laugardagsins sem verkfallið leystist. Meira »

„Krónan búin að vera dýrt spaug“

10:25 „Forgangsmálið hjá okkur í þessum kosningum er krónan og þar nær maður strax til fólksins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni nú í morgun. „Það er orðið langþreytt á henni.“ Meira »

Lögbrot að aka aflmeiri bifhjólum á stígum

09:45 Séu breytingar gerðar á bifhjóli í flokki I þannig að afl þess og hámarkshraði fari upp fyrir 25 km/klst, þá færist það upp í þann flokk bifhjóla sem afl þess og mögulegur hámarkshraði tilheyrir og þá þarf m.a. ökuréttindi og viðeigandi tryggingar. Þetta segir Einar M. Magnússon hjá Samgöngustofu. Meira »

„Ég greiddi frelsið með æskunni“

09:00 „Kannski hef ég misst svo mikið að ég er ekki hrædd við að missa lífið. Ég er 22 ára og þetta eru stór orð fyrir unga stúlku,“ segir hin norsk-íraski aðgerðasinninn Faten Mahdi Al-Hussaini. Hún kveðst ekki vera ekki höfuðslæðan sem hún ber, heldur góð stelpa, vel gefin, ljóshærð, skemmtileg og sterk. Meira »

Hvöss austanátt með kvöldinu

08:54 Hvessa fer af austri þegar líður á daginn. Þessu fylgir rigning eða súld á köflum sunnan- og austantil á landinu, en annars verður víða þurrt. Hiti að deginum 3 til 10 stig og sums staðar vægt frost inn til landsins í fyrstu og ættu vegfarendur að vera á varðbergi gagnvart hálku frameftir morgnum. Meira »

Hvaða flokkur speglar þínar skoðanir?

07:51 Ert þú óviss hvað þú eigir að kjósa, en veist að þú vilt þú sjá verðtrygg­ing­una fara veg allr­ar ver­ald­ar. Eða viltu kasta krón­unni? Kaupa áfengi í mat­vöru­versl­un­um? Hvernig ríma þær skoðanir þínar við af­stöðu stjórn­mála­flokk­anna? Meira »

Vona að fólk fái hlýtt í hjartað

08:00 Nýir þættir Sigríðar Halldórsdóttur, Ævi, sem fjalla um mannsævina frá vöggu til grafar, hefja göngu sína á RÚV um helgina. „Þetta er risastórt umfjöllunarefni, ég veit ekki alveg hvers konar mikilmennskubrjálæði þetta er að taka fyrir lífið allt,“ segir Sigríður. Meira »

Stakk af frá umferðaróhappi

07:20 Ökumaður stakk af frá umferðaróhappi á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar á fjórða tímanum í nótt. Þá ók lögregla ók utan í bíl ökumanns sem neitaði að virða beiðni hennar um að stöðva bílinn. Meira »

Hækkuðu um 82% í verði

07:00 Reykjavíkurborg keypti í byrjun hausts 24 íbúðir á Grensásvegi 12 fyrir 785 milljónir króna. Seljandi keypti sama verkefni af fyrri eiganda í maí 2015 og var kaupverðið þá 432,5 milljónir. Meira »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...