Snjókoma í nótt Árneshreppi

Reyðarfjall (Sætrafjall sunnanmegin frá) en það liggur milli Arkarinnar og …
Reyðarfjall (Sætrafjall sunnanmegin frá) en það liggur milli Arkarinnar og Finnbogastaðarfjalls. Eins og sjá má er hvítt í hlíðum fjallsins. Litlihjalli.is

Fréttavefurinn Litli Hjalli greinir frá því að snjóað hafi í fjöll í Árneshreppi í nótt. Nái snjórinn allt niður í 400 metra. Afar sérstakt segir veðurathugunarmaður.

Samkvæmt vefnum var mjög svalt í veðri í gær og búist er við svipuðum kulda í dag. Hitinn á veðurstöðinni í Litlu-Árvík fór niður í 4,5 stig í nótt en í gærmorgun í 4,2 stig. Segir veðurathugunarmaður við stöðina að hann muni ekki eftir að hafa þurft áður að gefa upp flekkótt fjöll í júlí, þótt slíkt gerist oft í ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert