Fíkniefnaneysla viðvarandi fylgifiskur Þjóðhátíðar

Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mbl.is

Lögreglan í Vestmannaeyjum hvetur fólk til að vera vakandi varðandi hugsanlegan flutning fíkniefna til Eyja fyrir Þjóðhátíð sem fram fer um Verslunarmannahelgina. Segir hún að fíkniefnaneysla sé því miður orðin viðvarandi fylgifiskur Þjóðhátíðar og þarf lögreglan á allri þeirri aðstoð að halda sem í boði er.

„Fólk er hvatt til að taka ekki með sér farangur eða pakka til Eyja, fyrir aðra, ef grunur leikur á að í þeim séu fíkniefni, þetta er þekkt leið til að koma fíkniefnum á milli landshluta og er fólk því hvatt til að vera á varðbergi. Þeir sem einhverjar upplýsingar hafa um hugsanleg fíkniefnamisferli geta hringt í síma lögreglunnar í Vestmannaeyjum 481 1665 eða sjálfvirkan símsvara Ríkislögreglustjóra 800 5005. Fullum trúnaði er heitið," að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert