Steingrímur í beinni á CNBC

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, verður í viðtali hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni CNBC í dag kl. 17:00 að íslenskum tíma. Viðbrögð erlendra miðla við samkomulagi stjórnvalda og skilanefnda bankanna hafa almennt verið góð og vék Steingrímur sérstaklega að þessu á fundi með blaðamönnum í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Snemma í morgun voru sendar út fréttatilkynningar um samkomulagið. 

Eins og fram hefur komið gerir samkomulagið ráð fyrir að skilanefndir föllnu bankanna, Glitnis og Kaupþings, eignist eignarhluti í nýju bönkunum, Íslandsbanka og Nýja Kaupþingi. Í tilviki Nýja Kaupþings eignast skilanefndin allt að 87% hlutafjár. Í tilviki Íslandsbanka hefur skilanefnd Glitnis öðlast rétt til að eignast, fyrir hönd kröfuhafa, allt hlutafé í bankanum. 

Samkomulagið er háð samþykki FME og áreiðanleikakönnunar sem þarf að fara fram á nýju bönkunum áður.  

Nú stendur yfir fundur í Þjóðmenningarhúsinu þar sem verið er að kynna samkomulagið fyrir nefndarmönnum efnahags- og skattanefndar, fjárlaganefndar og viðskiptanefndar. 

Umfjöllun Financial Times. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert