Kjúklingar myndu lækka um 70%

Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki ...
Skýrsluhöfundar halda því fram að staða íslenskra sauðfjárbænda myndi ekki breytast mikið. mbl.is/RAX

Afkomurýrnun íslenskra svínabænda næmi, að teknu tilliti til norðurslóðastuðnings, um 15% við inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þá stórauknu samkeppni við erlenda framleiðslu sem henni fylgdi. Sambærileg tala fyrir kjúklingabændur er um 30% en afkoma sauðfjárbænda yrði umtalsvert betri, að því gefnu að verð héldist nær óbreytt og útflutningur ykist.

Þetta kemur fram í samanburðarskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, Íslensk bú í finnsku umhverfi, sem gerð var opinber í gær að kröfu alþingismanna.

Í skýrslunni, sem tekin var saman fyrir utanríkisráðuneytið, er ítrekað að ekki beri að líta á greininguna sem samningsniðurstöðu fyrir Ísland. Sú niðurstaða fáist aðeins með aðildarsamningnum sjálfum.

Útskýrt er hvernig sameinuð landbúnaðarstefna ESB (CAP) hafi færst frá framleiðslutengdum styrkjum til eingreiðslna, öndvert við íslenskan landbúnað sem búi að mestu við framleiðslutengda styrki.

Lækkun um tugi prósenta

Gert er ráð fyrir að kjúklingar myndu lækka um 70%, egg og mjólkurvörur um 55-60% og svínakjöt um 35% við inngöngu og afnám tolla. Verð á kinda- og nautakjöti til bænda breyttist hins vegar lítið.

Fram kemur að verð til finnskra bænda lækkaði að jafnaði um 40 til 50% eftir inngöngu landsins í sambandið í ársbyrjun 1995 og tekið dæmi af því hvernig hlutur innlends nautakjöts hafi lækkað í 94% 2005.

Þá hafi finnskum býlum fækkað úr 100.000 í 70.000 á tíu árum og laun landbúnaðarverkamanna lækkað í fyrstu en svo hækkað á ný. Fjármagnskostnaður býla er sagður að meðaltali 30% lægri í ESB.

Því gæti fjármagnskostnaður íslenskra býla lækkað verulega við inngöngu Íslands í sambandið.

Yrðu dýrari en innfluttar vörur

Reynsla Finna og íslenskra grænmetisbænda bendi til þess að verð á íslenskum búvörum gæti orðið 10 til 20% hærra en verð á innfluttum vörum. 

Almennt sé matvöruverð út úr búð að jafnaði 30% lægra í Evrópusambandinu en hér.

Þrátt fyrir það beri að hafa í huga að landbúnaðarverð í þeim löndum sem næst eru okkur landfræðilega sé í einhverjum tilfellum hærra.

Eins og áður segir lækkaði verð til finnskra bænda um 40-50% við inngönguna í ESB 1995 og segir í skýrslunni að á móti lækkun afurðaverðs komi að peningagreiðslur frá hinu opinbera til finnskra bænda hafi aukist um meira en helming. Alls greiði finnska ríkið liðlega helming af styrkjunum en ESB það sem eftir stendur.

Stuðningur á landbúnað hafi þvi færst frá verðstuðningi yfir í beinar greiðslur.

Dreifbýlt og harðbýlt svæði

Eins og við var að búast er dregin sú ályktun að Ísland yrði skilgreint sem dreifbýlt og harðbýlt svæði við aðlögun íslensks landbúnaðar að landbúnaðarstefnu ESB.

Allt bendi til að sá stuðningur sem í boði sé innan ESB sé umtalsvert lægri en sá stuðningur sem íslenskir bændur njóti í dag.

Á hinn bóginn myndi norðurslóðastuðningur af svipuðum toga og finnskir bændur njóta draga verulega úr tekjumuninum og gera suma bændur jafn vel eða betur setta en þeir eru í dag.

Vísar þetta m.a. til sauðfjárbænda sem eins og áður segir eru taldir munu koma vel út úr inngöngu landsins í ESB.

Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum ...
Vikið er að því að neytendatryggð kynni að koma íslenskum mjólkuriðnaði til góða, líkt og í Finnlandi. mbl.is/Helgi Bjarnason
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár.
Einnig er vikið að sérstöðu íslensks búfjár. mbl.is/RAX
mbl.is

Innlent »

54 vilja í skrifstofustjórann

09:01 54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Meira »

„Fjöldafátækt“ meðal aldraðra

08:18 „Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það hlutfall þjóðartekna sem rennur til aldraðra sem eftirlaun er 2-2,5% lægra hér á landi en meðaltal OECD-ríkjanna. Meira »

Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

07:57 Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. Meira »

Ósætti vegna fjarveru Erlings með landsliðinu

07:54 Klofningur virðist vera kominn upp í Vestmannaeyjum hvað varðar Erling Richardsson, skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar, vegna þess að hann sinnir einnig starfi landsliðsþjálfara Hollands í handknattleik. Meira »

Losuðu bíla sem voru fastir á Fjarðarheiði

07:52 Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í nótt, en óskað var eftir aðstoð björgunarveitar á Austurlandi rétt fyrir klukkan sex í morgun til að losa bíla sem fastir voru á Fjarðarheiði til að snjóruðningstæki gætu komist rutt heiðina. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Víkurgarður ræddur í borgarráði

07:37 Varðmenn Víkurgarðs, sem svo kalla sig, fá að kynna sjónarmið sín um varðveislu Víkurkirkjugarðs hins forna í miðbæ Reykjavíkur á fundi borgarráðs fyrir hádegi í dag. Meira »

Reyndu að fela sig inni í fyrirtækinu

06:09 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst á fjórða tímanum í nótt tilkynning um að verið væri að brjótast inn í fyrirtæki í Árbæ. Hafði sá sem tilkynnti innbrotið séð grunsamlega menn með þar á ferðinni með vasaljós, en þjófarnir spenntu upp glugga til að komast inn í fyrirtækið. Meira »

Stormur, ofankoma og varasamir vindstrengir

07:00 App­el­sínu­gul viðvör­un er í gildi á Vest­fjörðum, Strönd­um, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Suðaust­ur­landi, en norðan hvassviðri eða stormur verður á landinu í dag, með ofankomu um norðanvert landið og mjög hvössum vindhviðum undir Vatnajökli og víðar suðaustantil á landinu. Meira »

Dæmt í máli Geirs í dag

05:30 Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg kveður upp dóm sinn í máli Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, gegn íslenska ríkinu í dag. Meira »

Orkuveitan metur fýsileika niðurrifs

05:30 Sérfræðingar Orkuveitu Reykjavíkur meta nú kosti þess að rífa vesturbyggingu höfuðstöðva fyrirtækisins á Bæjarhálsi í Reykjavík. Meira »

Misjöfn viðkoma rjúpna

05:30 Viðkoma rjúpna virðist hafa verið góð á Vestfjörðum, Norðausturlandi og Austurlandi í sumar en lélegri á Vesturlandi og Suðurlandi. Meira »

Áhyggjur af flutningum

05:30 „Þrátt fyrir ófærð síðustu daga hafa flutningar gengið vel til þessa og ekki er hægt annað en að hrósa Vegagerðinni fyrir frammistöðuna,“ segir Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arnarlax á Bíldudal. Meira »

Aðgangi að auðlind fylgir ábyrgð

05:30 „Þó svo það megi finna að regluverkinu og árangri eftirlitsins leysir það ekki skipstjórnarmenn og útgerðarmenn undan ábyrgðinni sem fylgir því að hafa aðgang að auðlindinni og mikilvægt að hafa í huga að þeir verða að axla ábyrgðina á gjörðum sínum.“ Meira »

Eykur á skortinn

05:30 Vísbendingar eru um að breytt samsetning heimila muni ýta undir skort á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Það mun sérstaklega koma fram í smærri íbúðum. Meira »

Skóflustunga að hjúkrunarheimili

Í gær, 23:50 Fyrsta skóflustungan að nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg var tekin í dag. Er það hluti af nýju 21 þúsund fermetra öldrunarsetri í Fossvogi. Skóflustunguna tóku þeir Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra. Meira »

Möguleikar ÍNN skoðaðir

05:30 Forsvarsmenn Íslands nýjasta nýtt (ÍNN) skoða nú, í samráði við skiptastjóra, hvaða möguleikar standa sjónvarpsstöðinni til boða eftir að hún var tekin til gjaldþrotaskipta fyrr í mánuðinum. Meira »

Athugasemdir, þukl og dónabrandarar

05:30 „Þegar maður er í vinnunni, stendur og heldur ræðu, þá setja athugasemdir af kynferðislegum toga mann út af laginu.“   Meira »

Færri komust í flugið en vildu

Í gær, 22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. hvítagull, silfur og titaniumpör á fínu verði. Dem...
Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...