Þrumur og eldingar

Gríðarlegt úrhelli var í Mýrarskógum við Laugarvatn þegar rigningin var …
Gríðarlegt úrhelli var í Mýrarskógum við Laugarvatn þegar rigningin var sem mest. mbl.is/Eggert

Gríðarlegt þrumuveður og úrkoma hefur verið á Suðurlandi í dag. Mikill þrumugangur var við Þingvelli og einnig á svæðinu milli Árness og Hvolsvallar. Að sögn Veðurstofunnar má reikna með að dragi úr þrumuveðrinu með kvöldinu.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur taldi að mjög hafi dregið úr þrumuveðrinu á Þingvöllum og þar fyrir austan. Því myndi siðan ljúka með kvöldinu þegar kólnaði.

Hann sagði að ljósagangsins hafi aðallega gætt á tveimur svæðum.  Annars vegar í kringum Þingvelli og hins vegar í kringum Hvolsvöll. Þá voru miklir bólstrar rétt austan við Hellisheiði.

Mjög mikil úrkoma hefur verið á sumum veðurstöðvum í dag, t.d. í nálægt Hvolsvelli. Þar mældist t.d. 10,6 mm úrkoma á einni klukkustund, milli kl. 16.00 og 17.00. 

Talsvert hefur verið hringt til Veðurstofunnar vegna þessa óvenjulega veðurs. Maður sem var staddur austur undir Heklu sagði að svo kröftugt haglél hafi komið að blöð rifnuðu af trjám eða urðu götótt. 

Þá hringdu vegfarendur sem sögðust hafa verið að aka í mestu rigningu sem þeir höfðu lent í á ævinni. 

Rauðu deplarnir sýna eldingar í dag en gulu krossarnir eldingar …
Rauðu deplarnir sýna eldingar í dag en gulu krossarnir eldingar í gær. Veðurstofa Íslands
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert