Dýrt fyrir ríkið að selja banka

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslensku ríkisbankarnir gömlu, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, fjármögnuðu sjálfir að stórum hluta kaup Samsonar og S-hópsins á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Samson, félag Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, og um tíma Magnúsar Þorsteinssonar, fékk lán frá gamla Búnaðarbankanum upp á 3,4 milljarða króna, sem nam um 30 prósentum af kaupverði. Þetta lán er nú hjá Nýja Kaupþingi, skv. upplýsingum frá Helga Birgissyni hrl. skiptastjóra Samson.

Egla hf. fékk lán frá Landsbankanum fyrir 35 prósentum af 11,4 milljarða kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Síðar eignaðist Egla 71,2 prósent af hluta S-hópsins og varð síðar meðal stærstu hluthafa Kaupþings. Egla greiddi lánin upp að fullu um mitt ár 2007 þegar félagið var endurfjármagnað. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri Eglu, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær.

Draga dilk á eftir sér

Lánin frá Búnaðarbankanum til Samsonar hafa enn ekki verið greidd upp. Nýja Kaupþing, sem lánin tilheyra nú, hefur krafist þess að skuldin, sem nemur um 4,9 milljörðum auka dráttarvaxta, verði greidd. Á móti hafa Björgólfsfeðgar lagt fram tilboð um að greiða helming af skuldinni við bankann. Krefjast því afskriftar upp á um þrjá milljarða, þar sem skuldin nemur um sex milljörðum. Samson stendur höllum fæti, svo ekki sé meira sagt. Félagið skuldaði um 112 milljarða í lok nóvember í fyrra, þegar félagið var komið í þrot. Stærsta eign félagsins, eignarhluturinn í Landsbankanum, er horfinn úr eignasafninu og sama má segja um margar aðrar eignir.

Samson skuldar því mörgum öðrum en Nýja Kaupþingi stórfé og ekki er ólíklegt að aðrir kröfuhafar verði ósáttir, ef sérstaklega verður séð til þess að Nýja Kaupþing fái miklar endurheimtur en aðrir kröfuhafar ekki. Ekki mun duga til þótt þeir feðgar hafi verið persónulega ábyrgir fyrir láni Nýja Kaupþings, þar sem um persónulegar ábyrgðir, sérstaklega Björgólfs Guðmundssonar, er að ræða á fleiri skuldum í þrotabúi Samsonar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur m.a. borist formlegt erindi frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins til skiptastjóra Samsonar, þar sem forsvarsmenn sjóðsins telja að Björgólfur G. hafi gengist í persónulega ábyrgð fyrir skuldum félagsins við sjóðinn. Björgólfur G. hefur sagt að skuldir sem hann sé í ábyrgðum fyrir séu um 58 milljarðar en upp í þá eigi að vera hægt að fá um 12 milljarða.

Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Samsonar eru skuldabréfaeigendur. Samson skuldar þeim 24,3 milljarða króna. Þar er stærstur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR). Skuld við hann er um tveir milljarðar en Lífeyrissjóður verzlunarmanna kemur næstur með um 1,3 milljarða.

Félagið skuldar öðrum lífeyrissjóðum, s.s. Gildi, Lífeyrissjóði verkfræðinga, Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, Festi lífeyrissjóði, Sameinaða lífeyrissjóðnum, Stapa lífeyrissjóði, Almenna lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði bænda hátt í tíu milljarða.

Aðrir skuldabréfaeigendur eru einstaklingar og smærri fjármálafyrirtæki. Meðal annars var fjárfest í skuldabréfum félagsins af peningamarkaðssjóðum og sjóðum sem Landsbankinn stýrði frá Lúxemborg og ávöxtuðu meðal annars fé erlendra einstaklinga í Frakklandi og á Spáni, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Samson á einnig innstæður í bönkum hér á landi og erlendis. Þar á meðal eru 2,3 milljarðar á reikningum í Landsbankanum.

Fulltrúar Commerzbank, fyrir hönd fleiri erlendra lánveitenda Samsonar, hafa krafist þess í bréfi til skiptastjóra Samsonar, Helga Birgissonar hrl., að 600 milljónir sem eru á reikningi Landsbankans hér á landi verði greiddar til kröfuhafanna. Er það gert á þeim grunni að handveð hafi verið í peningunum sem ekki hafi átt að renna til þrotabúsins heldur beint til lánveitendanna.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »

Jafnréttisstofa án framkvæmdastjóra

07:37 Jafnréttisstofa hefur verið án framkvæmdastjóra frá því Kristín Ástgeirsdóttir lét af störfum að eigin ósk 31. ágúst. Óvissa ríkir um framhald málsins, en starfið var auglýst laust til umsóknar 24. júní. Meira »

Bílstjórans leitað en farþeginn handtekinn

06:23 Lögreglan var við umferðareftirlit seint í gærkvöldi þegar hún veitti bifreið athygli sem oftar en ekki hefur verið ekið af mönnum sem eru undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Ákveðið var að snúa við og ræða við ökumanninn. Meira »

Hægagangur fram yfir kosningar

07:57 Veruleg hætta er á að stjórnarslitin muni valda drætti á að hægt verði að ganga frá kjarasamningum. Þetta er mat forsvarsmanna launþega. Samningar um þriðjungs opinberra starfsmanna eru lausir á árinu. Meira »

Tryggjum að trampólín takist ekki á loft

07:07 Von er á tveimur haustlægðum til landsins í vikunni en sú fyrri kemur á morgun. Veðurfræðingur hvetur fólk til þess að tryggja að trampólín takist ekki á loft í seinni haustlægðinni sem væntanleg er á laugardag. Meira »

Vísað af slysadeild vegna leiðinda

06:08 Lögreglan hafði ekki önnur úrræði en að vista karlmann í fangaklefa vegna óláta og leiðinda. Maðurinn var í vímu þegar hann var handtekinn um eittleytið í nótt og verður í fangaklefa þangað til af honum rennur. Meira »
Frystigámar 20 og 40 feta nýir gámar
Útvegum nýja frystigáma á hagstæðu verði. Holt1.is Vélasala S 4356662/895...
Íslenskir stástólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
ÍSSKÁPUR-UPPÞVOTTAVÉL-ÞURRKARI-SKÁPUR-DISKUR
1) BAUKNECHT ÍSSKÁPUR MEÐ FRYSTI, HÆÐ 140 SM, BREIDD 55 SM, DÝPT 60 SM. ÞÝSKT GÆ...
Barnfóstra óskast!
Erlend hjón búsett í 101 Reykjavik með 4 börn leita að barnfóstru til að aðstoða...
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Kjötsúpa kl. 19 og samkoma kl. 20 í Kr...