Vill milljarða af Björgólfsfeðgum

Morgunblaðshúsið í Hádegismóum.
Morgunblaðshúsið í Hádegismóum. mbl.is/ÞÖK

Þrotabú Samsonar hefur höfðað mál gegn Samson Global Holdings í Lúxemborg vegna skuldar upp á 109,5 milljónir evra, eða um 19,4 milljarða króna á núverandi gengi. Skuldin er tilkomin vegna lánalínu [subordinated revolving credit facility] sem Samson Global Holdings fékk hjá félaginu.

Samson Global Holdings var stofnað á Bresku Jómfrúaeyjum og er í eigu félaganna Rosetta og Rainwood, sem eru í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar. Auk þess er krafist að ákvæði lánasamnings sem gerður var vegna sama láns verði ógiltur en með umræddu samningsákvæði var lánið, sem upprunalega hljóðaði upp á 90 milljónir evra, gert víkjandi gagnvart öðrum skuldum Samsonar Global. Samningurinn var gerður 9. nóvember 2007, ellefu mánuðum áður en Samson óskaði eftir greiðslustöðvun.

Málshöfðun þrotabús Samsonar gegn félagi Björgólfsfeðga í Lúxemborg er aðeins ein af fimm málshöfðunum þrotabúsins gegn félögum sem tengjast þeim, en Morgunblaðið hefur stefnurnar undir höndum. Þrotabúið krefst þess m.a. að kaupsamningi frá 25. júní 2008 þegar Samson keypti allt hlutafé í MGM eignarhaldsfélagi af Urriða, dótturfélagi Straums Burðaráss, á 822,4 milljónir króna, verði rift. Eina eign MGM var 16,7% hlutur í Árvakri. Þrotabúið telur að um „óskiljanlegt kaupverð“ sé að ræða með hliðsjón af fjárhagsstöðu Árvakurs á þeim tíma og vill rifta kaupunum.

  • Þrotabú Samsonar, félags Björgólfsfeðga, höfðar mál upp á 19,4 milljarða gegn félagi þeirra í Lúxemborg
  • Þrotabúið er sjálfstæður lögaðili en er í dag í raun eign kröfuhafanna, þ.e lánardrottna Samsonar  
  • Þrotabúið höfðar fimm sjálfstæð mál gegn Björgólfsfeðgum og tengdum félögum
  • Þrotabúið vill rifta gjafagerningum til félaga tengdum Samson
  • Lýstar kröfur í þrotabú Samsonar eru nálægt 100 milljörðum króna en eignir þess aðeins rúmir 2,3 milljarðar króna
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert