Borga tvo milljarða fyrir Breta?

mbl.is/Eggert

Í máli Ragnars H. Hall, hæstaréttarlögmanns á málstofu um nokkur álitaefni á Icesave samkomulagi sem fram á vegum Háskóla Íslands, kom fram að til væri sérstakur uppgjörssamningur um það hvernig fara skuli með uppgjör Breta án þess að hann gæti lýst því nákvæmlega í hverju hann fælist. En þar inni væru kröfur sem hann hefði aldrei órað fyrir því að hægt væri að setja fram. Nefndi hann dæmi um að inni í þeirri ríkisábyrgð sem krafist er af Íslendingum væri lögmannskostnaður upp á um tvo milljarða fyrir Breta. Hvatti Ragnar til þess að þrýst yrði á um að gera þessa samninga opinbera. Í erindi Ragnar sem bar yfirskriftina "Ætlar íslenska ríkið að lögfesta víðtækari ábyrgð en því ber?" segir hann það ekki fá staðist að innlánseigendur geti fengið greidda hærri upphæð en svarar til endanlegrar úthlutunar úr búi Landsbankans. Sagði Ragnar að færi málið eins og í stefndi væri endanlega lokað fyrir að hægt væri að fara með málið fyrir dómstóla eins og hefði verið í umræðunni.

Dr. M. Elvira Mendéz Pinedo tók fyrir Evrópuréttarleg álitaefni um ábyrgð íslenska ríkisins. Sagði hún að reglurnar um ríkisábyrgð væru á gráu svæði. Reglurnar hefðu hvorki verið gerðar fyrir lítil ríki né fyrir lönd með fáa banka.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Hún fór stuttlega yfir þau skilyrði sem liggja til grundvallar því að hægt sé að tala um bankahrun. Allir hafi vitað að tilskipunin myndi ekki vernda heilt land og í dag gætu t.d. aðeins 13 af 27 löndum innan ESB staðið við innistæðutryggingar ef til bankahruns kæmi.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Vandamálið snúi að túlkun á ESB og EES lögum. EES lög séu byggð á lögum ESB, þá þurfi að skilgreina hvar lagaskil séu á milli ESB og EES laga annars vegar og alþjóðlegra laga hins vegar. Þetta sé í raun stærsti áreksturinn sem hafi komið upp við EES lögin. Aðeins sé ein klásúla í samningum þeirra á milli sem segi að komi upp ágreiningur milli ESB og EES “megi” vísa málinu til Evrópudómstólsins.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Þegar slíkur ágreiningur sé til staðar eins og núna um ríkisábyrgð, þá sé ekki nóg að horfa aðeins á tilskipunina heldur verði að horfa á málið í víðu samhengi.

<!--[if !supportEmptyParas]-->

Elvira sagðist sammála um leysa þurfi deiluna og að það þurfi að borga lágmarkið. Sagðist Elvira hafa áhyggjur af því að það yrði ekki til innri markaður ef þessi deila leysist ekki milli Íslendinga, Holllendinga og Breta því þá komi allir til með að hata ESB.

 Er hægt að veita íslenska tryggingasjóðnum forgang? Þetta er það sem allir vilja sagði Peter Dyrberg, forstöðumaður Evrópuréttarstofnunar HR og ráðgjafi Ice-save samninganefndarinnar en erindi hans var  “Grundvöllur ábyrgðar – efni samninganna..

<!--[if !supportEmptyParas]--><!--[endif]--> Það væri brot á jafnræði að veita slíkan forgang segir Dyrberg, gagnvart öðrum innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi. Væri slíkt gert þyrfti að horfa til Evrópuréttar og þar þyrfti Ísland að geta fært haldgóð fyrir því að tryggja innlendum innstæðueigendum forgang.

<!--[if !supportEmptyParas]--><!--[endif]--> Það sé hvergi minnst á hvað sé átt við í tilskipun ESB um innstæðutryggingar hvað sé átt við með kerfishruni bankanna. Hvergi sé minnst á hversu stórt hrunið þyrfti að vera. Megintilgangur tilskipunarinnar sé að fólk geti treyst því að það fái greiddar innistæður sínar ef það verði bankahrun. Því sé ekki rétt að nýta þessi rök sem grundvöll fyrir því að ekki eigi að borga.

Dyrberg sagði að ákvæðu Íslendingar að láta reyna á málið fyrir dómstólum, hlyti það að þýða að þeir hefðu séð eitthvað sem öllum hinum 27 þjóðum ESB hefði yfirsést.

mbl.is

Innlent »

Thomas Olsen mætti ekki í dómsal

10:15 Thomas Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, mætti ekki til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Verjandi hans, Páll Rúnar M. Kristjánsson, situr þinghaldið fyrir hans hönd. Meira »

Nikolaj hafi ekki farið aftur frá borði

10:11 Ekkert bendir til þess að Nikolaj Wil­helm Her­luf Ol­sen hafi farið aftur frá borði Polar Nanoq eftir að hann fór í skipið um klukkan sex að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins, miðað við hreyfingar síma hans. Meira »

Helgi setti háar fjárhæðir í Viðreisn

10:07 Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn hlaut tæpar 27 milljónir króna í styrki á stofnári sínu samkvæmt ársreikningi síðasta árs sem Ríkisendurskoðun hefur birt. Meira »

Gantaðist með að Birna væri um borð

09:42 Nukaaraq Larsen, einn skipverja af Polar Nanoq, er fyrstur til að bera vitni á öðrum degi aðalmeðferðar í sakamáli á hendur Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn. Meira »

Rúmlega 13 þúsund nemendur við HÍ

09:01 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi. Alls voru 13.307 nemendur skráðir í Háskólanum árið 2016 þar af voru flestir í grunnnámi eða 64,7%. Tæplega þrjú þúsund manns brautskráðust árið 2016, þar af 67 doktorar. Meira »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Elsti félaginn í Lions á Íslandi

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Dökkblár Citroen C4 til sölu
Dökkblár Citroen C4 til sölu. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð 250 þúsund. Á...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...