Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta ...
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir Ómar Óskarsson

Mér finnst að félagar mínir hafi fjarlægst Borgarahreyfinguna með þessu. Hvort þau vilja halda áfram að starfa í þinghópi Borgarahreyfingarinnar verða þau að gera upp við sína samvisku og væntanlega stjórn flokksins,“ segir Þráinn Bertelsson alþingismaður, sem var á öndverðum meiði við aðra þingmenn síns flokks í atkvæðagreiðslunni um ESB-málið í gær.

Hinir þingmennirnir, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari kusu gegn aðildarumsókn, þvert á loforð þeirra við kjósendur í apríl síðastliðnum. Málið hefur reynst hinum nýju flokki afar erfitt og víst er að mikillar óánægju gætir meðal grasrótarinnar, ekki síst fyrrverandi samfylkingarfólks sem vill inn í ESB en gat ekki hugsað sér að kjósa þann flokk eftir bankahrunið. Sömuleiðis tóku þingmennirnir þrír afstöðu með tillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, en Þráinn tók þátt í að fella hana.

Þráinn segir það klækjastjórnmál þegar fólk standi ekki við orð sín og hann sé sár þingmönnunum fyrir það. „Ég veit ekki hvernig mér mun ganga að starfa með fólki hér eftir, ef ég get ekki treyst því,“ segir hann.

Klækjum beitt í sárri neyð

Í ræðu á Alþingi í gær viðurkenndi Þór Saari að þetta væri algjör stefnubreyting af sinni hálfu og þeirra Birgittu og Margrétar. Sagðist hann axla á því ábyrgð og að sér þætti það leitt. Í fyrrakvöld funduðu þau þrjú með Herberti Sveinbjörnssyni, formanni Borgarahreyfingarinnar. Að sögn Herberts báru þau við trúnaði við hann, um það hvers vegna þau hefðu skipt um afstöðu, en þau hefðu séð gögn um Icesave-málið sem gerðu það að verkum að þau vildu reyna að knýja fram breytingar á því máli í skiptum fyrir stuðning í ESB-málinu. Sem kunnugt er hvílir leynd yfir hluta skjalanna í Icesave-málinu, en refsing liggur við því að rjúfa þá leynd.

Svo virðist sem litlu skipti hvaðan fólk kemur í stjórnmálin, úr óháðri grasrótinni eða úr innviðum fjórflokksins. Þegar í stjórnmálin er komið gera flestir það sem þeir geta til að hafa áhrif.

„Fólk er óánægt,“ segir formaðurinn um skoðun almennra flokksmanna á málinu, en hann kveðst hafa heyrt í mörgum þeirra. Sjálfur varð hann fyrir vonbrigðum með gjörðir þingmannanna. „Þetta er óttaleg framsóknarpólitík. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á eitt mál með því að taka, að því er virðist, afstöðu gegn sinni eigin samvisku,“ bætir hann við.

„Bæði og,“ segir Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar, spurður um hljóðið í almennum flokksmönnum. „Ég hef bæði heyrt í fólki sem var ósátt við þessa niðurstöðu og í fólki sem kaus okkur, jafnvel Evrópusinnuðu, sem var ánægt með að þingmenn hefðu nýtt sér þetta til að vekja athygli á Icesave-málinu.“

Að sögn Herberts fundar stjórn hreyfingarinnar með þinghópnum að morgni sunnudags, vegna þessa máls, og reynir að leiða það til lykta.

Borgarahreyfingin logo
Borgarahreyfingin logo mbl.is

Innlent »

Nota tölfræði beint í stefnumótun

19:45 Á hverju ári berast um 80 þúsund slysaskýrslur til Neytenda- og öryggisstofnunar Hollands. Markvisst hefur verið unnið úr þeim og tölfræði gerð aðgengileg sem leiðir til þess að auðveldara er að taka stefnumótandi ákvarðanir í slysavörnum, en slíkt getur reynst erfitt hér vegna skorts á tölfræði. Meira »

Vann 5,1 milljarð í Eurojackpot

19:38 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúmlega 5,1 millj­arði króna rík­ari eft­ir að dregið var í EuroJackpot í kvöld en hann fær fyrsta vinn­ing­inn óskipt­an. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Finnlandi. Meira »

Óæskilegt að setja lög í óðagoti

18:50 Setning bráðabirgðalaga til að flýta fyrir lögbannsmáli Stundarinnar og RME er slæm hugmynd út frá sjónarmiðum um þrígreiningu ríkisvaldsins að mati lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Meira »

Fylgi VG og Sjálfstæðisflokks jafnt

18:40 Fylgi Vinstri-grænna og Sjálfstæðisflokksins mælist jafnt í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur er á vef RÚV. Mælast Vinstri-græn með rúmlega 23% fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 23% fylgi. Munurinn telst innan skekkjumarka. Meira »

Er hurðin að klaustrinu fundin?

18:30 „Það hníga veigamikil rök að því að Valþjófsstaðarhurðin hafi í raun komið frá klaustri sem Jón Loftsson í Odda stofnaði að Keldum á Rangárvöllum árið 1193.“ Þannig kemst Steinunn Kristjánsdóttir að orði þegar hún réttir blaðamanni eintak af nýrri bók sem hún hefur ritað. Meira »

„Við getum gert allt betur“

17:58 Kostnaður við slys á Íslandi er árlega allt að 100 milljarðar. Þrátt fyrir það hefur lítið verið gert til að uppfæra Slysaskráningu Íslands í 20 ár og eru skráningar þar að mestu handvirkar. Því reynist erfitt að sækja gögn í kerfið og greina hvar sækja megi fram í slysavörnum til að fækka slysum. Meira »

Blekkingaleiknum vonandi lokið

17:11 Náttúruverndarsamtök Íslands segja að legið hafi fyrir í tvö ár að Ísland geti ekki staðið við skuldbindingar sínar á öðru skuldbindingartímabili Kyoto-bókunarinnar. Vonandi sé því nú lokið þeim blekkingarleik stjórnvalda og stóriðju- og orkufyrirtækja að Íslendingar séu heimsmeistarar í hreinni orku. Meira »

Viðgerð á Herjólfi tefst enn

17:29 Herjólfur fer ekki í viðgerð í nóvember líkt og til stóð, en fram kemur á vef Vegagerðarinnar að Vegagerðin hafi gengið frá leigu á norsku ferjunni BODÖ áður en í ljós kom að rekstaraðili Herjólfs, Eimskip, getur ekki staðið við þá áætlun að gera við Herjólf á þeim tíma sem ráðgert var. Meira »

Creditinfo brugðust strax við úrskurði

15:15 Creditinfo hefur nú þegar gert breytingar á mati á lánshæfi einstaklinga í samræmi við kröfu Persónuverndar í kjölfar úrskurðar Persónuverndar. Í úrskurðinum komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að ekki mætti nota uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá við gerð skýrslna um lánshæfismöt. Meira »

Kosningaspegill mbl.is 2017

15:13 Vilt þú sjá verðtrygginguna fara veg allrar veraldar? Kasta krónunni? Kaupa áfengi í matvöruverslunum? Nú getur þú komist að því hvernig skoðanir þínar ríma við afstöðu stjórnmálaflokkanna í laufléttum kosningaleik mbl.is. Meira »

Meðallífeyrisþeginn á 40 milljónir

15:02 Hrein eign fólks yfir 67 ára aldri var rúmlega 40 milljónir króna að meðaltali árið 2016. Í kjölfar ummæla Brynjars Níelssonar hafði blaðamaður samband við Hagstofuna til þess að fá upplýsingar um málið. Meira »

„Þetta er klárlega barningur“

14:53 „Markmiðið núna er að eftir 50 ár verði hlutfall skógar komið upp í 5%,“ hefur New York Times eftir Sæmundi Þorvaldssyni, verkefnisstjóra hjá Skógræktinni, í ítarlegri grein um skógrækt á Íslandi. Meira »

Tóku þátt í að uppræta smygl á fólki

14:34 Lögreglan á Suðurnesjum kom fyrr á þessu ári að upprætingu skipulagðra glæpasamtaka sem grunuð eru um smygl á fólki frá Suður-Evrópu til Bandaríkjanna, með viðkomu m.a. í Finnlandi og á Íslandi. Lögreglan hóf rannsókn þessa tiltekna máls í janúar 2017. Meira »

Víðtækar afleiðingar frekari hlýnunar

14:17 Hall­dór Björns­son, sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, sagði að lofts­lags­sag­an væri saga skrykkj­ótt­ar kóln­un­ar með hlýj­um köfl­um inn á milli. Síðustu 200 ár hefði verið skrykkj­ótt hlýn­un með köld­um köfl­um hér á landi. Meira »

Á að leiða til betri meðferðar

14:01 Notkun geislunar í læknisfræðilegum tilgangi hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ekki er hins vegar ástæða til þess að óttast þá þróun, þar sem notkun hennar skili sér langoftast í betri heilbrigðisþjónustu við sjúklinga. Meira »

Flestum óhætt að nota þráðlaus net

14:22 Svo virðist sem mesta hættan vegna KRACK veikleikans sem brýtur WPA2 dulkóðun á þráðlausum WiFi netum sé liðin hjá. Fjarskiptafélögin á Íslandi hafa sett inn öryggisuppfærslur á nánast alla WiFi netbeina sína. (e. router). Meira »

Lögreglan leita að hvítum fólksbíl

14:11 Lögreglan á Suðurnesjum er að leita að hvítum Volkswagen golf með skráningarnúmerinu ZG K81 sem stolið var frá bifreiðastæðinu við Bláa lónið. Lögreglan óskar vinsamlegast eftir að því að þeir sem hafi upplýsingar um hvar bifreiðin er niðurkomin hafi samband í síma 444-2200. Meira »

„Ég hef engu logið“

13:59 „Nú er nokkur tími liðinn frá því að mesta moldviðrið gekk yfir í málinu sem kennt er við uppreist æru.“ Þannig hefst færsla Hildar Sverrisdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún fer yfir mál er varða uppreist æru en hún segir það hafa verið mikla reynslu fyrir nýjan þingmann. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Flott kommóða rótar-spónn - sími 869-2798
Er með flotta kommóðu, spónlagða og innlagða á 25.000. Hæð 85x48x110 cm, 5 skúff...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...