„Þetta er óþarfi“

„Ég er sammála formanni utanríkismálanefndar um að það er ástæðulaust að eyða peningum í þetta [Varnarmálastofnun og loftrýmisgæslu] við þessar aðstæður. Þarna á einfaldlega að draga úr útgjöldum og hætta þessu. Þetta er óþarfi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Aðspurður segir Steingrímur að búið sé að ákveða að skera verulega niður fjárveitingar í þennan málaflokk á næsta ári.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að Árna Þór sé frjálst að hafa sínar skoðanir á þessu máli. „Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um breytingar af hálfu ríkisstjórnarinnar.“

Ráðherrarnir voru spurðir um viðbrögð við ummælum Árna Þórs Sigurðssonar, formanns utanríkismálanefndar Alþingis, sem höfð voru eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Þar segir Árni að leggja eigi niður Varnarmálastofnun um áramótin og einnig loftrýmisgæsluna.

Össur bendir á athyglisverðar tillögur Thorvalds Stoltenbergs, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, um að Norðurlöndin taki að sér sameiginlega loftrýmisgæslu á Íslandi. „Það hefur enginn að sjálfu sér mælt á móti því að þær tillögur séu skoðaðar til hlítar. Ég held að þær séu athyglisverðar,“ segir utanríkisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert