Mjóafjarðarbrú opnuð 20. ágúst

Mjóafjarðarbrú verður senn tilbúin.
Mjóafjarðarbrú verður senn tilbúin. bb.is

Gert er ráð fyrir að umferð verði hleypt á nýja brú yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi 20. ágúst nk. samkvæmt fréttavefnum bb.is. Lokið var við að steypa brúargólfið fyrir tveimur vikum. Steypan þarf síðan fjórar til sex vikur til að harðna

Starfsmenn Vestfirskra verktaka ehf., vinna þessa dagana hörðum höndum að því að steypa brík brúarinnar og að sögn Sveins Inga Guðbjörnssonar, yfirbrúarsmiðs, eru allar líkur á að lokið verði við allan frágang kringum 20. ágúst.

Þrjátíu og sex starfsmenn Vestfirskra verktaka ehf. og KNH ehf. voru við vinnuna sem var umfangsmikil. Keyra þurfti 160m³ af steypu í hjólbörum í 160 metra langt brúargólfið og unnu menn á vöktum við verkið. 

Nýja brúin mun stytta leiðina um Ísafjarðardjúp.
Nýja brúin mun stytta leiðina um Ísafjarðardjúp. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert