17 bankamenn með meira en 5 milljónir á mánuði

Halldór J. Kristjánsson var með 7 milljónir á mánuði og …
Halldór J. Kristjánsson var með 7 milljónir á mánuði og Sigurjón Þ. Árnason var með 23,9 milljónir á mánuði. Kristinn Ingvarsson

Sautján starfsmenn banka og fjármálafyrirtækja voru með meira en fimm milljónir króna í tekjur á mánuði árið 2008. Þetta kemur fram í tekjublaði Mannlífs. Líkt og í tekjublaði Frjálsrar verslunar er Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings tekjuhæstur en tölum blaðanna ber ekki saman. Samkvæmt Mannlífi voru laun Hreiðars Más 37,3 milljónir króna en samkvæmt Frjálsri verslun voru þau 35,8 milljónir króna.

Landsbankafólk er áberandi hvað varðar há laun, ef marka má Mannlíf. Má þar nefna að Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra en hann var með 23,9 milljónir króna á mánuð, samkvæmt Mannlífi. Elín Sigfúsdóttir, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans var með 12,5 milljónir króna og Steinþór Gunnarsson, fyrrverandi yfirmaður verðbréfadeildar Landsbankans var með 8,3 milljónir króna í tekjur á mánuði.

Steinþór Baldursson, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags Landsbankans er með 7,5 milljónir króna, Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans var með 7 milljónir króna á mánuði og Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans var með 5,2 milljónir króna á mánuði. Yngvi Örn Kristinsson, forstöðumaður hjá Landsbankanum var með 5,1 milljón króna á mánuði. 

Í tekjublaði Mannlífs eru birtar tekjur rúmlega 3.000 einstaklinga. Könnunin byggir á álögðu útsvari eins og það birtist í álagningarskrám. Segir í blaðinu að tekjurnar gefi vísbendingu um föst laun viðkomandi en taka ekki á einstökum liðum eins og fjármagnstekjum, svo sem tekjum af vöxtum, arði eða söluhagnaði. Hafa beri í huga að kærufrestur er ekki útrunninn og því geti í einhverjum tilvikum verið um áætlanir að ræða og álagning ekki endanleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert