Endurmeta úrræði fyrir skuldsett heimili

Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Að sáttmálanum standa ...
Stöðugleikasáttmálinn undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu 25. júní sl. Að sáttmálanum standa Alþýðusamband Íslands, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja, Samtök atvinnulífsins, ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra kynnti í ríkisstjórn í vikunni að sett yrði á fót nefnd til að endurskoða löggjöf sem lýtur að úrræðum fyrir heimili og einstaklinga í greiðsluerfiðleikum. Nefndinni er ennfremur ætlað að leggja fram tillögur um leiðir til að styrkja stöðu lántakenda á fjármálamarkaði.

Nefndin mun starfa í náinni samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, enda varða verkefni hennar stöðugleikasáttmála þeirra og stjórnvalda sem undirritaður var 25. júní sl. Gert er ráð fyrir að vinnu hennar verði hleypt af stokkunum með sameiginlegum fundi með aðilum vinnumarkaðarins á næstu dögum.

Nefndin er stofnuð að frumkvæði ráðherranefndar félags- og tryggingamálaráðherra, dóms- og kirkjumálaráðherra og viðskiptaráðherra sem hefur að undanförnu starfað að úttekt og endurmati á aðgerðum stjórnvalda til hjálpar skuldsettum heimilum í samræmi við 100 daga áætlun ríkisstjórnarinnar og verður skipuð fulltrúum ráðherranna þriggja.

Helstu verkefni nefndarinnar eru þessi:

  • Að meta hvernig úrræði um almenna greiðsluaðlögun og tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna hafa nýst og kanna hvort breyta þurfi þeim skilyrðum sem um þessi úrræði gilda. Við þetta endurmat mun nefndin einnig kanna hvort ákvarðanir og úrvinnsla vegna greiðsluaðlögunar eigi betur heima innan stjórnsýslunnar en sem verkefni innan fullnusturéttarfars.
  • Að endurmeta þá reglu um að innborganir á kröfur gangi fyrst til greiðslu kostnaðar og vaxta og fleiri atriði sem teljast sérstaklega íþyngjandi fyrir skuldara og draga úr hvata þeirra til að standa í skilum.
  • Að leita leiða til að koma böndum á hámark innheimtukostnaðar lögmanna, t.d. með breyttum aðferðum við útreikninga innheimtuþóknunar og setningu hámarksþóknunar sem tengist fjárhæð kröfunnar.

Gert er ráð fyrir að nefndin skili ráðherranefndinni tillögum sínum áður en Alþingi kemur saman í haust.

Aukið svigrúm lánveitenda til að mæta einstaklingum í miklum greiðsluvanda
Í júní sl. setti fjármálaráðherra reglugerð um heimild lánveitenda til að fella niður skuldir einstaklinga án þess að eftirgjöfin teljist til tekna og reiknist til skatts. Með þessu sköpuðust ný tækifæri fyrir lánastofnanir til að koma til móts við einstaklinga í miklum greiðsluerfiðleikum án þess að grípa þurfi til formlegrar greiðsluaðlögunar fyrir dómstólum. Það er mat ráðherranefndarinnar að fjármálafyrirtæki muni nýta sér þetta svigrúm í vaxandi mæli á næstunni og því sé ekki ástæða til að koma á fót nýjum almennum úrræðum vegna húsnæðisskulda almennings að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

38% kjósa Miðflokkinn í stað Framsóknar

12:38 Alls ætla 38% þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í alþingiskosningunum í fyrra að kjósa Miðflokkinn um næstu helgi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

12:02 Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú. Meira »

„Boltinn er hjá Air Berlin“

11:12 „Staðan er óbreytt, vélin er ennþá á Keflavíkurflugvelli og við bíðum eftir að heyra frá Air Berlin,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia í samtali við mbl.is. Meira »

Reglur í endurskoðun og horft til Uber

11:10 Nýr starfshópur hefur verið skipaður af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til að endurskoða regluverk um leigubifreiðaakstur. „Markmið verkefnisins er að leigubifreiðaakstur hér á landi stuðli að góðu aðgengi og hagkvæmri, skilvirkri og öruggri leigubifreiðaþjónustu fyrir neytendur.“ Meira »

Mary og Sunday komin með dvalarleyfi

11:10 Nígerísku hjónin Sunday Iserien og Joy Lucky og dóttir þeirra Mary eru komin með dvalarleyfi hér á landi. Þetta staðfestir Guðmundur Karl Karlsson vinur fjölskyldunnar.„Sunday var að hringja í mig alveg í skýjunum til að segja mér fréttirnar,“ segir hann. „Hann fór í morgun og fékk þessa niðurstöðu“ Meira »

Kosið á einum stað í Reykjanesbæ

10:57 Kjósendur í Reykjanesbæ munu greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í alþingiskosningunum um næstu helgi. Meira »

Helmingur fyrirtækja stundar nýsköpun

10:21 Helmingur fyrirtækja á Íslandi, sem eru með 10 starfsmenn eða fleiri, leggur stund á nýsköpun. Þetta er niðurstaða mælinga Hagstofunnar sem nær til áranna 2014-2016, en með nýsköpun er þar vísað til þess að fyrirtækin setji nýjar vörur eða þjónustu á markað, eða innleiði nýja verkferla. Meira »

Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

10:41 Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. Meira »

Stal 18 þúsund króna kampavínsflösku

10:14 Karlmaður á þrítugsaldri var staðinn að því um helgina að stela kampavínsflösku á skemmtistað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kostaði flaskan átján þúsund krónur. Meira »

Stefna í loftslagsmálum hefur áhrif á flokkaval

10:03 Stefna stjórnmálaflokka í náttúruvernd og loftslagsmálum skiptir miklu við val á flokki samkvæmt nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands. Töldu tveir þriðju aðspurðra stefnu flokkanna varðandi þessa tvo málaflokka skipta miklu máli. Meira »

Þriðjungur þingheims nýtt fólk

09:51 21 nýr þingmaður mun taka sæti á Alþingi eftir kosningar, samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar. Þar af eru nokkur kunnugleg andlit sem áður hafa sést í þingsölum. Meðal nýju-gömlu þingmannanna eru Ásmundur Einar Daðason, Willum Þór Þórsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Ágúst Ólafur Ágústsson. Meira »

RÚV dró upp „kolranga mynd“

09:10 Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Ríkissjónvarpið hafi dregið upp kolranga mynd af þeim atburðum sem áttu sér stað eftir hrun í umfjöllun sinni á laugardagskvöld um samskipti Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra við Glitni fyrir og eftir hrun. Meira »

Glitnir höfðar staðfestingarmál

08:49 Glitnir HoldCo ehf. höfðar í dag staðfestingarmál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna lögbannsins sem sett var á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af viðskiptavinum Glitnis. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnir HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Þurfa nýja augasteina eftir Flórídana-tappann

08:08 Að minnsta kosti tveir þeirra sem slösuðust er plasttappi af Flórídana-ávaxtasafaflösku þeyttist framan í þá af miklum krafti þurfa að gangast undir aðgerð og fá nýja augasteina. Mikill þrýstingur myndaðist í flöskunum og olli því tapparnir þeyttust af þeim af miklum krafti þegar þær voru opnaðar. Meira »

Gagnrýndi Trump í þakkarræðu

07:57 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, tók í síðustu viku á móti æðstu viðurkenningu Bandarísku erfðafræðisamtakanna, ASHG. Verðlaunin eru kennd við William Allan og hafa verið veitt árlega síðan 1961. Þau eru veitt fyrir framúrskarandi framlag til erfðavísindanna og þykir mikill heiður að hljóta þau. Meira »

Víkingaveröld í Mosfellsdal

08:18 Nýtt deiliskipulag fyrir Langahrygg í Mosfellsdal er í kynningu þessa dagana. „Hugmyndin gengur út á að reisa einskonar „víkingaveröld“ sem gæfi innsýn í það umhverfi sem menn bjuggu við á þjóðveldisöld (11. og 12. öld).“ Meira »

Stjórnmálin verða að breytast

08:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata í Reykjavík norður, segir kosningarnar í haust snúast um traust til stjórnmálanna sjálfra. Við, sem þjóð, þurfum stjórnmálamenn sem vilji breyta regluverkinu sjálfu svo að traustið verði verðskuldað. Meira »

Málefni flokka á landsvísu ráða mestu

07:37 Málefni flokksins á landsvísu ræður mestu um það hvaða flokkur fær atkvæði í alþingiskosningunum, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...