Dýrt fyrir ríkið að selja banka

hag / Haraldur Guðjónsson

Íslensku ríkisbankarnir gömlu, Landsbankinn og Búnaðarbankinn, fjármögnuðu sjálfir að stórum hluta kaup Samsonar og S-hópsins á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Samson, félag Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, og um tíma Magnúsar Þorsteinssonar, fékk lán frá gamla Búnaðarbankanum upp á 3,4 milljarða króna, sem nam um 30 prósentum af kaupverði. Þetta lán er nú hjá Nýja Kaupþingi, skv. upplýsingum frá Helga Birgissyni hrl. skiptastjóra Samson.

Egla hf. fékk lán frá Landsbankanum fyrir 35 prósentum af 11,4 milljarða kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum. Síðar eignaðist Egla 71,2 prósent af hluta S-hópsins og varð síðar meðal stærstu hluthafa Kaupþings. Egla greiddi lánin upp að fullu um mitt ár 2007 þegar félagið var endurfjármagnað. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri Eglu, staðfesti það í samtali við Morgunblaðið í gær.

Draga dilk á eftir sér

Lánin frá Búnaðarbankanum til Samsonar hafa enn ekki verið greidd upp. Nýja Kaupþing, sem lánin tilheyra nú, hefur krafist þess að skuldin, sem nemur um 4,9 milljörðum auka dráttarvaxta, verði greidd. Á móti hafa Björgólfsfeðgar lagt fram tilboð um að greiða helming af skuldinni við bankann. Krefjast því afskriftar upp á um þrjá milljarða, þar sem skuldin nemur um sex milljörðum. Samson stendur höllum fæti, svo ekki sé meira sagt. Félagið skuldaði um 112 milljarða í lok nóvember í fyrra, þegar félagið var komið í þrot. Stærsta eign félagsins, eignarhluturinn í Landsbankanum, er horfinn úr eignasafninu og sama má segja um margar aðrar eignir.

Samson skuldar því mörgum öðrum en Nýja Kaupþingi stórfé og ekki er ólíklegt að aðrir kröfuhafar verði ósáttir, ef sérstaklega verður séð til þess að Nýja Kaupþing fái miklar endurheimtur en aðrir kröfuhafar ekki. Ekki mun duga til þótt þeir feðgar hafi verið persónulega ábyrgir fyrir láni Nýja Kaupþings, þar sem um persónulegar ábyrgðir, sérstaklega Björgólfs Guðmundssonar, er að ræða á fleiri skuldum í þrotabúi Samsonar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur m.a. borist formlegt erindi frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins til skiptastjóra Samsonar, þar sem forsvarsmenn sjóðsins telja að Björgólfur G. hafi gengist í persónulega ábyrgð fyrir skuldum félagsins við sjóðinn. Björgólfur G. hefur sagt að skuldir sem hann sé í ábyrgðum fyrir séu um 58 milljarðar en upp í þá eigi að vera hægt að fá um 12 milljarða.

Meðal stærstu kröfuhafa í þrotabú Samsonar eru skuldabréfaeigendur. Samson skuldar þeim 24,3 milljarða króna. Þar er stærstur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR). Skuld við hann er um tveir milljarðar en Lífeyrissjóður verzlunarmanna kemur næstur með um 1,3 milljarða.

Félagið skuldar öðrum lífeyrissjóðum, s.s. Gildi, Lífeyrissjóði verkfræðinga, Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, Festi lífeyrissjóði, Sameinaða lífeyrissjóðnum, Stapa lífeyrissjóði, Almenna lífeyrissjóðnum og Lífeyrissjóði bænda hátt í tíu milljarða.

Aðrir skuldabréfaeigendur eru einstaklingar og smærri fjármálafyrirtæki. Meðal annars var fjárfest í skuldabréfum félagsins af peningamarkaðssjóðum og sjóðum sem Landsbankinn stýrði frá Lúxemborg og ávöxtuðu meðal annars fé erlendra einstaklinga í Frakklandi og á Spáni, eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Samson á einnig innstæður í bönkum hér á landi og erlendis. Þar á meðal eru 2,3 milljarðar á reikningum í Landsbankanum.

Fulltrúar Commerzbank, fyrir hönd fleiri erlendra lánveitenda Samsonar, hafa krafist þess í bréfi til skiptastjóra Samsonar, Helga Birgissonar hrl., að 600 milljónir sem eru á reikningi Landsbankans hér á landi verði greiddar til kröfuhafanna. Er það gert á þeim grunni að handveð hafi verið í peningunum sem ekki hafi átt að renna til þrotabúsins heldur beint til lánveitendanna.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »

Hátt í 2.500 tjalda á Akureyri

Í gær, 17:14 „Við höfum ekki við að færa það til bókar jafnóðum,“ segir Ásgeir Hreiðars­son hjá Útil­ífs- og um­hverf­issmiðstöð skáta sem rek­ur tjaldsvæðin á Ak­ur­eyri, spurður um fjöldann á svæðunum. Hann giskar á að um 2.000 manns séu á Hömrum en 4-500 manns á tjaldsvæðinu á Þórunnarstræti. Meira »

Þyrlan sótti konu í Bláhnjúk

Í gær, 15:21 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna slasaðrar konu á Bláhnjúk. Konan hrasaði við göngu. Björgunarsveitarmenn á Hálendisvakt í Landmannalaugum aðstoðuðu konuna en það reyndist svo krefjandi verkefni að koma konunni af vettvangi að sjúkrabifreið að ákveðið var að kalla til þyrluna, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Keflavík

Í gær, 14:13 Maður­inn sem lést eftir vinnuslys í Plast­gerð Suður­nesja í gær var fæddur árið 1985.   Meira »

Tólfan heldur uppi stuðinu á EM-torginu

Í gær, 16:57 Fjöldi fólks er kominn saman á EM-torginu, Ingólfstorgi, þar sem leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu er sýndur í beinni útsendingu á breiðtjaldi. Meira »

„Óskapnaðurinn“ er Íslandsvinur

Í gær, 15:00 Regnkápa Margrétar Þórhildar Danadrottningar er umdeild í Danmörku, en svo virðist að þetta sé sama kápan og drottningin skrýddist þegar hún kom hingað til lands 1994. Meira »

Mengunin frá rotþró eða dýraúrgangi

Í gær, 13:48 Leitað er að uppsprettu saurkólígerlamengunar í Varmá í Mosfellsbæ en hún er talin stafa annað hvort af rotþróm eða dýraúrgangi. Þetta segir Árni Davíðsson, heil­brigðis­full­trúi Mos­fells­bæj­ar, í sam­tali við mbl.is. Meira »
BMW F650CS + nýr jakki, buxur og hjálmur
BMW F650 CS ferðahjól til sölu. Ekið aðeins 17.000- km. Hjálmageymslubox fylgir....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
AÐALFUNDUR Aðalfundur Ísfélags Vestmann...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...