Hjáseta kann að ráða úrslitum um aðild að ESB

Umræður um aðildartillögu að ESB héldu áfram á Alþingi í gær. Heimildarmenn Morgunblaðsins telja líklegt að aðild verði samþykkt með því að nokkrir þingmenn sitji hjá við atkvæðagreiðsluna.

Ekki virðist vera nægur stuðningur við tillögur formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn og aðild að Evrópusambandinu.

Verði hún felld kemur tillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn til atkvæða. Heimildarmenn Morgunblaðsins reikna með að hún verði samþykkt, annaðhvort þannig að meirihluti þingmanna greiði henni atkvæði eða nægilega margir sitja hjá við atkvæðagreiðsluna til að hún nái samþykki.

Umræður hófust í gærmorgun um Evrópusambandsaðild. Er það önnur umræða og voru margir þingmenn á mælendaskrá.

Til umræðu er stjórnartillaga með lítils háttar breytingartillögu stjórnarmeirihlutans í utanríkismálanefnd.

Þá liggur fyrir tillaga Bjarna Benediktssonar og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá yrði það lagt fyrir þjóðina innan þriggja mánaða hvort sækja ætti um aðild. Fram hefur komið að þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkunum utan Samfylkingarinnar eru fylgjandi slíkri atkvæðagreiðslu.

Ljóst virðist þó að ekki náist meirihluti fyrir tillögunni. Ljóst er að allir 20 þingmenn Samfylkingarinnar styðja tillögu stjórnarinnar um að sækja um aðild. Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson, þingmenn Framsóknarflokksins, hafa lýst því yfir á þingi að þau styðji tillöguna.

Líklegt er talið, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að tveir þingmenn Borgarahreyfingarinnar muni styðja hana.

Spurning er hvað þeir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem hafa hallast að Evrópuaðild, gera að felldri tillögu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Útlit er fyrir að þeir muni flestir greiða atkvæði gegn stjórnartillögunni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem styður aðild að ESB vill þó ekki gefa upp hvað hún gerir fyrr en umræðan hafi farið fram í þinginu.

Gamalgróin andstaða við aðild er meðal þingmanna VG

Þá er spurning um þingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Gamalgróin andstaða er þar innanbúðar gegn aðild að Evrópusambandinu en ríkisstjórnin sem flokkurinn á aðild að hefur það hins vegar á stefnuskrá sinni að sækja um.

Víst þykir að einhverjir úr þeirra hópi muni greiða atkvæði gegn tillögunni. Afstaða Ásmundar Einars Daðasonar og Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur hefur komið fram í umræðunni og vitað er að Atli Gíslason, Ögmundur Jónasson, Jón Bjarnason og Þuríður Backman eru einnig þung í taumi í þessu máli.

Ljóst þykir að sjö til átta þingmenn VG af fjórtán þurfa að styðja tillöguna til að hún fái hreinan meirihluta. Þingmaður annars flokks sem rætt var við taldi að forystumenn stjórnarinnar væru búnir að smala nógu mörgum heim til að tryggja nægan stuðning til að fá tillöguna samþykkta, annaðhvort með hreinum meirihluta þingmanna eða hjásetu þeirra tregu.

mlb.is/Eggert
mbl.is/Kristinn

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dagskrá hefst á Ingólfstorgi klukkan 15

Í gær, 23:59 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar sinn annan leik í lokakeppni EM í Hollandi á morgun, laugardag, þegar liðið mætir Sviss. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á EM-torginu við Ingólfstorg. Meira »

Allt að 24 stiga hiti

Í gær, 23:41 Vaxandi suðaustanátt verður á morgun, 8-15 metrar á sekúndu seinnipartinn. Hvassast verður við suðvesturströndina og á norðanverðu Snæfellsnesi, þar sem búast má við snörpum hviðum. Meira »

Finn uppskrift að túnfisksalati fyrir sólmyrkvann

Í gær, 22:12 Ingvi Gautsson hefur stofnað viðburð á Facebook fyrir sólmyrkva sem verður 11. júní 2048.  Meira »

Íslendingur listrænn stjórnandi Dunkirk

Í gær, 21:28 Á miðvikudaginn var frumsýnd á Íslandi stórmyndin Dunkirk eftir einn virtasta kvikmyndaleikstjóra samtímans, Christopher Nolan. Myndin sem fjallar um flótta Breta frá samnefndri borg í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar hefur hlotið framúrskarandi dóma. Meira »

Biður fólk að mæta á mótið

Í gær, 21:15 „Ég veit það ekki alveg, þetta var eiginlega meiri tilviljun en ígrunduð ákvörðun,“ segir Guðmundur Einarsson, kylfingur og rútubílstjóri Isavia, spurður um styrktargreiðslur sínar til samtakanna Einstakra barna. Meira »

„Nú? Er Ísland eyja?“

Í gær, 20:34 Nær strandlengjan allan hringinn í kringum eyjuna? Er mikið um jökla í ár? Hvenær kviknar á norðurljósunum? Þær eru oft kostulegar spurningarnar sem leiðsögumenn á Íslandi fá frá erlendum ferðamönnum. Leiðsögumenn deila nú skemmtilegum reynslusögum úr bransanum. Meira »

Makríll veiðist fyrir austan og vestan

Í gær, 19:37 Vikingur AK er væntanlegur til Vopnafjarðar seint í kvöld með rétt tæplega 600 tonn af makríl sem fengust í veiðiferð á miðunum úti af Suðausturlandi. Meira »

Tunguliprir sölumenn teknir höndum

Í gær, 19:46 Tveir sölumenn voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrradag, en lögreglan varaði við þeim í byrjun vikunnar vegna grunsemda um fjársvik. Meira »

Lést eftir vinnuslys í Keflavík

Í gær, 19:05 Maðurinn sem slasaðist við vinnu sína í Plast­gerð Suður­nesja í dag hefur verið úrskurðaður látinn. Þetta staðfestir lög­regl­an á Suður­nesj­um í sam­tali við mbl.is. Meira »

Keppt í þriggja daga fjallahjólreiðum

Í gær, 18:54 Fjallahjólakeppnin Glacier 360 fer fram í annað sinn á Íslandi dagana 11.-13. ágúst en hjólað er umhverfis Langjökul á þremur dögum. Eingöngu er keppt í pörum og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Meira »

Hverfandi líkur á að finna Begades

Í gær, 18:10 Tíu björgunarsveitarmenn leituðu að Nika Begades í Hvítá í dag. Drónar hafa verið nýttir við leitina og þá eru net sem búið er að koma fyrir í ánni vöktuð. Eftir því sem lengra líður frá því að Begades féll í ána við Gullfoss minnka líkurnar á að hann finnist að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Meira »

Brasilíumaðurinn í gæsluvarðhald

Í gær, 17:24 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að bras­il­ískur karl­maður, sem hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir stór­fellt fíkni­efna­laga­brot, sæti gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir og mál hans sætir meðferð fyrir Hæstarétti. Meira »

Maður grunaður um íkveikju hjá Vogi

Í gær, 17:05 Lögreglan leitar að manni sem er grunaður um að hafa kveikt í bif­reið hjá Vogi nærri Stór­höfða í dag. Ekki er enn vitað með hvaða hætti maðurinn kveikti í bílnum. Meira »

Verslunarhúsnæði rís við Akrabraut

Í gær, 16:15 Við Akrabraut 1 í Garðabæ eru hafnar framkvæmdir á lóð þar sem um 1.400 fermetra verslunarhúsnæði rís. Íbúi í nágrenninu er ekki sáttur við framkvæmdirnar sem hann segir að ekki hafi verið greint frá í kynningarefni á aðalskipulagi ársins 2016 - 2030 í vor. Meira »

Skoða neyðarloku hjá Hörpu í haust

Í gær, 15:10 Skoðað verður í haust hvort opnunarbúnaður neyðarloku skólp­dælu­stöðvarinnar hjá Hörpu sé gerður úr sama efni og gallaður búnaður lokunnar hjá dælu­stöðinni við Faxaskjól. Þær voru settar niður á svipuðum tíma, árin 2014 og 2015 þegar skipt var um á báðum stöðum. Meira »

Misþyrming á lambi kærð til lögreglu

Í gær, 16:26 Matvælastofnun hefur kært til lögreglu dráp á lambi sem ferðamenn skáru á háls í Breiðdal fyrr í þessum mánuði. Fram kemur í krufningarskýrslu að lambið hlaut mikla áverka áður en það var aflífað. Meira »

Ný spá um orkunotkun til ársins 2050

Í gær, 16:11 Orkustofnun hefur gefið út raforkuspá sem fjallar um raforkunotkun fram til ársins 2050. Skýrslan er endurunnin úr síðustu raforkuspá frá árinu 2015 á vegum orkuspárnefndar út frá nýjum gögnum og breyttum forsendum. Meira »

Varðhald framlengt um fjórar vikur

Í gær, 15:10 Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Arn­ari Jóns­syni Asp­ar að bana 7. júní síðastliðinn var úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald..Verð kr 4000. 4 manna tjald. Verð kr 10000. Samanbrjó...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....