350 í greiðsluáætlun á síðasta ári

mbl.is

Snorri Olsen tollstjóri segist ekki búast við stórkostlegri aukningu í greiðsluáætlunum vegna opinberra gjalda einstaklinga. Greiðsluáætlanir séu ekki nýtt úrræði og hafi verið gerðar hjá innheimtumönnum um árabil. Tollstjóraembættið hafi séð ástæðu til að vekja sérstaka athygli á þessum úrræðum sem skattgreiðendur hafa, og greint var frá í Morgunblaðinu í gær, þegar álagningarseðlar verða birtir í næstu viku.

Á tímabilinu 20. júlí 2008 til 31. ágúst sama ár voru gerðar 350 greiðsluáætlanir vegna launaafdráttar. „Við búumst aðallega við því að fyrsta kastið komi fólk til að ganga frá lækkun launaafdráttar og þá sérstaklega ef það hefur ekki skilað inn skattframtali og hefur fengið háa áætlun,“ segir Snorri en skuldarar njóta jafnræðis með tilliti til búsetu og eiga að geta fengið að gera greiðsluáætlun í öllum stjórnsýsluumdæmum.

Að sögn Snorra eru greiðsluáætlanir gerðar til sex mánaða í senn og hægt er að framlengja þær svo framarlega sem staðið er við greiðslur. „Helst viljum við að skuldir séu gerðar upp á ári þannig að fólk geri upp eina álagningu í einu. Það er ekki alltaf raunhæft og þá sérstaklega ef fólk hefur verið í mikilli fjármálaóreiðu og skuldar margar álagningar þegar það kemur fyrst að ganga frá greiðsluáætlun. Venjulegt launafólk á almennt ekki að lenda í erfiðleikum við að gera upp sín mál því það er búið að greiða langstærstan hluta skatta sinna í staðgreiðslu,“ segir Snorri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert