Kjúklingar myndu lækka um 70%

Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki ...
Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki breytast mikið. mbl.is/RAX

Afkomurýrnun íslenskra svínabænda næmi, að teknu tilliti til norðurslóðastuðnings, um 15% við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá stórauknu samkeppni við erlenda framleiðslu sem henni fylgdi. Sambærileg tala fyrir kjúklingabændur er um 30% en afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri, að því gefnu að verð héldist nær óbreytt og útflutningur ykist.

Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Íslensk bú í finnsku umhverfi, sem gerð var opinber í gær að kröfu alþingismanna.

Í skýrslunni, sem tekin var saman fyrir utanríkisráðuneytið, er ítrekað að ekki beri að líta á greininguna sem samningsniðurstöðu fyrir Ísland. Sú niðurstaða fáist aðeins með aðildarsamningnum sjálfum.

Útskýrt er hvernig sameinuð landbúnaðarstefna ESB (CAP) hafi færst frá framleiðslutengdum styrkjum til eingreiðslna, öndvert við íslenskan landbúnað sem búi að mestu við framleiðslutengda styrki.

Lækkun um tugi prósenta

Gert er ráð fyrir að kjúklingar myndu lækka um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% við inngöngu og afnám tolla. Verð á kinda- og nautakjöti til bænda breyttist hins vegar lítið.

Fram kemur að verð til finnskra bænda lækkaði að jafnaði um 40 til 50% eftir inngöngu landsins í sambandið í ársbyrjun 1995 og tekið dæmi af því hvernig hlutur innlends nautakjöts hafi lækkað í 94% 2005.

Þá hafi finnskum býlum fækkað úr 100.000 í 70.000 á tíu árum og laun landbúnaðarverkamanna lækkað í fyrstu en svo hækkað á ný. Fjármagnskostnaður býla er sagður að meðaltali 30% lægri í ESB.

Því gæti fjármagnskostnaður íslenskra býla lækkað verulega við inngöngu Íslands í sambandið.

Yrðu dýrari en innfluttar vörur

Reynsla Finna og íslenskra grænmetisbænda bendi til þess að verð á íslenskum búvörum gæti orðið 10 til 20% hærra en verð á innfluttum vörum. 

Almennt sé matvöruverð út úr búð að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér.

Þrátt fyrir það beri að hafa í huga að landbúnaðarverð í þeim löndum sem næst eru okkur landfræðilega sé í einhverjum tilfellum hærra.

Eins og áður segir lækkaði verð til finnskra bænda um 40-50% við inngönguna í ESB 1995 og segir í skýrslunni að á móti lækkun afurðaverðs komi að peningagreiðslur frá hinu opinbera til finnskra bænda hafi aukist um meira en helming. Alls greiði finnska ríkið liðlega helming af styrkjunum en ESB það sem eftir stendur.

Stuðningur á landbúnað hafi þvi færst frá verðstuðningi yfir í beinar greiðslur.

Dreifbýlt og harðbýlt svæði

Eins og við var að búast er dregin sú ályktun að Ísland yrði skilgreint sem dreifbýlt og harðbýlt svæði við aðlögun íslensks landbúnaðar að landbúnaðarstefnu ESB.

Allt bendi til að sá stuðningur sem í boði sé innan ESB sé umtalsvert lægri en sá stuðningur sem íslenskir bændur njóti í dag.

Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag.

Vísar þetta m.a. til sauðfjárbænda sem eins og áður segir eru taldir munu koma vel út úr inngöngu landsins í ESB.

Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum ...
Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum mjólkuriðnaði til góða, líkt og í Finnlandi. mbl.is/Helgi Bjarnason
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár.
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Viðgerðir á gluggunum í Skálholti dýrar

08:18 Ráðast þarf í viðamiklar viðgerðir á steindu gluggunum eftir Gerði Helgadóttur sem prýða Skálholtsdómkirkju, að sögn Jóns Sigurðssonar, formanns verndarsjóðs kirkjunnar, sem Skálholtsfélagið hið nýja stofnaði í fyrra. Meira »

Þingmaður í flóttamannabúðum

07:57 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, er þessa stundina stödd í Grikklandi á vegum SOS Barnaþorpa þar sem hún mun næstu fjórar vikurnar meðal annars sinna sjálfboðastörfum í þágu flóttabarna sem flúið hafa fylgdarlaus til Evrópu. Meira »

Krúttleg lítil bæjarhátíð á Húsavík

07:37 Hlöðuball með Birgittu Haukdal, hrútasýning, garðatónleikar og Mæruhlaup eru meðal þess sem í boði er á Mærudögum á Húsavík sem haldnir verða 27. til 30. júlí. Meira »

Hellisheiði lokuð á leið austur

07:37 Þeir ökumenn sem eiga leið um Suðurlandsveg geta átt von á töfum vegna framkvæmda. Hellisheiði er nú lokuð fyrir umferð á leið austur og þurfa ökumenn að fara Þrengslaveg. Samkvæmt vef Vegagerðarinnar átti þeim malbikunarframkvæmdum að vera lokið um klukkan fjögur í nótt. Meira »

Eiga að gefa út ákæru í nauðgunarmáli

07:32 Ríkissaksóknari hefur fellt niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í nauðgunarmáli. Brotið átti sér stað í heimahúsi fyrir þremur árum en var ekki kært til lögreglu fyrr en tveimur árum síðar eða síðasta sumar. Meira »

Skátar skila yfir 2 milljörðum

07:00 „Nú erum við, Bandalag íslenskra skáta, að opna einn umfangsmesta viðburð sem hefur verið haldinn á Íslandi,“ segir Hrönn Pétursdóttir, mótsstjóri World Scout Moot 2017, sem sett verður í Laugardalshöll í dag. Meira »

Varað við hvössum vindhviðum

06:32 Varað er við hvössum vindhviðum undir Eyjafjöllum seint í kvöld. Vindurinn sem verður um 13-18 m/s getur verið varasamur ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Ökumenn sem ferðast með ferðavagna eru beðnir að taka tillit til þess. Meira »

Við stýrið undir áhrifum fíkniefna

06:58 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis. Þeir voru báðir látnir lausir eftir blóðtöku. Í bíl annars þeirra sem lögreglan í Kópavogi og Breiðholti stöðvaði fannst einnig lítilræði af ætluðum fíkniefnum. Meira »

Einungis tveir sóttu um stöðuna

05:30 Starf borgarlögmanns var auglýst á dögunum og er umsóknarfrestur runninn út.   Meira »

Þrjú hótel áformuð við hlið Kjörgarðs

05:30 Þrjú hótel eru áformuð við Kjörgarð á Laugavegi 59 í Reykjavík. Íbúðahótelið Reykjavík Residence hyggst opna hótel á Hverfisgötu 78. Það verður að hluta í nýju bakhúsi sem snýr að Kjörgarði. Meira »

Námsgögn barna verði án endurgjalds

05:30 „Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.  Meira »

Viðhald á leikskólum óviðunandi

05:30 „Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

05:30 Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana. Meira »

Hugbúnaðarlausnir Valitor í sókn

05:30 Starfsemi Valitor hefur gjörbreyst undanfarin ár og er fyrirtækið nú meðal stærstuhugbúnaðarhúsa landsins.   Meira »

24,9 stiga hiti í Húsafelli

Í gær, 23:18 Sumarveðrið er í hámarki þessa dagana og um að gera að njóta, segir vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hæstur hiti á landinu mældist í Húsafelli í dag 24,9 gráður, en hiti fór einnig yfir 24 gráður á Reykjum í Fnjóskadal og Ásgarði. Meira »

Verktakar flýja borgina

05:30 Dæmi eru um að verktakar hafi gefist upp á skipulagsyfirvöldum í Reykjavík og tekið ákvörðun um að hætta uppbyggingu í miðborginni. Ástæðan er miklar og ítrekaðar tafir á afgreiðslu mála. Meira »

Er jarðhiti undir Grænlandsjökli?

05:30 Flugmaður, sem var á dögunum að ferja flugvél vísindaleiðangurs frá Íslandi til Monterey í Kaliforníu, náði mynd sem sýnir gufubólstra upp úr Grænlandsjökli. Meira »

Handleggsbrotnaði á trampólíni

Í gær, 22:46 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um trampólínslys við Sjávargrund um sexleytið í kvöld, en þar hafði barn handleggsbrotnað sem lenti illa er það var að hoppa á trampólíninu. Meira »
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, 1 stk eftir í sendingu. Verð : 169.000...
Olíuskiljur - fituskiljur
Olíuskiljur - fituskiljur - einagrunnarplast CE vottaðar vörur. Efni til fráveit...
Eimskip - 100 ára saga félagsins
Ónotað eintak á 5000 kr. Bókin var gefin út í tilefni af aldarafmæli Eimskipafél...
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur auglýsir skv....