Vilja ganga lengra en Verhagen

Maxime Verhagen.
Maxime Verhagen.

Hollenskir fjölmiðlar fjalla í dag áfram um Icesave og möguleika á að það verði ekki samþykkt hér. Dagblaðið Volkskrant segir á vef sínum í dag að Verkamannaflokkurinn, Partij van de Arbeid, (PvdA) vilji ganga enn lengra heldur en utanríkisráðherra landsins sem ræddi við Össur Skarphéðinsson í gær. 

Líkt og fram kom á mbl.is í gærkvöldi hringdi Maxime Verhagen, utanríkisráðherra Hollands, í íslenska starfsfélaga sinn, Össur Skarphéðinsson í gær. Samkvæmt frétt hollenska blaðsins Trouw sagði Verhagen að samþykkja þurfi Icesave-samkomulagið ef Íslendingar vilja uppfylla skilyrði fyrir Evrópusambandsaðild.

 Á vef Volkskrant í dag er haft eftir Luuk Blom, þingmanni PvdA, að flokkurinn vilji einungis ræða við Íslendinga ef allt sé frá gengið. „Fyrst peningana, síðan viðræður." 

Frétt Volkskrant í dag

Umfjöllun EUOberserver um samskipti Hollands og Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert