Atkvæðagreiðsla um aðildarumsókn að ESB kl. 12

Íslenskir fánar við Alþingishúsið
Íslenskir fánar við Alþingishúsið mbl.is/Ómar

Umræðum um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu er lokið og hefst atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna þegar þingfundur verður settur á ný kl. 12.  Fyrst verða þó greidd atkvæði um breytingartillögur við ályktunina, annars vegar frá formanni og varaformanni Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda atkvæðagreiðslu, þ.e. að fyrst kjósi þjóðin um það hvort fara eigi í aðildarviðræður, og frá Vigdísi Hauksdóttur þingmanni Framsóknar, með skilyrðum Framsóknarflokksins.

Telja má fullvíst að óskað verði eftir nafnakalli þegar að atkvæðagreiðslu kemur. Þetta gæti sett ákveðna þingmenn í erfiða stöðu. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur ekki gefið upp hvernig hún hyggst kjósa. Ef röðin kæmi að henni á undan til dæmis Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Ragnheiði Ríkharðsdóttur úr Sjálfstæðiflokki sem taldar eru hlynntar aðildarumsókn, tæki hún áhættu með því að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna. Verði hún hins vegar á eftir þeim og ljóst að stjórnin fái sitt fram yrði mun auðveldara fyrir hana að ganga gegn tillögunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert