Fréttaskýring: Innstæðutryggingar ná ekki yfir hrunið

Þeir sem vilja rukka okkur leita til dómstóls hér á ...
Þeir sem vilja rukka okkur leita til dómstóls hér á landi, sagði Davíð Oddsson í viðtali við Morgunblaðið. Ríkið á ekki að borga að óþörfu. mbl.is/Golli

Hvergi er minnst á ríkisábyrgð í skýrslu um innstæðutryggingakerfi sem unnin var undir stjórn Jean-Claude Trichet, núverandi bankastjóra Seðlabanka Evrópu.

Skýrslan var unnin árið 2000 þegar Trichet var bankastjóri franska seðlabankans, og er hún aðgengileg á vef Banque France, franska seðlabankans. Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, vísaði til skýrslunnar í viðtali við Morgunblaðið á sunnudag, og hefur Tómas I. Olrich, sendiherra í Frakklandi, staðfest að hafa sent eintak af þessari skýrslu til utanríkisráðuneytisins.

Í skýrslunni segir raunar að reglum Evrópusambandsins um innstæðutryggingar, sem Íslendingar innleiddu á grundvelli EES-samningsins, sé alls ekki ætlað að eiga við kerfislægt bankahrun. Innstæðutryggingakerfið hafi heldur ekki burði til slíks. Til þess þurfi að beita öðrum aðgerðum, sem hljóti að falla inn á verksvið annarra hluta „öryggisnetsins“, svo sem seðlabanka eða stjórnvalda viðkomandi ríkis.

Meiriháttar veikleiki

Hvort eða hvernig þessir aðilar skulu bregðast við er hins vegar ósagt látið. Viðbrögð stjórnvalda eða hvers kyns björgunaraðgerðir vegna hruns, eins og þess sem hér hefur orðið, er ekki innan rammans sem reglurnar fjalla um.

Fjármálakreppan sem þjakar nú heimsbyggðina „hefur sýnt að núverandi fyrirkomulag innstæðutryggingakerfa í aðildarríkjum var meiriháttar veikleiki í bankaregluverki Evrópusambandsins“. Þetta segir í skýrslu sem unnin var undir stjórn Jacques de Larosiere fyrir framkvæmdastjórn ESB og kom út nú í febrúar.

Þar segir ennfremur að þrátt fyrir að nú liggi fyrir tillaga til að bæta þetta fyrirkomulag, sé enn óleyst hvað skuli taka til bragðs ef innstæðutryggingakerfið stendur ekki undir skuldbindingunum líkt og gerst hefur á Íslandi.

Fórnarlamb gloppu í kerfinu

Af hálfu sérfræðinga Evrópusambandsins virðist því ljóst að gloppa er í kerfinu og að íslenska ríkið er fórnarlamb þeirrar óvissu sem gloppan skapar. Því má spyrja hvort yfir höfuð eigi við að vísa til evrópska innstæðutryggingakerfisins þegar tala eða semja á um glötuð innlán í íslenskum bankastofnunum.

Íslensk stjórnvöld hafa hingað til hafnað því að fara með Icesave-málið fyrir dómstóla til að skera úr um hvort ábyrgðin skuli vera á þeirra herðum, m.a. á þeim forsendum að viðsemjendur, stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi, taki það ekki í mál. Allmargir lögfræðingar sem og aðrir landsmenn hafa mótmælt þessari afstöðu frá upphafi og má byggja þau að mörgu leyti á þessari spurningu:

Ef innstæðutryggingasjóðurinn á ekki við í tilviki bankahruns, hver annar en dómstóll getur þá sagt til um hvort íslenska ríkið eigi að borga Icesave-skuldirnar eður ei?

S&S

Um hvað snúast innstæðutryggingarnar?

Tilskipun ESB um að tryggja innstæður í bönkum er frá árinu 1999. Hún á að tryggja fjárhagslegan stöðugleika og sjá til þess að innstæðueigendur tapi ekki óheyrilegum fjárhæðum þótt fjármálastofnun þurfi að loka.

Hvernig tengjast þær Icesave-skuldunum?

Þar sem fjártjón Hollendinga og Breta vegna Icesave er hluti af kerfislægu hruni íslensku bankanna, má ætla að tilskipunin um innstæðutryggingar eigi ekki við, ljóst þykir að það kerfi ráði ekki við allsherjarhrun. Þetta kemur fram í skýrslum Trichet og de Larosiere, sem báðar eru opinberar og aðgengilegar á vefnum.

Hví þá að borga?

Íslensk stjórnvöld hafa hafnað dómstólaleiðinni en óljóst er af hverju „við“ ættum að borga. Allmargir lögfræðingar mótmæla þessari afstöðu, nauðsynlegt sé að skera fyrst úr um hvort ríkið sé greiðsluskylt eður ei.

Innlent »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár þá var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Erum á Íslandi, ekki banana­lýðveldi

14:21 Nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands, Þuríður Harpa Sigurðardóttir, segir nýtt starf leggjast vel í sig. „Ég er bara bjartsýn og full af baráttuhug. Nú langar mig bara að fara að beita mér fyrir þann þjóðfélagshóp sem ég tilheyri,“ segir Þuríður. Meira »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
HÚSAVIÐGERÐIR
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...