265 læknar með meiri tekjur en forsætisráðherra

Forsíða Frjálsrar verslunar
Forsíða Frjálsrar verslunar

Alls eru 265 læknar ofar forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, í launum á síðasta ári, ef marka má tekjublað Frjálsrar verslunar  sem kom út í morgun. Alls eru 1.594 einstaklingar af 3.000 í blaðinu eru með yfir 1 milljón á mánuði. Í ljós kemur að 1.413 einstaklingar á listunum eru með hærri tekjur en forsætisráðherra, en hún er með rúm 1.108 þús. á mánuði.

Líkt og fram kom er sáttmáli nýrrar ríkisstjórnar var kynntur í maí er stefnt  að því að engir ríkisstarfsmenn yrði með hærri tekjur en forsætisráðherra.

Þegar allur listinn er tekinn, tæplega 3.000 einstaklingar, sést að sá í 100. sætinu er með 3,9 milljónir á mánuði og sá í 500. sætinu er með 1,7milljónir á mánuði að jafnaði á síðasta ári - og sá í 1.594 sæti er með 1 milljón á mánuði, að því er segir í tilkynningu frá Frjálsri verslun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert