Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta ...
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir Ómar Óskarsson

Mér finnst að félagar mínir hafi fjarlægst Borgarahreyfinguna með þessu. Hvort þau vilja halda áfram að starfa í þinghópi Borgarahreyfingarinnar verða þau að gera upp við sína samvisku og væntanlega stjórn flokksins,“ segir Þráinn Bertelsson alþingismaður, sem var á öndverðum meiði við aðra þingmenn síns flokks í atkvæðagreiðslunni um ESB-málið í gær.

Hinir þingmennirnir, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari kusu gegn aðildarumsókn, þvert á loforð þeirra við kjósendur í apríl síðastliðnum. Málið hefur reynst hinum nýju flokki afar erfitt og víst er að mikillar óánægju gætir meðal grasrótarinnar, ekki síst fyrrverandi samfylkingarfólks sem vill inn í ESB en gat ekki hugsað sér að kjósa þann flokk eftir bankahrunið. Sömuleiðis tóku þingmennirnir þrír afstöðu með tillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, en Þráinn tók þátt í að fella hana.

Þráinn segir það klækjastjórnmál þegar fólk standi ekki við orð sín og hann sé sár þingmönnunum fyrir það. „Ég veit ekki hvernig mér mun ganga að starfa með fólki hér eftir, ef ég get ekki treyst því,“ segir hann.

Klækjum beitt í sárri neyð

Í ræðu á Alþingi í gær viðurkenndi Þór Saari að þetta væri algjör stefnubreyting af sinni hálfu og þeirra Birgittu og Margrétar. Sagðist hann axla á því ábyrgð og að sér þætti það leitt. Í fyrrakvöld funduðu þau þrjú með Herberti Sveinbjörnssyni, formanni Borgarahreyfingarinnar. Að sögn Herberts báru þau við trúnaði við hann, um það hvers vegna þau hefðu skipt um afstöðu, en þau hefðu séð gögn um Icesave-málið sem gerðu það að verkum að þau vildu reyna að knýja fram breytingar á því máli í skiptum fyrir stuðning í ESB-málinu. Sem kunnugt er hvílir leynd yfir hluta skjalanna í Icesave-málinu, en refsing liggur við því að rjúfa þá leynd.

Svo virðist sem litlu skipti hvaðan fólk kemur í stjórnmálin, úr óháðri grasrótinni eða úr innviðum fjórflokksins. Þegar í stjórnmálin er komið gera flestir það sem þeir geta til að hafa áhrif.

„Fólk er óánægt,“ segir formaðurinn um skoðun almennra flokksmanna á málinu, en hann kveðst hafa heyrt í mörgum þeirra. Sjálfur varð hann fyrir vonbrigðum með gjörðir þingmannanna. „Þetta er óttaleg framsóknarpólitík. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á eitt mál með því að taka, að því er virðist, afstöðu gegn sinni eigin samvisku,“ bætir hann við.

„Bæði og,“ segir Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar, spurður um hljóðið í almennum flokksmönnum. „Ég hef bæði heyrt í fólki sem var ósátt við þessa niðurstöðu og í fólki sem kaus okkur, jafnvel Evrópusinnuðu, sem var ánægt með að þingmenn hefðu nýtt sér þetta til að vekja athygli á Icesave-málinu.“

Að sögn Herberts fundar stjórn hreyfingarinnar með þinghópnum að morgni sunnudags, vegna þessa máls, og reynir að leiða það til lykta.

Borgarahreyfingin logo
Borgarahreyfingin logo mbl.is

Innlent »

„Hver veit hvenær þeir koma loks heim“

Í gær, 22:50 Ingi Freyr Sveinbjörnsson er nú strandaglópur í Stokkhólmi í Svíþjóð vegna verkfalls flugvirkja Icelandair. Hann og félagi hans, Ísak Andri, eiga að baki langt ferðalag frá Suður-Kóreu þar sem þeir voru að kynna Sled Dogs-snjóskauta. Meira »

Hver klukkustund telur

Í gær, 22:21 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir félagsmenn hafa miklar áhyggjur af yfirstandandi verkfalli flugvirkja Icelandair. Meira »

Samningar ekki í sjónmáli

Í gær, 21:59 „Við eigum eftir að sitja hérna fram á kvöld og nótt geri ég ráð fyrir,“ segir Gunnar R. Jónsson, formaður samninganefndar flugvirkja, í samtali við mbl.is. Fundur vegna kjaradeilu flugvirkja og Icelandair hefur staðið yfir síðan klukkan fimm í dag. Meira »

Fólk komist leiðar sinnar í fyrramálið

Í gær, 21:01 Von er á því að allir strandaglópar dagsins í dag komist í áttina til áfangastaðar í fyrramálið. Þetta segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, í samtali við mbl.is. Að hans sögn hefur fólkinu fækkað töluvert í flugstöðinni frá því í dag. Meira »

Segir flugvirkja Icelandair sjálfselska

Í gær, 19:52 Icelandair er orð sem mikið er notað er á Twitter í dag. Margir þeirra farþega sem hafa orðið fyrir óþægindum vegna verkfalls flugvirkja, sem hófst klukkan sex í morgun, hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum í dag. Meira »

Eldur í bifreið í Kópavogi

Í gær, 19:44 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í bifreið á Arnarnesvegi í Kópavogi um klukkan 19:10 í kvöld. Engin slys urðu á fólki og búið er að slökkva eldinn. Meira »

Minntust Klevis við Tjörnina

Í gær, 18:20 Um hundrað manns komu saman við Tjörnina í Reykjavík í dag og kveiktu á kerti til að minnast Klevis Sula, sem lést 8. desember síðastliðinn í kjölfar hnífstunguárásar í miðbæ Reykjavíkur. Klevis fæddist hinn 31. mars 1997 og var því tvítugur þegar hann lést. Meira »

Völd og kynlíf í ljósi #metoo

Í gær, 19:35 Íslensk vinnustaðamenning og í raun þjóðfélagið í heild sinni er litað af hegðun sem stjórnast af kvenfyrirlitningu, það er erfitt að finna annað orð sem nær utan um hegðunina sem hver hópurinn af öðrum hefur stigið fram og lýst á undanförnum vikum. mbl.is ræddi við nokkra karla um metoo-byltinguna. Meira »

„Þeirra er ábyrgðin“

Í gær, 17:37 Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands segir hjákátlegt að fylgjast með ráðherrum ríkisstjórnarinnar og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins vara við því að flugvirkjar fái 20 prósenta launahækkun því þá muni allt fara á hliðina. Meira »

„Þú vildir þetta, þú veist það“

Í gær, 17:23 Karlmaður var á föstudag fundinn sekur um að hafa nauðgað stúlku á heimili hennar árið 2016. Hvorugt þeirra hafði náð 18 ára aldri á þeim tíma. Var hann dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi ásamt því að greiða henni 1,5 milljónir í miskabætur. Meira »

Gríðarlegur fjöldi bíður svara

Í gær, 16:20 Gríðarlegur fjöldi fólks bíður nú eftir afgreiðslu á söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Isavia hefur kallað út aukamannskap til þess að reyna að sinna fólkinu sem bíður þess að fá svör frá Icelandair. Meira »

Var sagt að redda sér sjálf

Í gær, 16:05 Hljómsveitin amiina og fjölskyldumeðlimir þeirra eru strand í München eftir að flugi þeirra var aflýst vegna verkfallsaðgerða flugvirkja Icelandair. María Huld Markan Sigfúsdóttir, meðlimur hljómsveitarinnar, segir Icelandair hafa fullvissað sveitina um að þau þyrftu ekki að taka flug fyrr. Meira »

Boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara

Í gær, 15:48 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Icelandair munu hittast á ný á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan fimm í dag, en samninganefndirnar funduðu til klukkan þrjú í nótt, þegar upp úr viðræðunum slitnaði. Verkfall flugvirkja hófst klukkan sex í morgun. Meira »

Kvörtunum rignir yfir Icelandair

Í gær, 13:21 Ósáttir farþegar Icelandair kvarta nú sáran á samfélagsmiðlum vegna áhrifa verkfallsaðgerða flugvirkja á ferðaáætlanir þeirra. Margir leita einfaldlega svara. Meira »

„Feginn að þú ert ekki forstjóri“

Í gær, 11:51 100 milljarðar í innviðauppbyggingu sem Sjálfstæðisflokkurinn hét fyrir síðustu kosningar munu skila sér. Þetta sagði Páll Magnússon í þættinum Silfrinu. Fjárframlög til heilbrigðiskerfisins voru til umræðu og sagðist Páll telja Landspítalann fá of mikið í nýju fjárlagafrumvarpi. Meira »

Búast má við hláku og vatnavöxtum

Í gær, 15:27 Búast má við talsverðri hláku á landinu næsta einn og hálfan sólarhringinn. Sunnan- og suðaustanlands verður talsverð rigning í nótt og aftur mikil rigning annað kvöld. Þar fellur úrkoman að miklu leyti á frostkalda jörð sem getur valdið því að vatn safnast fyrir, t.d. í dældum í landslagi og á vegum. Meira »

Var bara tilkynnt niðurstaðan

Í gær, 11:59 Ákveðið hefur verið að leggja niður Geðheilsu- og eftirfylgdarteymi (GET), sem starfað hefur innan heilsugæslunnar undanfarin fimmtán ár. Forstöðumaður teymisins segir um mikla afturför að ræða og stór hópur muni líða fyrir ákvörðunina. Meira »

„Verða að ná saman í dag“

Í gær, 11:38 Halldór Benjamín Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir nauðsynlegt að funda í kjaradeilu flugvirkja í dag. Fundi var slitið um þrjú leytið í nótt og enn hefur ekki verið boðað til fundar á ný. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

50 Tonna legupressur
50 Tonna legupressur loft / glussadrifnar, snilldargræja á fínu tilboðsverði nú...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is...
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...