Ísland á ekki að bíða lengur en til 2012

Reuters

Líta má á nýlega atburðarás litla Íslands sem dæmisögu um alþjóðavæðingu. Í góðærinu hafi landið nýtt sér auðfengið fjármagn og losaralegt fjármálaregluverk sem byr í seglin á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hrunið hafi svo komið eins og fljóðbylgja yfir landið og hreinlega drekkt því í skuldum án þess að eiga björgunarbát.

Þessi skorinorða lýsing á aðstæðum Íslendinga er sett fram í leiðara The Financial Times í gær. Þar er dregið fram að Bretar hafi síður en svo reynst vinir í nauð og bent á að íslenskir skattgreiðendur sitji uppi með að endurgreiða skuldir auðtrúa breskra sparifjáreigenda. Hér komi berlega í ljós að stærðin skipti máli. Afleiðingin af þessu sé sú að einfarinn Ísland hafi naumlega samþykkt að ganga í klúbbinn með hinum Evrópulöndunum og sækja um aðild að Evrópusambandinu.

Eykur þrýsting á ESB

Umsókn Íslendinga um aðild að ESB kemur til með að auka þrýstinginn á afgreiðslu þeirra landa sem þegar standa á þröskuldinum, segir í frétt FT. Verulega hefur hægt á stækkun sambandsins sem samanstendur nú af 27 löndum.

Hjá Króatíu strandar afgreiðslan á landamæradeilu við Slóveníu. Samningaviðræður eru ekki hafnar við Makedónínu og þá hafa nokkur ríki innan ESB lýst því yfir að þau muni aldrei samþykkja aðild Tyrklands að sambandinu.

Ísland á ekki að þurfa bíða lengur en til 2012 með að fá aðild samþykkta, segir í leiðara FT.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert