Matjurtir merktar upprunalandi

mbl.is/Ómar

„Með þessum samningi og viljayfirlýsingu er verið að tryggja í sessi stöðu garðyrkjubænda,“ segir Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en hann undirritaði fyrr í dag breytingar á gildandi aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða frá mars 2002. Við sama tækifæri kynnti hann nýja reglugerð sem tekur gildi 1. september nk. þar sem kveðið er á um merkja skuli matjurtir með upprunalandi. Sagðist Jón sannfærður um að upprunamerking myndi styrkja stöðu íslenskrar framleiðslu enn frekar í sessi. 

Aðlögunarsamningurinn er sambærilegur breytingum sem gerðar voru á búvörusamningnum sem gerðir voru í apríl sl. varðandi framleiðslu mjólkur og kindakjöts. Þannig eru samningsaðilar, þ.e. ríkið, Bændasamtök Íslands og Samband garðyrkjubænda, sammála um að framlengja samninginn um tvö ár eða til ársloka 2013 og verður hann vísitölubundinn frá þeim tíma.

Framlög á árinu 2009 verða eins og fjárlög kveða á um eða 251,7 milljónir króna. Framlög ársins 2010 verða 2% hærri en 2009 og verða 257 milljónir króna óháð verðlagsþróun. Árið 2011 hækka framlög aftur um 2% frá árinu 2010 auk þess bætist við helmingur af því sem upp á vantar til að uppfylla samninginn. 

Samhliða samningnum var undirrituð viljayfirlýsing um ásetning aðila um að auka hagkvæmni íslenskrar ylræktar og auka möguleika greinarinnar á komandi árum. Yfirlýsingin hljóðar svo: „Til að auka hagkvæmni íslenskrar ylræktar lýsa samningsaðilar yfir vilja sínum að skoða sameiginlega hvort hægt sé að draga enn frekar úr framleiðslukostnaði eins og með bættri orkunýtingu og með því að efla þróun og nýjungar almennt. Jafnframt þessu setja samningsaðilar sér það markmið að auka möguleika greinarinnar, t.d. með útflutningi og treysta hana þannig betur í sessi á komandi árum. Í þessu sambandi munu samningsaðilar setja á fót starfshóp sem hafi það hlutverk að leita leiða til að ná fram ofangreindum markmiðum.“

Við undirritunina minnti Þórhallur Bjarnason, formaður Sambands garðyrkjubænda, á að garðyrkjubændur væru enn óánægðir með hátt raforkuverð til garðyrkjubænda. Sagðist hann fagna reglugerðinni um merkingu upprunalands enda hefði það verið baráttumál garðyrkjubænda sl. ár. 

„Samningar við bændur eru mikilvægari en menn hafa áður gert sér grein fyrir,“ sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands. Sagði hann nýlega samantekt BÍ sýna að íslenskur landbúnaður framleiði um 50% allra matvæla sem neytt eru hérlendis.   Á myndinn eru Haraldur Benediktsson, Jón Bjarnason, Þórhallur Bjarnason og ...
Á myndinn eru Haraldur Benediktsson, Jón Bjarnason, Þórhallur Bjarnason og Steingrímur J. Sigfússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Johni Snorra gengur vel í vitlausu veðri

10:29 Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson er kominn í búðir tvö á fjallinu K2 ásamt fjórum öðrum en hann freistar þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ná á topp fjallsins sem er eitt það hættulegasta í heimi. Tæplega þriðjungur þeirra sem reyna við fjallið láta lífið við það. Meira »

„Hjartans þakkir fyrir allt sem þið gerðuð“

08:19 Foreldrar Jennýjar Lilju, þriggja ára stúlku sem lést í slysi í október árið 2015, hafa fært Björgunarfélaginu Eyvindi öndunarvél og súrefnismettunarmæli að gjöf. Tækin eru ætluð til að hafa í bíl vettvangshóps björgunarfélagsins. Félagar í Eyvindi komu fyrstir að slysinu sem varð við sveitabæ í Biskupstungum. Meira »

Spá 25 stiga hita

07:37 Veðrið mun halda áfram að leika við Norðlendinga og nærsveitamenn í dag og spáir Veðurstofa Íslands allt að 25 stiga hita á norðaustanverðu landinu. Varað er við hvassviðri á norðanverðu Snæfellsnesi. Meira »

Sagður hafa fallið fimm metra

06:16 Maður var fluttur á slysadeild Landspítalans í nótt eftir fall við Marteinslaug í Grafarholti. Lögreglunni barst tilkynning um málið rétt fyrir klukkan 2 í nótt og samkvæmt henni hafði maðurinn fallið fimm metra. Meira »

Tilkynnt um mann í sjónum við Granda

06:06 Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem hefði fallið í sjóinn við Grandagarð. Meira »

Handtekinn í brúðkaupi

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í brúðkaupsveislu í nótt.  Meira »

John Snorri er lagður af stað

Í gær, 22:59 John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið. Meira »

Fjölmenni í Ásbyrgi

Í gær, 23:15 „Menn endast hérna á meðan veðrið er gott,“ segir Guðmundur Ögmundsson þjóðgarðsvörður um tjaldsvæðið í Ásbyrgi en um 7-800 manns hafa lagt leið sína þangað til þess að tjalda í góða veðrinu. Meira »

Smíðar báta fyrir fiskeldi

Í gær, 21:29 „Áhugi á fiskeldi er að aukast, það vantar báta sem eru fljótari í förum en tvíbytnurnar,“ segir Vilhjálmur B. Benediktsson, framkvæmdastjóri Pípulagningarþjónustu Vilhjálms og Axels og Bátasmiðjunnar Ránar á Djúpavogi. Meira »

Leitinni frestað um sinn

Í gær, 21:10 Áfram var leitað í dag að Georgíumanninum Nika Begades, sem féll í Gullfoss á miðvikudag. Leitarsvæðið á ánni var stækkað til muna í dag og var leitað frá Laugarási og vel upp fyrir Brattholt. Meira »

Heimur kvikmynda er alþjóðlegur

Í gær, 21:00 Ragnhildur Magnúsdóttir Thordarson, eða Ragga eins og hún er alltaf kölluð, er búsett í Los Angeles í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar hjá hinum virta skóla New York Film Academy. Ragnhildur hefur tekið þátt í fjölda verkefna bæði erlendis sem og hér heima og var meðal annars ráðgjafi teymisins á bak við Simpson-þættina vinsælu þegar Íslandsþáttur þeirra var gerður. Meira »

Vinningsmiðinn seldur í Garðabæ

Í gær, 19:37 Einn hafði heppnina með sér þegar dregið var út í Lottó í kvöld, en sá miðahafi hafði fjórar réttar tölur auk bónustölunnar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri getspá. Meira »

Vinnuslys á Suðurlandi

Í gær, 19:26 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan sjö í kvöld til þess að sækja slasaðan mann á Suðurland, skammt frá Hrólfsstaðahelli og Leirubakka, sem lenti í vinnuslysi. Meira »

Gjaldheimta hafin við Seljalandsfoss

Í gær, 19:07 Gjaldtaka er hafin við Seljalandsfoss. Rukkað er á bílastæðinu við fossinn og er sólarhringsgjald fyrir hvern bíl 700 krónur en 3 þúsund fyrir rútur. Gjöldunum mun vera ætlað að standa straum af kostnaði vegna uppbyggingar innviða við fossinn. Meira »

Gleymdi dómarinn spjöldunum í hálfleik?

Í gær, 18:27 Dómararnir í leik Íslands og Sviss fengu ekki mikið lof frá íslenskum Twitter-notendum svo ekki sé kveðið fastar að orði. Bragi Valdimar Skúlason grínisti var einn þeirra og velti hann fyrir sér hvort dómarinn hafi hreinilega ekki skammast sín fyrir að hafa gleymt spjöldunum í sjoppunni í hálfleik. Meira »

Fékk fyrsta Moggann í arf

Í gær, 19:24 „Blaðið er nánast eins og nýtt þrátt fyrir að vera næstum orðið 104 ára,“ segir Kjartan Aðalbjörnsson, eigandi fyrsta tölublaðs Morgunblaðsins í upprunalegu prenti. Meira »

Margir á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi

Í gær, 19:04 Þétt er setið á tjaldsvæðunum í Ásbyrgi, þar sem í dag er tuttugu stiga hiti og léttskýjað. Sú veðursæld laðar að og hefur fjöldi fólks verið á svæðinu í líðandi viku. Meira »

Mæla með að allt sé uppi á borðum

Í gær, 17:19 Yfir 99 prósent þeirra kvenna sem gefa egg hér á landi velja það að vera opnir gjafar. Þau börn sem verða til úr eggjum þeirra, ef einhver verða, eiga rétt á fá að vita hver gjafinn er, eftir að þau hafa náð 18 ára aldri. Meira »
STOFUSKÁPUR
Stofuskápur til sölu verð 20,000 uppl 8983324...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...