Bankastjóra Kaupþings hótað

Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings
Finnur Sveinbjörnsson forstjóri Kaupþings Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Finni Sveinbjörnssyni bankastjóra Nýja Kaupþings og eiginkonu hans var hótað bréfleiðis í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að jafnvel stæði til að afskrifa hluta skulda Björgólfsfeðga hjá bankanum. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Starfsfólk bankans hafi fengið að finna fyrir þessu síðasta sólarhring og sá bankinn sig knúinn til að upplýsa í dag að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um afskriftir. Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri segir það hafa verið gert þrátt fyrir bankaleynd.

Finnur svaraði ekki skilaboðum blaðamanna mbl.is og Morgunblaðsins í dag þegar leitað var viðbragða vegna fréttar frá bankanum um að starfsmönnum hafi verið ógnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert