Þorsteinn Már greiðir mest á landinu

Þorsteinn Már Baldvinsson
Þorsteinn Már Baldvinsson

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja greiðir hæstu gjöldin í umdæmi skattstofunnar á Norðurlandi eystra í ár, 169,6 milljónir króna. Það þýðir að hann greiðir hæstu gjöldin á Íslandi í ár. Af heildargjöldum Þorsteins Más er útsvarið 3,7 milljónir króna.

Jóhannes Jónsson, oft kenndur við Bónus, er í öðru sæti listans á Norðurlandi eystra með 33,2 milljónir króna í heildargjöld.

Í þriðja sæti er Erla Björnsdóttir apótekari á Húsavík með 20,3 milljónir króna í opinber gjöld.

Á síðasta ári greidd Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson forstjóri Saga Capital hæstu gjöldin á Norðurlandi eystra, 104.268.224 krónur. Í öðru sæti listans þá var Sverrir F. Leósson, sem var útgerðarmaður á Akureyri en Sverrir lést í síðasta mánuði. Hann greiddi á 82.516.652 krónur í opinber gjöld í fyrra. Í þriðja sæti listans var Bjarni Bjarnason, Akureyri með  80.647.847 krónur í opinber gjöld.

1. Þorsteinn Már Baldvinsson 169.641.924 krónur

2. Jóhannes Jónsson 33.243.950 krónur

3. Erna Björnsdóttir 20.252.145 krónur

4. Sævar Helgason Akureyri 16.302.353 krónur

5. Jón Hallur Pétursson Akureyri 15.933.312 krónur

6. Ásgeir Már Ásgeirsson Akureyri 13.573.991 króna.

7. Sigurlaug Hanna Leifsdóttir Eyjafjarðarsveit 13.167.438 krónur

8. Bjarni Bjarnason Akureyri 12.980.480 krónur

9. Eiður Gunnlaugsson Akureyri  11.838.673 krónur

10. Steingrímur Halldór Pétursson Akureyri 11.298.732 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert