Gerði ekki kröfu um greiðslu

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri. mbl.is/Ómar

„Til að mynda í þremur tilvikum eru til samtöl milli mín og seðlabankastjóra Englands þar sem hann segir efnislega að ef það sé svo að innistæðutryggingasjóðurinn […] ráði ekki við þetta og að menn hafi verið að braska og reyna að fá mjög háa vexti þó að þeir hefðu verið varaðir við, að þá muni hann ekki gera kröfu til þess að við borgum það," sagði Davíð Oddsson, aðspurður í viðtalsþættinum Málefninu á Skjá einum í gærkvöldi, um þau fyrri ummæli hans að til væru gögn sem sýndu fram á þetta álit Englandsbanka.

Davíð, sem segir þessi gögn til hjá ríkinu, fór um víðan völl í viðtalinu, sem var unnið í samvinnu Skjás eins og Morgunblaðsins.

Þar lýsti hann m.a. yfir þeirri skoðun sinni að samningamenn Íslands hefðu gert reginmistök með því „viðurkenna að nauðsynjalausu og án þess að nokkur bær aðili hefði um það fjallað að við værum skuldbundin til að greiða" [skuldbindingar vegna Icesave].

Aðspurður hvort hann teldi raunhæft að samningsaðilar Íslands hefðu áhuga á að sækja málið fyrir íslenskum rétti svaraði hann svo:

„Af hverju byrjum við alltaf á því að taka upp mál Bretanna... Ef við teldum að einhver banki í Bretlandi skuldaði okkur fé þá myndum við fara að réttum reglum. Ef að bankinn segði nei eða einhver sjóður þar myndi segja nei þá myndum við stefna þeim sjóðum og ég myndi treysta breskum dómstólum til að kveða upp úr með það... Íslenska ríkisstjórnin, sem á að gæta hagsmuna Íslendinga, er í fararbroddi við að týna til rök manna sem eru að reyna að fá íslenskan almenning til að bera ábyrgð á glæfralegu spili einkabanka.“

Gögnin til hjá hinu opinbera

Aðspurður um hvort hann hefði gögn um samtalið við bankastjóra Englandsbanka undir höndum benti Davíð á íslenska ríkið.

„Nei. Þessi gögn eru til hjá hinu opinbera. Þau eru til hjá rannsóknanefndinni geri ég ráð fyrir. Þau eru til í seðlabankanum og þau eru til að ég geri ráð fyrir hjá ákveðnum ráðuneytum.“

- Býrð þú yfir þessum gögnum?

„Það er allt önnur saga. Það er ekki mitt að skaffa þessi gögn.“

Vísaði ríkisábyrgð á bug 

Hann vísaði jafnframt ríkisábyrgð vegna Icesave á bug.

„Málið er þannig vaxið að þú getur ekki sagt að Landsbankinn hafi verið seldur Björgólfsfeðgum með ríkisábyrgð. Menn hafa verið að tala um að Landsbankinn hafi verið seldur ódýrt, fyrir slikk, og hafi reyndar margoft verið boðinn til sölu […] En hafi hann verið seldur fyrir slikk þá var hann ekki seldur fyrir neitt ef honum fylgdi ríkisábyrgð."

Hann kvaðst hafa lýst yfir afdráttarlausri skoðun sinni við bankastjóranna á Icesave-útrásinni til Englands.

„Ég sagði við þá. Dettur ykkur í hug að þið getið farið til Bretlands og byrjað að safna einum milljarði punda án þess að íslenskur almenningur viti um það?... Ef að Bretar og Hollendingar tryðu því að íslenskur almenningur bæri ábyrgð á þessu þá væru þeir ekki að heimta ríkisábyrgð.“

Átti að taka nokkra mánuði

Davíð vitnaði jafnframt til fundar með bankastjórum Landsbankans í febrúar, eða mars, 2008, þar sem honum var tjáð að búið yrði að flytja Icesave inn í dótturfélag á Englandi á fjórum til fimm mánuðum. Í júní hafi hins vegar orðið fátt um svör.

„Það var fullyrt við okkur, ég held að það hafi verið í febrúar eða mars 2008, að menn væru á fleygiferð við að koma þessu útibúi inn í dótturfélag í Bretlandi eins og Bretarnir líka vildu og mundu ná því á fjórum til fimm mánuðum.

Þegar við hittum síðan Landsbankastjóranna í júnímánuði tveim, þrem mánuðum seinna, við erum að tala um hina og þessa hluti ... að þá kom einn okkar með þá spurningu og þá varð hlé ... Hvernig gengur að ganga frá þessu? ... Þá kom þögn ... og þeir tilkynntu okkur að það yrði ekkert í þessu gert því að þetta væri svo erfitt fyrir Landsbankann og svo framvegis. Okkur var mjög brugðið þegar við heyrðum þetta."

Varaði Vilhjálm Egilsson við

Davíð tjáði sig einnig um samninginn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, með þeim orðum að hann hefði gert Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og öðrum forystumönnum vinnuveitenda grein fyrir þeirri skoðun sinni að samningurinn myndi leiða til vaxtahækkunar.

„Ég sagði við þá „Þið vitið að vextir verða hækkaðir“ og Vilhjálmur Egilsson sagði: „Nei það getur ekki verið. Ég er búinn að tala við þá.“ Þeir hækkuðu vextina um sex prósent daginn eftir að mig minnir.“

Fulltrúar Íslands gerðu grundvallarmistök

Davíð telur samningafulltrúa Íslendinga hafa gert grundvallarmistök í Icesave-málinu.

„Í fyrsta lagi held ég að mistökin hafi verið sú - og regin mistökin - að viðurkenna að nauðsynjalausu og án þess að nokkur bær aðili hefði um það fjallað að við værum skuldbundin til að greiða.

Um leið og menn viðurkenna það, án þess að efni séu til þess, og án þess að nokkur dómstóll hafi ákveðið það og setjast svo að samningaborði að þá hafa þeir enga samningsstöðu. Þú byrjar á því að gefast upp og svo ferðu í viðræður. Þetta var skelfilegt.“

Davíð telur samningafulltrúa Íslands í Icesave-deilunni hafa gert grundvallarmistök.
Davíð telur samningafulltrúa Íslands í Icesave-deilunni hafa gert grundvallarmistök. mbl.is
Davíð kveðst hafa varað Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins við ...
Davíð kveðst hafa varað Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins við því að vextir myndu hækka í kjölfar samningsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. mbl.is/Sæberg
Davíð segir bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón ...
Davíð segir bankastjóra Landsbankans, þá Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason, hafa fullyrt í febrúar, mars, 2008 að Icesave-útibúið yrði komið inn í breskt dótturfélag innan fjögurra til fimm mánaða. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður ekki afgreitt fyrir kosningar

10:09 „Vegna andstöðu samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn og þingmanna VG fékkst málið ekki afgreitt í vor. Ég lagði því málið fram að nýju nú í september en úr þessu fæst það ekki afgreitt fyrir kosningar.“ Meira »

Fækkun á leikskólum

09:38 Alls voru 19.090 börn í leikskóla á Íslandi um síðustu áramót og hafði fækkað um 272 (-1,4%) frá fyrra ári. Sú fækkun stafar af fámennari árgöngum, því hlutfall barna sem sækir leikskóla hefur hækkað lítillega. Meira »

Lægstu launin duga ekki til framfærslu

09:33 „Lægstu laun á Íslandi eru skammarlega lág og duga ekki til framfærslu hjá fjölda fólks. Þetta er eitt stærsta vandamálið í íslensku samfélagi í dag.“ Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VR. Meira »

„Best að horfast í augu við þetta“

08:18 „Sumir halda að þetta sé eitthvert ægilegt leyndarmál. En þetta er það ekki,“ segir Hrefna Huld Jóhannesdóttir, fyrrverandi landsliðskona og atvinnumaður í knattspyrnu. Hún greindist með geðklofa árið 2008 þegar hún var 28 ára. Meira »

Borgar flugnám með blaðburðarlaunum

07:57 Bjarki Þór Sigurðarson er ungur maður stórra drauma sem er nýbyrjaður í flugnámi. Það kostar skildinginn sinn en blaðburðurinn hefur bjargað málum. Bjarki og Ragna Kristbjörg Rúnarsdóttir móðir hans hafa frá 2014 saman borið Morgunblaðið í hús við Bolla-, Leiru- og Skeljatanga í Mosfellsbæ og safnast þegar saman kemur. Meira »

Aðdragandi slita kosningamál

07:37 Stjórnmálaflokkar eru nú flestir komnir á fullt við að undirbúa komandi alþingiskosningar, nú þegar rétt um 5 vikur eru í settan kjördag. Morgunblaðið setti sig í samband við talsmenn þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi og spurði: Hver verða stóru kosningamálin? Meira »

Mjög vætusamt um helgina

06:38 Rysjótt en milt veður næstu daga og mjög vætusamt um helgina, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.  Meira »

Prestur sakaður um kynferðisbrot

07:30 Fagráð kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota innan íslensku þjóðkirkjunnar hefur sent þrjú aðskilin mál á síðustu dögum til úrskurðarnefndar kirkjunnar þar sem meintur gerandi í kynferðisbrotamálunum er einn og sami sóknarpresturinn. Meira »

Sjúkdómahættan fer vaxandi

05:30 Ef þátttaka í bólusetningum er ekki betri en skráningar benda til getum við lent í vanda og sjúkdómahættan fer vaxandi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Morgunblaðið. Meira »

Hvatt til skimunar og árangur góður

05:30 Allt að 95% þeirra 600 sem hófu meðferð gegn lifrarbólgu C á sl. ára hafi læknast. Opinbert átak gegn þessum sjúkdómi hófst í fyrra og talið er að nú þegar hafi náðst til allt að 80% þeirra sem smitast hafa. Meira »

Segir réttindi í algeru uppnámi

05:30 Fyrir liggur eftir stjórnarslitin að ekki verður leyst með lagasetningu á næstunni úr djúpstæðum ágreiningi ASÍ og Samtaka atvinnulífsins við Fjármálaeftirlitið um hvort flytja má tilgreinda séreign sjóðfélaga lífeyrissjóða frá þeim sjóði sem tekur við iðgjaldi til skyldutryggingar. Meira »

Víðtækt samkomulag um lífeyrismál

05:30 Náðst hefur samkomulag ASÍ, ríkisins og Reykjavíkurborgar sem tryggir að þúsundir félagsmanna ASÍ sem starfa hjá ríki og borg verði jafnsettir öðrum opinberum starfsmönnum hvað lífeyrisréttindin varðar. Meira »

Píratar boða til prófkjörs

05:30 „Við eigum að úrvalsfólki að ganga og ég held að þetta verði æsispennandi. Lýðræðið ræður hjá okkur eins og alltaf,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Meira »

Vilja fá að veiða í fleiri veiðarfæri

05:30 Minni afli línubáta frá Snæfellsnesi hefur skapað erfiðleika í haust fyrir þá sem beita í landi. Aflatregða og smár fiskur bætast við lægra verð á fiskmörkuðum, en á sama tíma hefur tilkostnaður í landi aukist. Meira »

Íbúum verði ekki mismunað eftir hverfum

Í gær, 22:27 Sjálfstæðismenn vilja að afgreiðslutími sé lengdur í öllum sundlaugum í Reykjavík, ekki bara sumum líkt og borgarráð samþykkti fyrr í haust. Tillögu þessa efnis var vísað til fjárhagsáætlanagerðar næsta árs á borgarstjórnarfundi í vikunni. Meira »

Byggt yfir Hafró við Fornubúðir

05:30 Stefnt er að því að starfsemi Hafrannsóknastofnunar geti flutt í nýtt hús við Fornubúðir 5 í Hafnarfirði í ársbyrjun 2019, en áætlað er að þessi áfangi hússins rísi á um 15 mánuðum. Reiknað er með að jarðvinna við bygginguna geti hafist upp úr næstu mánaðamótum eða um leið og framkvæmdaleyfi verður veitt. Meira »

Nagdýrið líklega með spínatinu

Í gær, 23:33 Samkvæmt úttekt Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, eftir að tilkynnt var um nagdýr í spínati á veitingastaðnum Fresco, er talið líklegt að dýrið hafi komið með hráefninu frá Spáni. Spínatið er flutt óhreinsað til landsins og hafði ekki verið hreinsað á veitingastaðnum. Meira »

Segir dómgreind Katrínar hafa brjálast

Í gær, 22:25 „Það virðist nokkuð ljóst að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ætla að gera einbeitta tilraun til þess að mynda ríkisstjórn eftir skyndikosningarnar í næsta mánuði. Það er út af fyrir sig ekkert heimskuleg hugmynd.“ Meira »
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
Varahlutir í Transalp 600cc1988 -1992 ca
Er með til sölu nokkra varahlutum í ofangreint hjól. Þetta eru kerti, bremsuborð...
Íslenskir stálstólar - nýklæddir - 4 stykki
Er með fjóra flotta íslenska stáeldhússtóla, nýtt áklæði, á 12.500 kr. stykkið....
 
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Félagsfundur varðar
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...