Sveitarfélög á leið í gjörgæslu

Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar skilaði rúmlega tveggja milljarða afgangi en rúmlega ...
Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar skilaði rúmlega tveggja milljarða afgangi en rúmlega 71,5 milljarða halli var af rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar árið 2008. mbl.is/Rax

Tíu til fimmtán sveitarfélög verða á næstunni tekin til sérstakrar skoðunar af eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Nefndin hefur á síðustu 12 mánuðum gert einn samning um eftirlitsaðgerðir, en það er við Bolungarvíkurkaupstað.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins spurði Kristján L. Möller, samgönguráðherra um afkomu sveitarfélaga og horfur. Í svarinu kemur fram að afkoma sveitarfélaga landsins var neikvæðu um samtals tæplega 109,5 milljarða króna. Ef aðeins er litið á afkomu sveitarsjóða nam tapið tæplega 19,3 milljörðum árið 2008.

Þar vega þungt fjármagnsgjöld en þau námu samtals 133,5 milljörðum króna, þar af tæplega 17 milljörðum hjá sveitarsjóðum eða A-hluta sveitarfélaganna.

Tap af rekstri bæjarsjóðs Kópavogs, svokölluðum A-hluta, nam 8,2 milljörðum króna árið 2008 en rekstrarniðurstaða sjö sveitarsjóða var neikvæð um einn milljarð króna eða meira í fyrra. Þetta eru auk Kópavogs, Hafnarfjarðarkaupstaður (- 2,13 milljarðar), Reykjanesbær (-3,05 milljarðar), Akraneskaupstaður (-1,19 milljarðar), Akureyrarkaupstaður (-2,15 milljarðar), Fjarðabyggð (-1,14 milljarðar) og Sveitarfélagið Árborg (- 1,2 milljarðar).

Skuldirnar rúmir 445 milljarðar króna

Heildarskuldir sveitarfélaganna námu í lok ársins 2008 rúmlega 445 milljörðum króna, höfðu aukist úr rúmlega 256 milljörðum króna miðað við loka ársins 2007. Skuldaukningin nemur rúmlega 73%.

Skuldir sveitarsjóðanna eða A-hluta sveitarfélaga námu í árslok 2008 154,5 milljörðum, borið saman við rúmlega 98 milljarða króna í lok árs 2007. Þar er aukningin rúmlega 57%.

Ekki liggja fyrir nákvæmar upplýsingar um hlutfall erlendra skulda sveitarfélaganna. Samkvæmt áætlun sem samgönguráðuneytið vann í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga má ætla að heildarskuldir sveitarsjóðanna í erlendri mynt séu um 65,3 milljarðar króna.

Í svari samgönguráðherra kemur fram að ekki liggja fyrir upplýsingar um áætlaða afkomu sveitarfélaga frá 1. janúar til 1. maí 2009. Samstarf hefur verið milli ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Hagstofu Íslands um mánaðarlega söfnun upplýsinga um fjárhagslega framvindu einstakra sveitarfélaga. Tilgangurinn er að geta fylgst vel með stöðu sveitarfélaganna og hvert stefnir í fjármálum þeirra og hófst samstarf þetta í kjölfar efnahagshrunsins í haust. Vel gekk framan af að safna upplýsingum frá sveitarfélögum en það sem af er þessu ári hafa skil verið afar dræm. Samgönguráðuneytið mun í samstarfi við sambandið og Hagstofuna meta leiðir til að tryggja greiðari skil samtímaupplýsinga um fjármál sveitarfélaganna.

10 til 15 sveitarfélög á leið í gjörgæslu

Birkir Jón Jónsson spurði samgönguráðherra um hversu mörg sveitarfélög væru til sérstakar athugunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. í svarinu kemur fram að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur á síðustu 12 mánuðum gert einn samning um eftirlitsaðgerðir, en það er við Bolungarvíkurkaupstað.

Þá hefur nefndin á síðustu mánuðina unnið að greiningu á fjárhagsáætlunum sveitarsjóðanna og hefur jafnframt, nú þegar ársreikningar sveitarfélaga vegna ársins 2008 liggja fyrir, metið þörf fyrir frekari eftirlitsaðgerðir.

Samkvæmt frumathugun á fjárhagsáætlunum og ársreikningum munu 10–15 sveitarfélög verða tekin til frekari skoðunar. Nákvæmari upplýsingar munu liggja fyrir að lokinni yfirferð ársreikninga allra sveitarfélaga.

Svar samgönguráðherra

mbl.is

Innlent »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Freyja stefnir Barnaverndarstofu

06:27 Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Meira »

Eldur í ofni í Airbnb-íbúð

06:20 Eldur kom upp í bakarofni í fjölbýlishúsi á Grettisgötunni seint í gærkvöldi. Um var að ræða Airbnb-íbúð og voru erlendir ferðamenn í henni þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Meira »

Stormur með suðurströndinni

06:06 Búist er við stormi, meðalvindi meira en 20 metrum á sekúndu, með suðurströndinni fram á kvöld. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi og þangað til á föstudagsmorgun með vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. Meira »

Andlát: Dagbjartur Einarsson, fv. útgerðarmaður

05:30 Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í gær, 81 árs gamall. Meira »

Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja

05:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætlaði að halda opinn hádegisfund með Vestmannaeyingum í hádeginu í gær. Hætt var við fundinn þegar flugi var aflýst í gærmorgun og Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar. Meira »

Telja að 570 hjúkrunarfræðinga vanti

05:30 Hraða þarf nýliðun hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á næstunni. Þetta er niðurstaða nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Meira »

Miðað við ráðgjöf í kolmunna

05:30 Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra. Meira »

Undirheimar bönkuðu ranglega upp á

05:30 Þjóðskrá Íslands fær 34.000 til 36.000 lögheimilistilkynningar inn á sitt borð ár hvert, en rangar skráningar eru áætlaðar um 1-2% allra flutninga. Meira »

Stórauknar tekjur og eignir

05:30 Laun og starfstengdar greiðslur fjölskyldna og einstaklinga hækkuðu mikið í fyrra og voru 84 milljörðum kr. hærri en árið á undan. Ef þessi hækkun er borin saman við launagreiðslur árið 2009 er um 11% vöxt raunlauna að ræða í landinu. Meira »

Mikil tæring í leiðslum tefur

05:30 Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum í veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Skipið verður úr leik í einhverjar vikur af þessum sökum, jafnvel fram að áramótum, og hafa tafir orðið á rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Kosningabaráttan kostar VG 30 milljónir króna

05:30 Vinstri hreyfingin – grænt framboð (VG) ver 30 milljónum króna til kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samfylkingin hefur 13 milljónir króna úr að spila í kosningabaráttunni. Meira »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Íslensk Gung-Ho og Color Run útrás

05:30 Basic Events, fyrirtækið sem á skemmtihlaupin Color Run og Gung-Ho á Íslandi, ætlar að halda á annan tug hlaupa í Skandinavíu á næsta ári, en fyrirtækið hefur eignast réttinn fyrir öll Norðurlönd. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...