Kjúklingar myndu lækka um 70%

Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki ...
Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki breytast mikið. mbl.is/RAX

Afkomurýrnun íslenskra svínabænda næmi, að teknu tilliti til norðurslóðastuðnings, um 15% við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá stórauknu samkeppni við erlenda framleiðslu sem henni fylgdi. Sambærileg tala fyrir kjúklingabændur er um 30% en afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri, að því gefnu að verð héldist nær óbreytt og útflutningur ykist.

Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Íslensk bú í finnsku umhverfi, sem gerð var opinber í gær að kröfu alþingismanna.

Í skýrslunni, sem tekin var saman fyrir utanríkisráðuneytið, er ítrekað að ekki beri að líta á greininguna sem samningsniðurstöðu fyrir Ísland. Sú niðurstaða fáist aðeins með aðildarsamningnum sjálfum.

Útskýrt er hvernig sameinuð landbúnaðarstefna ESB (CAP) hafi færst frá framleiðslutengdum styrkjum til eingreiðslna, öndvert við íslenskan landbúnað sem búi að mestu við framleiðslutengda styrki.

Lækkun um tugi prósenta

Gert er ráð fyrir að kjúklingar myndu lækka um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% við inngöngu og afnám tolla. Verð á kinda- og nautakjöti til bænda breyttist hins vegar lítið.

Fram kemur að verð til finnskra bænda lækkaði að jafnaði um 40 til 50% eftir inngöngu landsins í sambandið í ársbyrjun 1995 og tekið dæmi af því hvernig hlutur innlends nautakjöts hafi lækkað í 94% 2005.

Þá hafi finnskum býlum fækkað úr 100.000 í 70.000 á tíu árum og laun landbúnaðarverkamanna lækkað í fyrstu en svo hækkað á ný. Fjármagnskostnaður býla er sagður að meðaltali 30% lægri í ESB.

Því gæti fjármagnskostnaður íslenskra býla lækkað verulega við inngöngu Íslands í sambandið.

Yrðu dýrari en innfluttar vörur

Reynsla Finna og íslenskra grænmetisbænda bendi til þess að verð á íslenskum búvörum gæti orðið 10 til 20% hærra en verð á innfluttum vörum. 

Almennt sé matvöruverð út úr búð að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér.

Þrátt fyrir það beri að hafa í huga að landbúnaðarverð í þeim löndum sem næst eru okkur landfræðilega sé í einhverjum tilfellum hærra.

Eins og áður segir lækkaði verð til finnskra bænda um 40-50% við inngönguna í ESB 1995 og segir í skýrslunni að á móti lækkun afurðaverðs komi að peningagreiðslur frá hinu opinbera til finnskra bænda hafi aukist um meira en helming. Alls greiði finnska ríkið liðlega helming af styrkjunum en ESB það sem eftir stendur.

Stuðningur á landbúnað hafi þvi færst frá verðstuðningi yfir í beinar greiðslur.

Dreifbýlt og harðbýlt svæði

Eins og við var að búast er dregin sú ályktun að Ísland yrði skilgreint sem dreifbýlt og harðbýlt svæði við aðlögun íslensks landbúnaðar að landbúnaðarstefnu ESB.

Allt bendi til að sá stuðningur sem í boði sé innan ESB sé umtalsvert lægri en sá stuðningur sem íslenskir bændur njóti í dag.

Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag.

Vísar þetta m.a. til sauðfjárbænda sem eins og áður segir eru taldir munu koma vel út úr inngöngu landsins í ESB.

Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum ...
Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum mjólkuriðnaði til góða, líkt og í Finnlandi. mbl.is/Helgi Bjarnason
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár.
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

Rákust saman í háloftunum

19:40 Tvær litlar flugvélar rákust saman í háloftunum í íslenskri lofthelgi fyrir um tveimur vikum síðan. Atvikið átti sér stað í um 3.000 feta hæð vestan við Langjökul þann 5. september og er málið til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. Meira »

Stöðvuðu för bílaþjófs

19:10 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu með aðstoð sérsveitar ríkislögreglustjóra stöðvuðu för bílaþjófs í grennd við Búsataðveg fyrr í kvöld. Vitni segist hafa séð lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar aka á eftir bílnum í forgangsakstri og að annarri lögreglubifreiðinni hafi verið ekið utan í bílinn. Meira »

Fjárskortur hjá Kvenfélagasambandinu

18:45 Kvenfélagasamband Íslands hefur þurft að segja upp báðum starfsmönnum sínum vegna fjárskorts. Við þurftum því að grípa til uppsagna áður en að það kæmi að því að við hefðum ekki efni á að borga launin,“ segir Bryndís Ásta Birgisdóttir, gjaldkeri sambandsins. Meira »

Íslendingur fær 35 milljónir í Víkingalottó

18:35 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en tæpir þrír millj­arðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Tveir hlutu hins vegar ann­an vinn­ing, sem var tæpar 35 milljónir króna og er annar þeirra búsettur hér á landi. Meira »

Fær afhent gögn úr eineltisskýrslu

18:31 Lögreglukona hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fær aðgang að hluta af gögnum úr sálfræðilegri greinargerð sem embættið lét útbúa eftir kvörtun konunnar um meint einelti í sinn garð. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamála. Meira »

Vinnur úr áföllum og sorg með listsköpun

18:20 Kolbrúnu Hörpu Kolbeinsdóttur er margt til lista lagt. Hún semur ljóð, skrifar sögur, skreytir kerti, þýðir og býr til gullkorn og margt fleira. Hún notar listsköpun til að tjá tilfinningar sínar og vinna úr áföllum sem hún hefur lent í. Meira »

Vestfirðingar fá að ræða við ráðamenn

17:40 „Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir Vestfirðinga til þess að ræða við ráðamenn um þessi mikilvægustu uppbyggingarmál,“ segir Pétur G. Markan, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga um borgarafundinn sem haldinn verður næstkomandi sunnudag. Meira »

„Það er allt í hers höndum“

17:50 „Ástandið er eins og Franco hefði komið og tekið yfir. Það er allt í hers höndum. Þeir loka fyrirtækjum og nú [fyrr í dag] er Katalóníutorg fullt af fólki,” segir Jón Arason, sem er búsettur skammt fyrir utan Barcelona. Meira »

„Vítavert gáleysi“ af hálfu hinnar látnu

17:32 Maðurinn ungi, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi vegna slyss sem varð við Jökulsárlón árið 2015, neitar því að bera ábyrgð á andláti konunnar. Segir hann konuna hafa sýnt gáleysi. Meira »

Stórt skref í erfðaráðgjöf

17:02 Íslensk erfðagreining greindi frá nýrri rannsókn í dag sem fjallar um áhrif aldurs foreldra á stökkbreytingar í börnum. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að með rannsókninni séu hann og samstarfsmenn hans að færa heiminum nokkuð gott tæki til að nota í erfðaráðgjöf. Meira »

Úrskurðuð í nálgunarbann gegn dóttur

16:54 Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að móðir skuli sæta nálgunarbanni í sex vikur gagnvart dóttur sinni og ekki koma í 50 metra fjarlægð frá dvalarstað dótturinnar, veita henni eftirför, heimsækja eða nálgast á almannafæri. Þá má hún heldur ekki setja sig í samband við dótturina með símtölum, tölvupósti eða öðrum hætti. Meira »

Ritaði Ísland undir mynd af Ríki íslams

16:37 Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem sótti um hæli hér á landi árið 2015. Við gerð ógnarmats hjá embætti Ríkislögreglustjóra kom í ljós að maðurinn hafði birt mynd á Facebook-síðu sinni 1. ágúst tengda hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams og ritað Ísland undir myndina. Meira »

Eina vitið að ljúka þingi sem fyrst

16:14 „Þetta samtal er aðeins að þróast. Við erum undir góðri stjórn forseta þingsins að reyna að afmarka örfá mál sem við myndum funda um á þinginu,“ sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að loknum fundi flokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

Þingfundur er ólíklegur í vikunni

15:31 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir að samtali milli flokksformanna og forseta Alþingis verði haldið áfram. Unnur er bjartsýn á að hægt sé að ná samstöðu um einhvern mál en ólíklegt þykir að þingfundur verði boðaður í þessari viku. Meira »

„Nei, það var engin niðurstaða“

15:07 Engin niðurstaða varð á nýafstöðnum fundi formanna flokka sem eiga sæti á Alþingi um hvernig hægt verði að ljúka þingstörfum fyrir kosningar. Formennirnir funduðu með forseta Alþingis í þinghúsinu og stóð fundurinn í einn og hálfan tíma. Ekki náðist samstaða um þau mál sem talið er einna brýnast að ljúka. Meira »

„Við þurfum að standa okkur betur“

16:10 „Þetta er ekki gott. Það verður eitthvað að gera í þessu, þetta má ekki ganga svona,“ segir sóttvarnalæknir. Í skýrslu um þátttöku í almennum bólusetningum á Íslandi á árinu 2016 kemur í ljós að þátttaka í bólusetningum við 12 mánaða og 4 ára aldur hefur dregist saman milli ára. Meira »

Byggðastofnun hefði mátt vanda betur til verka

15:13 Atvinnu- og menningarráð Vesturbyggðar lýsir ánægju sinni með niðurstöðu starfshóps sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi fyrir sunnanverða Vestfirði. Meira »

Voru reikulir eins og eftir árekstur

14:47 „Sé flett er hálft ár aftur í sögubókunum þá var mín afstaða þá skýr. Ég taldi að það væri nánast bara handavinnan eftir og það væri frekar auðvelt að koma þessu flokkum saman. Ég hef svo sem ekkert breytt um skoðun á því,“ segir Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »
Hornstrandabækurnar fyrir fróðleiksfúsa!
Hornstrandabækurnar Allar 5 í pakka 7,500 kr. Upplögð afmælis og tækifærisgjöf....
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hávaðamengun
Garg í hátalarakerfum SVR Reykjavíkurborgar Getur það virkilega verið satt að yf...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Maat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Athu...