Fréttaskýring: Jaðrar við klofning í þinghópi borgaranna

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta ...
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir Ómar Óskarsson

Mér finnst að félagar mínir hafi fjarlægst Borgarahreyfinguna með þessu. Hvort þau vilja halda áfram að starfa í þinghópi Borgarahreyfingarinnar verða þau að gera upp við sína samvisku og væntanlega stjórn flokksins,“ segir Þráinn Bertelsson alþingismaður, sem var á öndverðum meiði við aðra þingmenn síns flokks í atkvæðagreiðslunni um ESB-málið í gær.

Hinir þingmennirnir, Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir og Þór Saari kusu gegn aðildarumsókn, þvert á loforð þeirra við kjósendur í apríl síðastliðnum. Málið hefur reynst hinum nýju flokki afar erfitt og víst er að mikillar óánægju gætir meðal grasrótarinnar, ekki síst fyrrverandi samfylkingarfólks sem vill inn í ESB en gat ekki hugsað sér að kjósa þann flokk eftir bankahrunið. Sömuleiðis tóku þingmennirnir þrír afstöðu með tillögu sjálfstæðismanna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, en Þráinn tók þátt í að fella hana.

Þráinn segir það klækjastjórnmál þegar fólk standi ekki við orð sín og hann sé sár þingmönnunum fyrir það. „Ég veit ekki hvernig mér mun ganga að starfa með fólki hér eftir, ef ég get ekki treyst því,“ segir hann.

Klækjum beitt í sárri neyð

Í ræðu á Alþingi í gær viðurkenndi Þór Saari að þetta væri algjör stefnubreyting af sinni hálfu og þeirra Birgittu og Margrétar. Sagðist hann axla á því ábyrgð og að sér þætti það leitt. Í fyrrakvöld funduðu þau þrjú með Herberti Sveinbjörnssyni, formanni Borgarahreyfingarinnar. Að sögn Herberts báru þau við trúnaði við hann, um það hvers vegna þau hefðu skipt um afstöðu, en þau hefðu séð gögn um Icesave-málið sem gerðu það að verkum að þau vildu reyna að knýja fram breytingar á því máli í skiptum fyrir stuðning í ESB-málinu. Sem kunnugt er hvílir leynd yfir hluta skjalanna í Icesave-málinu, en refsing liggur við því að rjúfa þá leynd.

Svo virðist sem litlu skipti hvaðan fólk kemur í stjórnmálin, úr óháðri grasrótinni eða úr innviðum fjórflokksins. Þegar í stjórnmálin er komið gera flestir það sem þeir geta til að hafa áhrif.

„Fólk er óánægt,“ segir formaðurinn um skoðun almennra flokksmanna á málinu, en hann kveðst hafa heyrt í mörgum þeirra. Sjálfur varð hann fyrir vonbrigðum með gjörðir þingmannanna. „Þetta er óttaleg framsóknarpólitík. Þarna er verið að reyna að hafa áhrif á eitt mál með því að taka, að því er virðist, afstöðu gegn sinni eigin samvisku,“ bætir hann við.

„Bæði og,“ segir Jóhann Kristjánsson, kosningastjóri Borgarahreyfingarinnar, spurður um hljóðið í almennum flokksmönnum. „Ég hef bæði heyrt í fólki sem var ósátt við þessa niðurstöðu og í fólki sem kaus okkur, jafnvel Evrópusinnuðu, sem var ánægt með að þingmenn hefðu nýtt sér þetta til að vekja athygli á Icesave-málinu.“

Að sögn Herberts fundar stjórn hreyfingarinnar með þinghópnum að morgni sunnudags, vegna þessa máls, og reynir að leiða það til lykta.

Borgarahreyfingin logo
Borgarahreyfingin logo mbl.is

Innlent »

Dansmaraþon á Klapparstíg

15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »
Lausar íbúðir ...Eyjasól ehf.
Fallegar 2-3ja herb. íbúðir í Reykjavik lausir dagar í ágúst. Allt til alls. Ve...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara fyrir einstaklinga og ...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...