Hollendingar þrýsta á Íslendinga

Retuers

Utanríkisráðherra Hollands, Maxime Verhagen, hringdi í dag í Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og þrýsti á að Alþingi ljúki afgreiðslu Icesave-samkomulagsins og samþykki það. Greint er frá þessu í hollenskum fjölmiðlum í dag. 

Á vef hollenska dagblaðsins Trouw er farið yfir það þegar hundruð þúsunda hollenskra sparifjáreigenda stóðu frammi fyrir því að geta ekki endurheimt þá fjármuni sem þeir áttu inni á reikningum Landsbankans. Í kjölfarið hafi íslensk stjórnvöld og hollensk og bresk gengið frá samkomulagi um hvernig endurgreiða ætti sparifjáreigendum í Hollandi og Bretlandi.

Þar sem Ísland sé tæknilega gjaldþrota og gæti ekki greitt innistæðueigendum þá hafi stjórnvöld samið um að hollensk stjórnvöld myndu lána íslenskum stjórnvöldum fyrir innistæðunum til 15 ára. Hins vegar eigi Alþingi enn eftir að samþykkja samkomulagið.

Svo virðist sem einhver snuðra sé hlaupin á þráðinn því í dagblaðinu Volkskrant í dag hafi verið greint frá því að væntanlega sé ekki meirihluti á Alþingi fyrir samkomulaginu.

Verhagen segir í samtali við Trouw að það sé algjörlega nauðsynlegt að Ísland samþykki samkomulagið. Annars geti liðið langur tími þar til Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið. 

„Lausn Icesave-deilunnar myndi flýta fyrir umsóknarferli Íslands í Evrópusambandið," segir Verhagen. Það myndi sýna það og sanna að Íslendingar taki tilskipanir ESB alvarlega.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert