Óvissu um bankana eytt

Í morgun kynnti ríkisstjórnin samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu. Kröfuhafar í bankana sem um ræðir munu nú velta fyrir sér þessu samkomulagi og talið er líklegt að þeir muni ganga að því.

Erlendir kröfuhafar munu samkvæmt samkomulaginu eignast meirihlutann í Íslandsbanka og Kaupþingi en ríkið mun áfram sjá um rekstur Landsbankans. Kröfuhafar í gamla Landsbankann eru breska og hollenska ríkið og erlendir aðilar sem ekki hafa áhuga á að stunda bankarekstur á Íslandi.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert