Gerði ekki kröfu um greiðslu

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

„Til að mynda í þremur tilvikum eru til samtöl milli mín og seðlabankastjóra Englands þar sem hann segir efnislega að ef það sé svo að innistæðutryggingasjóðurinn […] ráði ekki við þetta og að menn hafi verið að braska og reyna að fá mjög háa vexti þó að þeir hefðu verið varaðir við, að þá muni hann ekki gera kröfu til þess að við borgum það," sagði Davíð Oddsson, aðspurður í viðtalsþættinum Málefninu á Skjá einum í gærkvöldi, um þau fyrri ummæli hans að til væru gögn sem sýndu fram á þetta álit Englandsbanka.

Davíð, sem segir þessi gögn til hjá ríkinu, fór um víðan völl í viðtalinu, sem var unnið í samvinnu Skjás eins og Morgunblaðsins.

Þar lýsti hann m.a. yfir þeirri skoðun sinni að samningamenn Íslands hefðu gert reginmistök með því „viðurkenna að nauðsynjalausu og án þess að nokkur bær aðili hefði um það fjallað að við værum skuldbundin til að greiða" [skuldbindingar vegna Icesave].

Aðspurður hvort hann teldi raunhæft að samningsaðilar Íslands hefðu áhuga á að sækja málið fyrir íslenskum rétti svaraði hann svo:

„Af hverju byrjum við alltaf á því að taka upp mál Bretanna... Ef við teldum að einhver banki í Bretlandi skuldaði okkur fé þá myndum við fara að réttum reglum. Ef að bankinn segði nei eða einhver sjóður þar myndi segja nei þá myndum við stefna þeim sjóðum og ég myndi treysta breskum dómstólum til að kveða upp úr með það... Íslenska ríkisstjórnin, sem á að gæta hagsmuna Íslendinga, er í fararbroddi við að týna til rök manna sem eru að reyna að fá íslenskan almenning til að bera ábyrgð á glæfralegu spili einkabanka.“

Gögnin til hjá hinu opinbera

Aðspurður um hvort hann hefði gögn um samtalið við bankastjóra Englandsbanka undir höndum benti Davíð á íslenska ríkið.

„Nei. Þessi gögn eru til hjá hinu opinbera. Þau eru til hjá rannsóknanefndinni geri ég ráð fyrir. Þau eru til í seðlabankanum og þau eru til að ég geri ráð fyrir hjá ákveðnum ráðuneytum.“

- Býrð þú yfir þessum gögnum?

„Það er allt önnur saga. Það er ekki mitt að skaffa þessi gögn.“

Vísaði ríkisábyrgð á bug 

Hann vísaði jafnframt ríkisábyrgð vegna Icesave á bug.

„Málið er þannig vaxið að þú getur ekki sagt að Landsbankinn hafi verið seldur Björgólfsfeðgum með ríkisábyrgð. Menn hafa verið að tala um að Landsbankinn hafi verið seldur ódýrt, fyrir slikk, og hafi reyndar margoft verið boðinn til sölu […] En hafi hann verið seldur fyrir slikk þá var hann ekki seldur fyrir neitt ef honum fylgdi ríkisábyrgð."

Hann kvaðst hafa lýst yfir afdráttarlausri skoðun sinni við bankastjóranna á Icesave-útrásinni til Englands.

„Ég sagði við þá. Dettur ykkur í hug að þið getið farið til Bretlands og byrjað að safna einum milljarði punda án þess að íslenskur almenningur viti um það?... Ef að Bretar og Hollendingar tryðu því að íslenskur almenningur bæri ábyrgð á þessu þá væru þeir ekki að heimta ríkisábyrgð.“

Átti að taka nokkra mánuði

Davíð vitnaði jafnframt til fundar með bankastjórum Landsbankans í febrúar, eða mars, 2008, þar sem honum var tjáð að búið yrði að flytja Icesave inn í dótturfélag á Englandi á fjórum til fimm mánuðum. Í júní hafi hins vegar orðið fátt um svör.

„Það var fullyrt við okkur, ég held að það hafi verið í febrúar eða mars 2008, að menn væru á fleygiferð við að koma þessu útibúi inn í dótturfélag í Bretlandi eins og Bretarnir líka vildu og mundu ná því á fjórum til fimm mánuðum.

Þegar við hittum síðan Landsbankastjóranna í júnímánuði tveim, þrem mánuðum seinna, við erum að tala um hina og þessa hluti ... að þá kom einn okkar með þá spurningu og þá varð hlé ... Hvernig gengur að ganga frá þessu? ... Þá kom þögn ... og þeir tilkynntu okkur að það yrði ekkert í þessu gert því að þetta væri svo erfitt fyrir Landsbankann og svo framvegis. Okkur var mjög brugðið þegar við heyrðum þetta."

Varaði Vilhjálm Egilsson við

Davíð tjáði sig einnig um samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, með þeim orðum að hann hefði gert Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og öðrum forystumönnum vinnuveitenda grein fyrir þeirri skoðun sinni að samningurinn myndi leiða til vaxtahækkunar.

„Ég sagði við þá „Þið vitið að vextir verða hækkaðir“ og Vilhjálmur Egilsson sagði: „Nei það getur ekki verið. Ég er búinn að tala við þá.“ Þeir hækkuðu vextina um sex prósent daginn eftir að mig minnir.“

Fulltrúar Íslands gerðu grundvallarmistök

Davíð telur samningafulltrúa Íslendinga hafa gert grundvallarmistök í Icesave-málinu.

„Í fyrsta lagi held ég að mistökin hafi verið sú - og regin mistökin - að viðurkenna að nauðsynjalausu og án þess að nokkur bær aðili hefði um það fjallað að við værum skuldbundin til að greiða.

Um leið og menn viðurkenna það, án þess að efni séu til þess, og án þess að nokkur dómstóll hafi ákveðið það og setjast svo að samningaborði að þá hafa þeir enga samningsstöðu. Þú byrjar á því að gefast upp og svo ferðu í viðræður. Þetta var skelfilegt.“

Davíð telur samningafulltrúa Íslands í Icesave-deilunni hafa gert grundvallarmistök.
Davíð telur samningafulltrúa Íslands í Icesave-deilunni hafa gert grundvallarmistök. mbl.is
Davíð kveðst hafa varað Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins við ...
Davíð kveðst hafa varað Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins við því að vextir myndu hækka í kjölfar samningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. mbl.is/Sæberg
Davíð segir bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón ...
Davíð segir bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, hafa fullyrt í febrúar, mars, 2008 að Icesave-útibúið yrði komið inn í breskt dótturfélag innan fjögurra til fimm mánaða. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stórstjarna keppir á Ísland í sumar

15:48 Kanadíski hjólreiðamaðurinn Ryder Hesjedal verður meðal keppenda í Kia Gullhringnum í júlí, en hann sigraði meðal annars Giro D`Italia keppnina árið 2012, en það er ein af þremur stærstu götuhjólakeppnum hvers árs og er samtals hjólað í 21 dag. Meira »

Sigmundur fær sömu tækifæri og aðrir

15:35 „Ég er í mjög öflugum lýðræðislegum samvinnuflokki og fæ útrás þar. Ég er hins vegar alveg ánægður með að menn finni hugsjónum sínum einhvern farveg,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Meira »

Fyrsta alþjóðlega salsadanshátíðin

15:06 Alþjóðlega salsadanshátíðin Midnight Sun Salsa hefst í dag en þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin hér á landi.  Meira »

Fleiri feður fá hámarksgreiðslur

14:36 Árið 2016 fengu 53 prósent þeirra feðra sem tóku fæðingarorlof hámarksgreiðslu úr fæðingarorlofssjóði á meðan aðeins tæp 25 prósent kvenna fengu hámarksgreiðslu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Dapurleg síðustu Síldarævintýri

14:18 „Undanfarin ár hefur verið mjög dræm mæting á þessa hátíð. Það hefur verið ansi dapurt og veðrið kannski sett strik í reikninginn,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Fjallabyggð um Síldarævintýri á Siglufirði sem haldið hefur verið árlega síðan 1991. Meira »

Sæbjúgnaveiðarnar upp á næsta stig

13:15 Tilraunir með ný veiðarfæri gefa góða raun og unnið er að því að þróa vélar sem nota vatnsskurð og myndgreiningu til að verka sæbjúgun. Stór ESB-styrkur gefur vind í seglin. Meira »

„Talaði um bátinn sem drullupung“

11:57 „Það var leiðindamórall hérna fyrst gagnvart okkur, sérstaklega frá honum. Hann talaði um bátinn sem drullupung, sem einhvern lundaskoðunarbát úr Breiðafirði. Hann talaði svolítið niður til okkar allan tímann, þannig að hann hlýtur að geta tekið á móti þessu,“ segir Halldór Jóhannesson. Meira »

Dúxinn fór beint í sauðburð

13:01 Tækniskólinn útskrifaði í gær 464 nemendur af framhalds- og fagháskólastigi. Þá voru í fyrsta sinn nemendur útskrifaðir frá þremur brautum; hönnunar og nýsköpunarbraut, kvikmyndatækni og frá Vefskólanum, en Vefskólinn er tveggja ára diplómanám sérsniðið að vefhönnun og forritun veflausna. Meira »

Fundaði með forseta Alþjóðabankans

11:53 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók í gær þátt í árlegum samráðsfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Alþjóðabankanum með Jim Young Kim, forseta bankans. Meira »

Opnar safn með gömlum Íslandskortum

11:05 Reynir Grétarsson á 80% í Creditinfo Group. Hann seldi 10% hlut í fyrra til Compusan, stærsta sjálfstætt starfandi lánshæfismatsfyrirtæki Afríku, og ætlar að selja önnur 10% síðar á þessu ári. Hvað gerirðu við peningana sem þú færð út úr sölunni? Meira »

Fjárfesting og tækniþróun lykilþættir

10:58 Áframhaldandi fjárfesting og tækniþróun eru lykilþættir í framleiðniaukningu sjávarútvegs og samkeppnishæfni greinarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Aton vann fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Meira »

Grímur Grímsson til Europol

09:31 Grímur Grímsson mun láta af störfum yfirmanns miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu 1. apríl á næsta ári.   Meira »

Ekki hægt að horfa á fólk deyja

09:30 Yfir ein milljón flóttamanna kom til Lesbos á rúmu ári. Örvæntingarfullt fólk, einkum Sýrlendingar, sem hafði lagt allt í sölurnar til þess að komast í burtu frá stríðinu. Í dag er Lesbos biðsalur fólks eftir betra lífi þar sem margir bíða í meira en ár eftir því að komast til meginlandsins. Meira »

Með ástríðu fyrir brids

08:18 Sigurpáll Árnason, gjarnan kenndur við Lund í Varmahlíð í Skagafirði, fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann fæddist í Skagafirði og bjó þar allt til ársins 1999, að hann fluttist í Kópavoginn ásamt konu sinni, Hildi Kristjánsdóttur. Hildur lést árið 2004. Meira »

Sundabraut vekur áhuga fjárfesta

07:57 Nokkrir fjárfestar hafa leitað upplýsinga hjá Vegagerðinni og ráðuneytinu um Sundabraut með það í huga að leggja brautina gegn endurgreiðslu. Athuganir þessar hafa ekki leitt til frekari samningaviðræðna enn sem komið er. Meira »

Sönnunargögnum í nauðgunarmáli fargað

09:07 Sönnunargögn í nauðgunarmáli sem lögreglan á Ísafirði rannsakaði fyrir tveimur árum bárust lögreglunni aldrei frá Fjórðungssjúkrahúsi Vestfjarða. Þeim var eytt áður en rannsókn málsins lauk að fullu. Meira »

Grunaður um greiðslusvik

08:15 Ölvaður maður var handtekinn við Bústaðaveg laust fyrir klukkan tvö í nótt grunaður um greiðslusvik og rangar sakargiftir. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglunnar. Meira »

Göngin hafa sparað milljarða króna

07:37 Áætlaður kostnaður vegna viðhalds og uppbyggingar þjóðvegarins um Hvalfjörð, nyti Hvalfjarðarganga ekki við, gæti verið á bilinu 1.200–2.000 milljónir króna. Meira »

Vilborg Arna klífur Everest 2017

Flott sumarföt, fyrir flottar konur
Vertu þú sjálf, vertu Bella Donna Fallegur og vandaður fatnaður, frá Hollandi, ...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Sumarhús í Biskupstungum, Velkomin...
Eigum laus sumarhús um helgina. - Leiksvæði og fallegt umhverfi. Stutt að Geysi...
 
Styrkur
Styrkir
Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsj...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur SÁÁ Aðalfundur SÁÁ verður ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, mor...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...