Gunnlaugur hleypur síðasta áfangann

Hlaupagarpurinn Gunnlaugur Júlíusson
Hlaupagarpurinn Gunnlaugur Júlíusson

 Hlaupagarpurinn Gunnlaugur Júlíusson leggur upp í síðasta áfanga hlaups síns frá Reykjavík til Akureyrar síðdegis í dag.

Gunnlaugur hóf hlaupið á sunnudag og stefnir að því að ljúka því á setningu Landsmót UMFÍ á íþróttavellinum við Hamar um klukkan átta í kvöld. Til stendur að sérstök athöfn verði í Þelamörk, klukkan fimm í dag, þar sem Gunnlaugur hefur síðasta áfanga hlaupsins.

Verkefnið ber heitið „Á rás fyrir Grensás" en með hlaupinu vil Gunnlaugur leggja Grensásdeildinni lið og vekja athygli á fjársöfnun fyrir deildina sem Edda Heiðrún Backman ýtti úr vör fyrir nokkru.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert