Greitt eftir verslunarmannahelgi

Atvinnulausir bíða í röð í Sevilla á Spáni
Atvinnulausir bíða í röð í Sevilla á Spáni Reuters

Atvinnuleysisbætur verða næst greiddar út þriðjudaginn 4. ágúst, en mánudagur er frídagur verslunarmanna.

Að sögn Líneyjar Árnadóttur, forstöðukonu Greiðslustofu atvinnuleysistrygginga á Skagaströnd, verða um tveir milljarðar króna greiddir út að þessu sinni og átti hún von á að endanleg upphæð yrði ívið lægri en við síðustu útborgun.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Vinnumálastofnunar voru 16.540 manns á atvinnuleysisskrá í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert