Ætlar að skipuleggja ævintýraferðir fyrir lamaða

Jón Gunnar Benjamínsson hefur verið bundinn við hjólastól í tvö …
Jón Gunnar Benjamínsson hefur verið bundinn við hjólastól í tvö ár mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég lít út eins og rassskelltur karfi af allri sólinni og ég er orðinn býsna þreyttur. Það verður gott að fara í langt og gott bað eftir slarkið,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson sem kom til Reykjavíkur í gær úr frækilegri ferð um hálendið á fjórhjóli. Eitt af markmiðum ferðarinnar var að safna í sjóð til að bæta aðgang fatlaðra í Landmannalaugum og skoða aðgang fyrir fatlaða sem hingað til hafa ekki fjölmennt upp á hálendi.

Lamaðir þeysa um allar koppagrundir

Þess verður líklega ekki langt að bíða að lamaðir þeysi um allar koppagrundir því Jón Gunnar og Ingólfur Stefánsson, ferðafélagi og vinur hans hjá ferðaskrifstofunni Safaris, hyggjast skipuleggja ævintýraferðir fyrir fatlaða.

Jón Gunnar segir að vissulega þurfi að gera nokkrar úrbætur á hálendinu. „Skálarnir eru gamlir og reistir á tímum þegar fólk í hjólastólum var ekki að þvælast þar um,“ segir hann og hlær. „Hins vegar eru það engar stórframkvæmdir, það væri kannski dagsverk fyrir tvo að laga skálann í Nýjadal.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert