Hjáseta kann að ráða úrslitum um aðild að ESB

Umræður um aðildartillögu að ESB héldu áfram á Alþingi í gær. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja líklegt að aðild verði samþykkt með því að nokkrir þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ekki virðist vera nægur stuðningur við tillögur formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn og aðild að Evrópusambandinu.

Verði hún felld kemur tillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn til atkvæða. Heimildarmenn Morgunblaðsins reikna með að hún verði samþykkt, annaðhvort þannig að meirihluti þingmanna greiði henni atkvæði eða nægilega margir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að hún nái samþykki.

Umræður hófust í gærmorgun um Evrópusambandsaðild. Er það önnur umræða og voru margir þingmenn á mælendaskrá.

Til umræðu er stjórnartillaga með lítils háttar breytingartillögu stjórnarmeirihlutans í utanríkismálanefnd.

Þá liggur fyrir tillaga Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá yrði það lagt fyrir þjóðina innan þriggja mánaða hvort sækja ætti um aðild. Fram hefur komið að þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkunum utan Samfylkingarinnar eru fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu.

Ljóst virðist þó að ekki náist meirihluti fyrir tillögunni. Ljóst er að allir 20 þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillögu stjórnarinnar um að sækja um aðild. Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa lýst því yfir á þingi að þau styðji tillöguna.

Líklegt er talið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar muni styðja hana.

Spurning er hvað þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa hallast að Evrópuaðild, gera að felldri tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Útlit er fyrir að þeir muni flestir greiða atkvæði gegn stjórnartillögunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem styður aðild að ESB vill þó ekki gefa upp hvað hún gerir fyrr en umræðan hafi farið fram í þinginu.

Gamalgróin andstaða við aðild er meðal þingmanna VG

Þá er spurning um þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Gamalgróin andstaða er þar innanbúðar gegn aðild að Evrópusambandinu en ríkisstjórnin sem flokkurinn á aðild að hefur það hins vegar á stefnuskrá sinni að sækja um.

Víst þykir að einhverjir úr þeirra hópi muni greiða atkvæði gegn tillögunni. Afstaða Ásmundar Einars Daðasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur hefur komið fram í umræðunni og vitað er að Atli Gíslason, Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Þuríður Backman eru einnig þung í taumi í þessu máli.

Ljóst þykir að sjö til átta þingmenn VG af fjórtán þurfa að styðja tillöguna til að hún fái hreinan meirihluta. Þingmaður annars flokks sem rætt var við taldi að forystumenn stjórnarinnar væru búnir að smala nógu mörgum heim til að tryggja nægan stuðning til að fá tillöguna samþykkta, annaðhvort með hreinum meirihluta þingmanna eða hjásetu þeirra tregu.

mlb.is/Eggert
mbl.is/Kristinn

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
Mitsubishi Outlander 2007 dekurbíll til sölu
1 eigandi frá upphafi, ekinn aðeins 75.000 km. 5 gíra, bensín, 4WD, ný dekk, nýj...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Fjórir stálstólar - nýtt áklæði - þessir gömlu góðu
Er með íslenska stáleldhússtóla, ný klædda, á 12.500 kr. stykkið. Sími 869-2798...
 
Rafræn kosning hofsprestakall
Tilkynningar
Auglýsing um prestskosningu í Hofspr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...