Bágborin staða lögreglunnar

Ekki var hægt að taka alla eftirförina upp þar sem ...
Ekki var hægt að taka alla eftirförina upp þar sem lögreglan hefur ekki efni á að kaupa dvd diska mbl.is/Júlíus

Stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur (LR) tekur undir sjónarmið lögreglumanns sem sent hefur bréf til fjölmiðla þar sem hann lýsir því ástandi sem ríkir í málefnum lögreglunnar. Hún sé svo illa stödd fjárhagslega að ekki séu til peningar til að kaupa dvd diska í upptökutæki lögreglubifreiða og erfitt sé að sinna útköllum vegna þess hve fáir séu á vakt.  Skorar stjórn LR á stjórnvöld að endurskoða fyrirhugaðan niðurskurð fjármála til lögreglu.

„Stjórn LR hefur ítrekað bent á versnandi ástand í löggæslumálum, öryggi lögreglumanna og öryggi íbúa en talað fyrir daufum eyrum," að því er segir í yfirlýsingu stjórnar LR. Sem tekur fram að bréf lögreglumannsins er ekki   skoðun þessa eina lögreglumanns heldur endurspeglar hug flestra félagsmanna LR. Stjórn LR getur staðfest að lögreglumenn haf í auknum mæli lýst yfir áhyggjum sínum af eigin öryggi í starfi.

Bréfið sem nafnlaus lögreglumaður sendi á fjölmiðla. Hann biður um að upplýsingum um hann sé haldið leyndum en að innhald bréfsins eigi erindi við heimili landsins.

Eru einir á bíl í útköllum

„Eins og marg oft hefur fram komið hjá Landssambandi lögreglumanna er fáliðun mikil á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglubifreiðar á vegum LRH eru 5-7 og hefur umferðardeildin nokkur hjól. Stundum er sérsveitin ekki að æfa í Keflavík og er þá einn bíll til staðar frá þeim, jafnvel tveir.

Þetta hefur valdið vandamálum. Get ég nefnt nýleg dæmi. Yfirstandandi innbrot í Mosfellsbæ þar sem næsta lögreglubifreið var á Sæbraut.

Slagsmál í Lindahverfi Kópavogs þar sem næsta lausa lögreglubifreið var í 101 Reykjavík. Lögreglubifreið úr Hafnarfirði er sífellt í Breiðholtinu til að aðstoða Kópavogsbifreið og er Hafnarfjörður jafnan óvarinn á meðan.
Við þessu var brugðist með því að setja lögreglumenn eina á bíl. Eitthvað sem að mati lögreglumanna er hættulegt.

Lögreglumenn hafa jafnvel verið einir á bifreiðum á næturvöktum um helgar. Vegna sífelldra niðurskurða er svo komið að þessi aðgerð hefur mistekist og núna eru færri lögreglumenn á færri lögreglubifreiðum en áður.

Þetta er eitthvað sem hefur verið bent á og er ekki helsta ástæða fyrir því að þessi tölvupóstur er sendur.

Ein helsta vörnin fyrir því að hægt hafi verið að setja lögreglumenn eina í lögreglubifreiðar hefur verið hinn svokallaði Eye-witness búnaður. Þetta er upptökubúnaðurinn sem tekur upp það sem fram fer fyrir utan lögreglubifreiðina sem innan. Búnaðurinn notast við DVD diska til að vista gögnin.

Sökum fjármagnsskorts hefur embætti LRH ekki keypt tóma diska í einhvern tíma og eru nú ekki til diskar hjá LRH. Kom því upp það sorglega tilfelli nú um helgina að eftirförin á eftir Yaris bifreiðinni er að mestum hluta byggð á frásögn eins lögreglumanns.

Um er að ræða þann hluta eftirfararinnar sem átti sér stað í Breiðholti, á göngustígum og í Elliðaárdal þar sem fólki var stefnt í lífshættu. Lögreglumaður þeirrar lögreglubifreiðar(273) var einn í bifreiðinni og var slökkt á upptökubúnaði þar sem ekki var til tómur diskur fyrir hann.

Næsta lögreglubifreið inn í eftirförina var lögreglubifreið 228 sem er 2006 árgerð af Volvo, tvöfaldur viðgerður tjónabíll sem ekinn er á fjórða hundrað þúsund kílómetra. Til stóð að sú bifreið yrði ekki lengur notuð við hefðbundið eftirlit og í útköll almennu deildar og var því Eye-witness búnaður fjarlægður úr henni 2008.

Hafnarfjarðarbifreið, 281, varð fyrir vélarbilun í Mosfellsbæ. Mun það ekki vera óalgengt með þá bifreið. Í raun er eina ástæðan fyrir því að einhver hluti af eftirförinni náðist á myndband sú að sérsveit RLS var stödd með tvær bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og gat því aðstoðað við eftirförina og var það þeim að þakka að ekki fór verr.

Þá er hægt að víkja að því hvernig eða öllu frekar hvort löggæslu var háttað á höfuðborgarsvæðinu meðan þetta fór fram.

Yfirstjórn LRH myndi líklega verja þetta með þeim orðum að um væri að ræða undantekningartilfelli en staðreyndin er sú að þessum undantekningartilfellum fer ört fjölgandi. Þeim fer fjölgandi útköllum eða verkefnum sem lögreglan sinnir alls ekki. Þessi fáliðun og niðurskurður hefur valdið því að viðbragðstími lögreglu er langt frá því að vera viðunandi og hefur verið í langan tíma. Skemmst er að minnast ránsins á Seltjarnarnesi. Húsvörður LRH, eldri maður, sem ekki hefur sinnt lögreglustörfum í fjölda fjölda ára er til að mynda kominn á lögreglubifreið og farinn að sinna útköllum.

Ekki er hægt að nefna nein dæmi um að þetta hafi valdið líkams- eða eignatjóni, einfaldlega vegna þess að ekki er hægt að benda á slíkt með beinum hætti. Þá er klárt að afbrotamenn sleppa mun oftar en áður, vegna þess að lögreglan er lengi á vettvang, ef hún yfirhöfuð kemst þangað.

Fáliðunin teygir sig upp úr almennu deild lögreglunnar í rannsóknardeildir sem nýlega urðu fyrir miklum breytingum, að flestra mati til hins verra, þar sem meðal annars forvarnadeild lögreglu var lögð niður. Þar eru dæmi um að einstakir rannsóknarlögreglumenn séu með um 100 mál til rannsóknar. Þeir eru sem betur fer ekki margir en málunum hjá þeim sem eru "bara" með 30-40 mál fer fjölgandi. Er það vegna fjölgunar afbrota, niðurskurðar á vinnutíma, fækkunar starfsmanna, álags í starfi og ömurlegra starfsskilyrða.

Yfirstjórn LRH státar sig af því að verja starfsmenn sína en það mun aðeins vera á yfirborðinu. Þeir veigra sér nú við því að ráða starfsmenn til lengri tíma og gætu þannig verið að undirbúa niðurskurð á starfskrafti um áramótin. Þar eru nokkrir starfsmenn sem eru með tímabundna ráðningu. Þar er jafnvel dæmi um að tímabundin ráðning stangist á við starfsmannalög en starfsmenn geta ekkert gert þar sem þeir hafa aðeins um tvo kosti að ræða, sætta sig við stuttar ráðningar eða missa vinnuna. Þannig er mönnum haldið í gíslingu og látnir sætta sig við afarkosti. Sumir eiga jafnvel erfitt með að taka sumarfrí.

Sífellt er talað um skerta þjónustu lögreglu en almenningur virðist ekki skilja hvað í því felst. Einhverjir tengja það við styttri opnunartíma lögreglustöðva.

Lögreglan í dag þjónustar almenning með því að veita lífsbjargandi aðstoð, stöðva yfirstandandi afbrot og safna upplýsingum í blaðabunka sem kemur í flestum tilfellum til með að rykfalla í skjalageymslum.
Staðreyndin er sú að árið 2007 hætti lögreglan að mestu að sinna umferðaróhöppum en við tóku starfsmenn tryggingafélaga. Umferðarlagabrot sjást nú vart lengur í dagbók lögreglu nema fyrir tilstilli umferðardeildar sem tekur að sér stutt áhersluverkefni. Lögreglustöðvar eru lokaðar og læstar á nóttinni. Það eru undir helmingslíkur á því að það sé mönnuð lögreglubifreið stödd í þínu póstnúmeri. Hún gæti verið í næsta, en líklega er hún í þarnæsta og líklega er hún upptekin.

Hvað er eftir til að þjónusta?
Eða eigum við að spyrja okkur að því hversu langt er í að lögregla hætti að geta veitt lífsbjargandi aðstoð?
Innbrot eru skráð sem eignaspjöll þegar engu er stolið, til að reyna að hefta tölfræðina í að tala sínu máli. Í umferðaróhöppum, ef fólk slasast, er það ekki skráð sem slys nema viðkomandi hafi verið fluttur með sjúkrabifreið, til að fækka slysum á tölfræðinni. Þarna er verið að fegra ófagran sannleikann.

Lengra verður þetta ekki að sinni en ég hvet ykkur, fjölmiðla, um að koma sannleikanum á framfæri við almenning. Það er að lögregla hefur orðið fyrir svo miklu tjóni undanfarið að hún mun eiga erfitt með að sanna það að Yaris-ökumaðurinn ók í raun og veru á gangstígum í Breiðholti og í Elliðaárdal. Eina sönnunin sem er nú fyrir hendi er orð eins lögreglumanns. Líklegast verður að auglýsa eftir vitnum að akstrinum svo hægt verði að refsa ökumanninum. Ef LRH á ekki efni á tómum DVD diskum eða plastglösum, hvernig á embættið að geta borgað laun?

Fjárskortur er farinn að hefta störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
Fjárskortur er farinn að hefta störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu
mbl.is

Innlent »

Ekki starfstjórnar að ræða við hreppinn

18:10 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra afhenti í dag sveitarstjórn Skútustaðahrepps bréf fjármála- og efnahagsráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra um umbætur í fráveitumálum sveitarfélagsins. Segir þar að starfsstjórn þyki ekki rétt að fara í viðræður við hreppinn fyrr en að loknum kosningum. Meira »

Strætó ekið á mann í miðborginni

18:05 Strætisvagni var ekið utan í karlmann í miðborginni á fimmta tímanum í dag. Hlaut maðurinn áverka á áverka á fæti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi til skoðunar og aðhlynningar. Meira »

Hvað á að gera við stjórnarskrána?

17:59 Meðal þess sem verður mögulega á verkefnaskrá næstu ríkisstjórnar eru stjórnarskrárbreytingar og hvernig skuli standa að þeim. Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram við þingkosningarnar sem fram fara 28. október hafa oft á tíðum ólíka stefnu þegar kemur að málaflokknum. Meira »

Dómur ómerktur í auðgunarbrotamáli

17:48 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm Héraðsdóms Suðurlands frá því í júlí síðastliðnum í auðgunarbrotamáli, þar sem ákærðu var gefið að sök að hafa undirritað tilkynningar um eigendaskipti á samtals 20 vinnuvélum og ökutækjum, án þess að nokkurt endurgjald kæmi fyrir. Meira »

Flugskýli fullt af froðu

17:20 Nýtt flugskýli Icelandair var í morgun hálffyllt af eldvarnarfroðu, en slíkt er hluti af öryggisprófi sem Brunavarnir Suðurnesja framkvæmdu. Stefnt er að því að taka flugskýlið í notkun á næstunni. Meira »

Slitnaði upp úr í kjaraviðræðum

17:10 Nú fyrir skömmu slitnaði upp úr viðræðum í kjaradeilu á milli Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair hjá ríkissáttasemjara. Þetta staðfestir Jón Þór Þorvaldsson, formaður samninganefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna í samtali við mbl.is. Meira »

Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

16:30 Bókabæirnir austanfjalls hafa um nokkurra ára skeið staðið fyrir þematengdum málþingum, sem haldin eru til skiptis í bókabæjunum Árborg, Ölfusi og Hveragerði. Selfoss á leikinn í ár og þemað er Kerlingabækur. Meira »

Vilja samrýmt verklag í kynferðisbrotum

16:59 Útbúa þarf samræmdar leiðbeiningar sem lýsa verklagi hjá lögreglu auk gátlista í meðferð kynferðisbrota. Kanna þarf hvort kalla ætti til sérfræðinga í auknum mæli sem eru sérhæfðir í áföllum í meðferðum kynferðisbrota. Meira »

Hægt væri að setja bráðabirgðalög

16:29 Hægt væri að setja bráðabirgðalög svo Stundin og Reykjavík Media gætu borið lögbann, sem sýslumaður setti á frekari umfjöllun miðlanna, byggða á gögnum innan úr Glitni, undir dómstóla strax í upphafi næstu viku. Þetta segir Einar Gautur Steingrímsson hæstaréttarlögmaður. Meira »

Stofna starfshóp um nýjan Laugardalsvöll

15:41 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lýsti yfir vilja sínum til að stofna starfshóp um næstu skref í uppbyggingu Laugardalsvallar. Þetta kom fram á fréttamannafundi um málefni vallarins í Laugardalnum í dag. Meira »

Áforma byggingu nýs Sjálfsbjargarhúss

15:27 Sjálfsbjörg og Reykjavíkurborg undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að þróun og skipulagningu á lóð Sjálfsbjargar við Hátún 12. Gerð deiliskipulags á reit Sjálfsbjargar við Hátún 12 verður grundvöllur að framtíðaruppbyggingu samtakanna á lóðinni. Meira »

77% andvíg lögbanni á fréttir fjölmiðla

15:25 Meirihluti Íslendinga, eða 77%, er andvígur lögbanni sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning fjölmiðla upp úr gögnum innan úr Glitni. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Fram kemur að tæp 64% séu mjög andvíg lögbanninu og 13% frekar andvíg. Meira »

Hæstiréttur ómerkir Chesterfield dóminn

15:16 Hæstiréttur hefur ómerkt sýknudóm héraðsdóms í Chesterfield málinu sem einnig hefur verið nefnt CLN-málið. Í málinu voru Hreiðar Már, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson ákærðir fyrir umboðssvik Meira »

„Ekki búið að fara fram á lögbann“

14:52 „Það er ekkert að frétta,“ segir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, um hugsanlegt lögbann gegn breska miðlinum The Guardian. Meira »

Ræða framtíð Laugardalsvallar

14:43 Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar.  Meira »

Snýst um jafna málsmeðferð

15:10 „Málið snýst ekki um hvort Freyja geti orðið fósturforeldri eða ekki heldur snýst þetta um hvort málsmeðferðin hafi verið eins í hennar máli og öðrum þar sem ófatlaðir einstaklingar eiga í hlut,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður baráttukonunnar Freyju Haraldsdóttur. Meira »

Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

14:47 Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Meira »

Forstjóri Landsvirkjunar í falsfréttum

14:31 Hörður Arnarson, forstjóri Lansdvirkjunar, kemur fyrir í falsfrétt sem er í dreifingu á Facebook þar sem honum eru eignuð upplogin ummæli um að „þúsundir Íslendinga séu að segja upp störfum“ og að ríkisstjórnin hafi aldrei verið hræddari. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Playback borðtennisborð
PLAYBACK borðtennisborð frá BUTTERFLY m/neti, blá eða græn. 19mm borðplata Verð:...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel Facebook > Mag...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Niðurstaða sveitarstjórnar
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi S...