Borga tvo milljarða fyrir Breta?

mbl.is/Eggert

Í máli Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns á málstofu um nokkur álitaefni á Icesave samkomulagi sem fram á vegum Háskóla Íslands, kom fram að til væri sérstakur uppgjörssamningur um það hvernig fara skuli með uppgjör Breta án þess að hann gæti lýst því nákvæmlega í hverju hann fælist. En þar inni væru kröfur sem hann hefði aldrei órað fyrir því að hægt væri að setja fram. Nefndi hann dæmi um að inni í þeirri ríkisábyrgð sem krafist er af Íslendingum væri lögmannskostnaður upp á um tvo milljarða fyrir Breta. Hvatti Ragnar til þess að þrýst yrði á um að gera þessa samninga opinbera. Í erindi Ragnar sem bar yfirskriftina "Ætlar íslenska ríkið að lögfesta víðtækari ábyrgð en því ber?" segir hann það ekki fá staðist að innlánseigendur geti fengið greidda hærri upphæð en svarar til endanlegrar úthlutunar úr búi Landsbankans. Sagði Ragnar að færi málið eins og í stefndi væri endanlega lokað fyrir að hægt væri að fara með málið fyrir dómstóla eins og hefði verið í umræðunni.

Dr. M. Elvira Mendéz Pinedo tók fyrir Evrópuréttarleg álitaefni um ábyrgð íslenska ríkisins. Sagði hún að reglurnar um ríkisábyrgð væru á gráu svæði. Reglurnar hefðu hvorki verið gerðar fyrir lítil ríki né fyrir lönd með fáa banka.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Hún fór stuttlega yfir þau skilyrði sem liggja til grundvallar því að hægt sé að tala um bankahrun. Allir hafi vitað að tilskipunin myndi ekki vernda heilt land og í dag gætu t.d. aðeins 13 af 27 löndum innan ESB staðið við innistæðutryggingar ef til bankahruns kæmi.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Vandamálið snúi að túlkun á ESB og EES lögum. EES lög séu byggð á lögum ESB, þá þurfi að skilgreina hvar lagaskil séu á milli ESB og EES laga annars vegar og alþjóðlegra laga hins vegar. Þetta sé í raun stærsti áreksturinn sem hafi komið upp við EES lögin. Aðeins sé ein klásúla í samningum þeirra á milli sem segi að komi upp ágreiningur milli ESB og EES “megi” vísa málinu til Evrópudómstólsins.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Þegar slíkur ágreiningur sé til staðar eins og núna um ríkisábyrgð, þá sé ekki nóg að horfa aðeins á tilskipunina heldur verði að horfa á málið í víðu samhengi.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Elvira sagðist sammála um leysa þurfi deiluna og að það þurfi að borga lágmarkið. Sagðist Elvira hafa áhyggjur af því að það yrði ekki til innri markaður ef þessi deila leysist ekki milli Íslendinga, Holllendinga og Breta því þá komi allir til með að hata ESB.

 Er hægt að veita íslenska tryggingasjóðnum forgang? Þetta er það sem allir vilja sagði Peter Dyrberg, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og ráðgjafi Ice-save samninganefndarinnar en erindi hans var  “Grundvöllur ábyrgðar – efni samninganna..

<!--[if !supportEmptyParas]--><!--[endif]--> Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.

<!--[if !supportEmptyParas]--><!--[endif]--> Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.

Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést.

mbl.is

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Nýjar GUESS gallabuxur í stærð 27/34
Nýjar Guess gallabuxur "Cigarette Mid" sem er "slim fit", "mid rise" og "cigaret...
Yamaha Fz1-S árg 2008. 1000cc. 150 hö
Skemmtilegt hjól með þægilega ásetu. Afar vel með farið. Er á óslitnum Michelin ...
HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir
Stórkostlegar Nuddoliur komnar tilboð 2000 kr flaskan, 6 mismunandi tegundir ...
 
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...