Andlát: Halldór S. Gröndal

Halldór S. Gröndal
Halldór S. Gröndal mbl.is

Halldór S. Gröndal, fyrrverandi sóknarprestur í Reykjavík, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni fimmtudagsins 23. júlí síðastliðins.

Halldór fæddist í Reykjavík 15. október 1927. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, þjónn og síðar yfirkennari við Hótel- og veitingaskóla Íslands, og Mikkelína Sveinsdóttir húsmóðir.

Halldór lauk námi í hótelrekstrarfræðum frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1952. Árið 1954 stofnaði hann ásamt nokkrum félögum sínum úr Verzlunarskólanum veitingastaðinn Naust og veitti honum forstöðu til ársins 1965.

Hann lauk síðan guðfræðiprófi frá Háskóla Íslands 1972, vígðist sem farprestur Þjóðkirkjunnar 1972 og þjónaði á Borg á Mýrum í eitt ár. 1973 vígðist Halldór til Grensásprestakalls sem sóknarprestur og þjónaði þar allt til ársins 1997.

Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Ingveldur Lúðvígsdóttir Gröndal. Þau eignuðust fjögur börn, Lúðvík, Sigurbjörgu, Hallgrím og Þorvald, sem öll lifa föður sinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert