Safnaði 1.356 þúsund krónum fyrir Grensásdeildina

Alls söfnuðust 1.356 þúsund krónur í hlaupinu
Alls söfnuðust 1.356 þúsund krónur í hlaupinu

Hollvinasamtök Grensásdeildar og Edda Heiðrún Backman, leikkona, tóku í dag á móti því söfnunarfé sem safnaðist í tengslum við hlaup Gunnlaugs Júlíussonar frá Reykjavík til Akureyrar á dögunum. Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, afhenti söfnunarféð sem nam samtals 1.356 þúsundum króna.

UMFÍ skipulagði hlaupið ásamt Gunnlaugi sjálfum. Með hlaupinu vildi Gunnlaugur vekja athygli á fjársöfnun fyrir Grensásdeild sem Edda Heiðrún Backman ýtti úr vör í sumar Verkefnið ber heitið „Á rás fyrir Grensás”. Gunnlaugur var þar með fyrsti maðurinn til að taka á rás fyrir Grensás en fleiri muni bætast í hópinn þegar líður á sumarið, að því er fram kemur á vef UMFÍ. 

Gunnlaugur hljóp vegalengdina á sex dögum en hann lagði af stað frá útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 09 að morgni sunnudagsins 5. júlí, og lauk hlaupinu á mótssetningu Landsmótsins á föstudagskvöldinu 10. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert