Baldur leysir varðskipin af í eftirlitinu

Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr, í Reykjavíkurhöfn
Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Týr, í Reykjavíkurhöfn mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Sjómælingabáturinn Baldur sinnir nú fiskveiðieftirliti, samkvæmt samstarfssamningi við Fiskistofu, og einnig almennri löggæslu á miðunum á meðan varðskip Landhelgisgæslunnar eru bundin við bryggju í sumarstoppi.

Hefur Baldur sinnt þessu eftirliti í rúma viku en hann kom að góðum notum um helgina þegar Landhelgisgæslunni barst beiðni um aðstoð við skútu vestsuðvestur af Garðskaga.

Að sögn Hilmars Helgasonar, framkvæmdastjóra sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar, er áhöfn Baldurs þaulvön eftirlitsstörfum og hefur einnig starfað á varðskipunum. Báturinn sé vel tækjum búinn og geti vel sinnt fleiri verkefnum en hefðbundnum sjómælingum.

Býst Hilmar við að Baldur verði í fiskveiðieftirlitinu vel fram í ágústmánuð en vegna strandveiðanna hefur annríki verið meira en áður, sérstaklega hjá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert