Fékk í skrúfuna

Sigurvin er á leið til Siglufjarðar með bát í togi.
Sigurvin er á leið til Siglufjarðar með bát í togi. Einar Falur Ingólfsson

Björgunarskipið Sigurvin er nú á leið til Siglufjarðar með lítinn fiskibát í togi. Einn maður er í áhöfn bátsins og amar ekkert að honum og engin hætta talin vera á ferðum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og Vaktstöð siglinga.

Báturinn var að veiðum vestur af Sauðanesi í morgun, um 7 mílur frá landi, þegar hann fékk í skrúfuna og gat sig hvergi hrært. Skipverjinn kallaði þá eftir aðstoð og bað um að björgunarskip kæmi og drægi hann í land.

Margir bátar eru nú á sjó að sögn Landhelgisgæslunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert